„Eigum við ekki að fara inn á EM og virkilega verðskulda það?“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2025 08:02 Lárus Orri Sigurðsson og Kári Árnason eru með það á hreinu að Ísland þurfi svo sannarlega sigur á sunnudaginn. Stöð 2 Sport Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson voru afdráttarlausir á Stöð 2 Sport í gærkvöld varðandi það að Ísland þyrfti svo sannarlega að vinna Kósovó á sunnudaginn og halda sér í B-deild Þjóðadeildar UEFA. „Höfum smá stolt. Ekki neðar en B,“ sagði Lárus. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Umræða um Þjóðadeildina og leiðina á EM Þjóðadeildin hefur, auk þess að vera sérkeppni, getað virkað sem varaleið inn á stórmót fyrir lið sem komast ekki þangað gegnum undankeppni. Eins og fjallað var um hér á Vísi í gær er í þessu sambandi erfitt að fullyrða hvort betra sé að vera í B- eða C-deild og ræddu sérfræðingarnir um þetta eftir 2-1 tap Íslands gegn Kósovó í gær. „Hugsanlega gæti verið auðveldara að komast svona í gegn en ég held að stóri punkturinn sé leikirnir sem við erum að fá. Í C-deild erum við að keppa á móti Kýpur og Möltu og svona. Þetta eru leikir sem við þurfum ekki,“ sagði Lárus og hélt áfram. „Við erum á réttum stað í B-deildinni. Við eigum góðan séns á að vinna riðlana, góðan séns á að verða í 2. sæti og fara þannig upp. Þetta er okkar rétti staður. Ef við förum í C-deildina þá erum við að fá leiki sem eru ekki góðir fyrir okkur.“ „Búið að aumingjavæða keppnina“ Kári tók svo til máls og vill einfaldlega sjá Ísland vinna sig inn á stórmót á réttum forsendum, í gegnum undankeppni: „Ef þú ert að fara í gegnum einhverja D-deild inn á EM þá áttu EKKERT erindi inn á EM. Það er búið að aumingjavæða keppnina með því að reyna að hleypa fleirum inn. Eigum við ekki að fara inn á EM og virkilega verðskulda það? Vinna einhvern riðil og verðskulda að fara á EM. Þannig förum við á EM,“ sagði Kári. „Það er ekkert jafnsætt að fara á EM svona. Þá verður þetta pínu eins og handboltinn þar sem er bara stórmót á hverju einasta ári, sem er jú gaman því þetta er í leiðinlegasta mánuði ársins og því horfa allir á þetta, en það á að vera afrek [að komast á stórmót],“ sagði Kári og bætti við: „Það á auðvitað að fara í alla leiki til að vinna þá.“ Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. Þjóðadeild karla í fótbolta EM 2028 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fleiri fréttir Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Sjá meira
Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Umræða um Þjóðadeildina og leiðina á EM Þjóðadeildin hefur, auk þess að vera sérkeppni, getað virkað sem varaleið inn á stórmót fyrir lið sem komast ekki þangað gegnum undankeppni. Eins og fjallað var um hér á Vísi í gær er í þessu sambandi erfitt að fullyrða hvort betra sé að vera í B- eða C-deild og ræddu sérfræðingarnir um þetta eftir 2-1 tap Íslands gegn Kósovó í gær. „Hugsanlega gæti verið auðveldara að komast svona í gegn en ég held að stóri punkturinn sé leikirnir sem við erum að fá. Í C-deild erum við að keppa á móti Kýpur og Möltu og svona. Þetta eru leikir sem við þurfum ekki,“ sagði Lárus og hélt áfram. „Við erum á réttum stað í B-deildinni. Við eigum góðan séns á að vinna riðlana, góðan séns á að verða í 2. sæti og fara þannig upp. Þetta er okkar rétti staður. Ef við förum í C-deildina þá erum við að fá leiki sem eru ekki góðir fyrir okkur.“ „Búið að aumingjavæða keppnina“ Kári tók svo til máls og vill einfaldlega sjá Ísland vinna sig inn á stórmót á réttum forsendum, í gegnum undankeppni: „Ef þú ert að fara í gegnum einhverja D-deild inn á EM þá áttu EKKERT erindi inn á EM. Það er búið að aumingjavæða keppnina með því að reyna að hleypa fleirum inn. Eigum við ekki að fara inn á EM og virkilega verðskulda það? Vinna einhvern riðil og verðskulda að fara á EM. Þannig förum við á EM,“ sagði Kári. „Það er ekkert jafnsætt að fara á EM svona. Þá verður þetta pínu eins og handboltinn þar sem er bara stórmót á hverju einasta ári, sem er jú gaman því þetta er í leiðinlegasta mánuði ársins og því horfa allir á þetta, en það á að vera afrek [að komast á stórmót],“ sagði Kári og bætti við: „Það á auðvitað að fara í alla leiki til að vinna þá.“ Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan.
Þjóðadeild karla í fótbolta EM 2028 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fleiri fréttir Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Sjá meira