125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson skrifar 20. mars 2025 09:01 Undanfarin ár hefur verið fjallað mikið um skort á hjúkrunarrýmum og þann gríðarlega þrýsting sem hann veldur á heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild. Í grein sem ég skrifaði nýverið benti ég á að þúsund hjúkrunarrými vantaði þegar í gær – en nú vil ég beina kastljósinu að lausnum. Sjómannadagsráð (móðurfélag Hrafnistuheimilana) hefur bæði vilja og getu til að ráðast í uppbyggingu hjúkrunarheimilis sem myndi mæta hluta af þessum vanda, og við getum gert það hratt, vel og á hagkvæman hátt. Við höfum lengi unnið hörðum höndum að því að undirbúa frekari uppbyggingu á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem þegar er til staðar stórt hjúkrunarheimili, íbúðir aldraðra og fjölbreytt þjónusta. Nú erum við að verða klár með öll deiliskipulagsmál, og með framkvæmdum gætum við bætt við 125 hjúkrunarrýmum á tiltölulega stuttum tíma. Þetta svæði er kjörið til slíkrar uppbyggingar, enda hefur það þegar skapað öflugan samfélagslegan kjarna fyrir eldri borgara með öllu því sem fylgja þarf – góðri þjónustu og félagslífi. Helmingi minni kostnaður Við höfum áður sýnt fram á að við kunnum að byggja falleg og hagkvæm hjúkrunarheimili. Þegar við reistum Hrafnistu við Sléttuveg sýndum við ráðdeildarsemi í hönnun og framkvæmd og tókst að byggja heimili sem kostaði helmingi minna en sambærilegar opinberar framkvæmdir. Með þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum aflað okkur vitum við að við getum byggt gott hjúkrunarheimili hratt og örugglega – en til þess þarf ríkið að koma að borðinu með leigusamning. Það er ekki nóg að byggja hjúkrunarheimili eitt og sér án þess að huga að stærra samhengi þjónustu við aldraða. Hjúkrunarheimili þarf að vera hluti af fjölbreyttum lífsgæðakjarna, eins og við sjáum á Sléttuvegi. Þar er ekki aðeins hjúkrunarheimili, heldur einnig dagþjónusta, endurhæfing, hentugar leiguíbúðir fyrir eldri borgara og þjónustumiðstöð full af lífi, viðburðum og félagslegri virkni. Þetta er leiðin sem skilar mestum lífsgæðum og bestri nýtingu fjármuna. Þúsund hjúkrunarrými vantaði í gær – en við getum byggt 125 þeirra. Nú er dauðafæri fyrir ríkið að snúa vörn í sókn með því að leggjast á sveif með Sjómannadagsráði. Til þess að við getum hafist handa þarf fyrst að semja um langtímaleigu á fasteignunum. Þeir samningar eru forsenda þess að við getum farið af stað með hönnun, undirbúning og framkvæmd. Hafa þarf hraðar hendur svo við getum mætt þessum brýna vanda án tafar. Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur verið fjallað mikið um skort á hjúkrunarrýmum og þann gríðarlega þrýsting sem hann veldur á heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild. Í grein sem ég skrifaði nýverið benti ég á að þúsund hjúkrunarrými vantaði þegar í gær – en nú vil ég beina kastljósinu að lausnum. Sjómannadagsráð (móðurfélag Hrafnistuheimilana) hefur bæði vilja og getu til að ráðast í uppbyggingu hjúkrunarheimilis sem myndi mæta hluta af þessum vanda, og við getum gert það hratt, vel og á hagkvæman hátt. Við höfum lengi unnið hörðum höndum að því að undirbúa frekari uppbyggingu á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem þegar er til staðar stórt hjúkrunarheimili, íbúðir aldraðra og fjölbreytt þjónusta. Nú erum við að verða klár með öll deiliskipulagsmál, og með framkvæmdum gætum við bætt við 125 hjúkrunarrýmum á tiltölulega stuttum tíma. Þetta svæði er kjörið til slíkrar uppbyggingar, enda hefur það þegar skapað öflugan samfélagslegan kjarna fyrir eldri borgara með öllu því sem fylgja þarf – góðri þjónustu og félagslífi. Helmingi minni kostnaður Við höfum áður sýnt fram á að við kunnum að byggja falleg og hagkvæm hjúkrunarheimili. Þegar við reistum Hrafnistu við Sléttuveg sýndum við ráðdeildarsemi í hönnun og framkvæmd og tókst að byggja heimili sem kostaði helmingi minna en sambærilegar opinberar framkvæmdir. Með þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum aflað okkur vitum við að við getum byggt gott hjúkrunarheimili hratt og örugglega – en til þess þarf ríkið að koma að borðinu með leigusamning. Það er ekki nóg að byggja hjúkrunarheimili eitt og sér án þess að huga að stærra samhengi þjónustu við aldraða. Hjúkrunarheimili þarf að vera hluti af fjölbreyttum lífsgæðakjarna, eins og við sjáum á Sléttuvegi. Þar er ekki aðeins hjúkrunarheimili, heldur einnig dagþjónusta, endurhæfing, hentugar leiguíbúðir fyrir eldri borgara og þjónustumiðstöð full af lífi, viðburðum og félagslegri virkni. Þetta er leiðin sem skilar mestum lífsgæðum og bestri nýtingu fjármuna. Þúsund hjúkrunarrými vantaði í gær – en við getum byggt 125 þeirra. Nú er dauðafæri fyrir ríkið að snúa vörn í sókn með því að leggjast á sveif með Sjómannadagsráði. Til þess að við getum hafist handa þarf fyrst að semja um langtímaleigu á fasteignunum. Þeir samningar eru forsenda þess að við getum farið af stað með hönnun, undirbúning og framkvæmd. Hafa þarf hraðar hendur svo við getum mætt þessum brýna vanda án tafar. Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun