„Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. mars 2025 13:15 Guðbjörg Eyjólfsdóttir er formaður Járngerðar sem eru hollvinasamtök um uppbyggingu og framtíð Grindavíkur. Fyrsti fundur var haldinn í mánuðinum og mættu um 200 manns á hann. Grindavík Íbúi í Grindavík og formaður hollvinasamtaka um framtíðaruppbyggingu í bænum varð fyrir vonbrigðum með þær breytingar ríkisstjórnin mun gera á stuðningsaðgerðum við Grindvíkinga. Breytingarnar geri endurreisnarstarfið mun erfiðara og þyngra. Í gær tilkynnti ríkisstjórnin um breytingar sem munu verða á stuðningi við Grindvíkinga. Lög um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfaranna falla úr gildi í lok mánaðar en í stað þeirra verður stutt við tekju- og eignaminni heimili til áramóta. Þá verður frestur til að óska eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði í gegnum Þórkötlu framlengdur um þrjá mánuði. Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, hollvinasamtaka um uppbyggingu og framtíð Grindavíkur segir að hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með breytingarnar. „Það er að raungerast sem við óttuðumst; að ríkisstjórnin ætli að draga svolítið lappirnar varðandi ákvarðanatöku um uppbyggingu í Grindavík. Það sem við erum nú kannski ekki að leita eftir í fyrstu skrefunum er einhver stórtæk uppbygging sem forsætisráðherra er tíðrætt um. Við viljum bara byrja á því að fá að hefja búsetu og það er í sjálfu sér engin haldbær rök sem mæla gegn því.“ Guðbjörg hefur búið í Grindavík í meira er fimmtíu ár. Hún segir að hollvinasamtökin vilji helst fá að halda fasteignum sínum í Grindavík í lagi og að ljósin verði kveikt í bænum. „Mér finnst verið að róa að því öllum árum að uppbygging eigi í sjálfu sér að dragast til 2035 og hvernig verður þá umhorfs í bænum okkar?“ Stuðningslán til fyrirtækja verða framlengd um eitt ár, eða til júní 2026 en rekstrarstuðningur við rekstraraðila verður hins vegar ekki framlengdur og fellur úr gildi í lok mánaðar. „Hvernig þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki koma út úr þessari ákvörðun þeirra um að hætta alfarið stuðningi, jú það verður eitthvað rekstrarlán en það er allt annað dæmi og við óttumst að þessi fyrirtæki fari úr bænum og komi ekki til baka. Allt þetta hjálpar þetta við að gera endurreisn erfiðari og þyngri,“ segir Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar. Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu með áframhald jarðhræringa. Bæjarstjóri vill hins vegar hefja uppbyggingu og saknar áætlunar um að halda við innviðum til að bjarga verðmætum. 18. mars 2025 19:15 Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu. Ríkið mun ekki kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Við fjöllum um breytingar á stuðningi við Grindvíkinga sem kynntar voru í dag, og fáum viðbrögð frá bæjarstjóra Grindavíkur, sem segist sakna áætlunar um vernd innviða. 18. mars 2025 18:17 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Í gær tilkynnti ríkisstjórnin um breytingar sem munu verða á stuðningi við Grindvíkinga. Lög um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfaranna falla úr gildi í lok mánaðar en í stað þeirra verður stutt við tekju- og eignaminni heimili til áramóta. Þá verður frestur til að óska eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði í gegnum Þórkötlu framlengdur um þrjá mánuði. Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, hollvinasamtaka um uppbyggingu og framtíð Grindavíkur segir að hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með breytingarnar. „Það er að raungerast sem við óttuðumst; að ríkisstjórnin ætli að draga svolítið lappirnar varðandi ákvarðanatöku um uppbyggingu í Grindavík. Það sem við erum nú kannski ekki að leita eftir í fyrstu skrefunum er einhver stórtæk uppbygging sem forsætisráðherra er tíðrætt um. Við viljum bara byrja á því að fá að hefja búsetu og það er í sjálfu sér engin haldbær rök sem mæla gegn því.“ Guðbjörg hefur búið í Grindavík í meira er fimmtíu ár. Hún segir að hollvinasamtökin vilji helst fá að halda fasteignum sínum í Grindavík í lagi og að ljósin verði kveikt í bænum. „Mér finnst verið að róa að því öllum árum að uppbygging eigi í sjálfu sér að dragast til 2035 og hvernig verður þá umhorfs í bænum okkar?“ Stuðningslán til fyrirtækja verða framlengd um eitt ár, eða til júní 2026 en rekstrarstuðningur við rekstraraðila verður hins vegar ekki framlengdur og fellur úr gildi í lok mánaðar. „Hvernig þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki koma út úr þessari ákvörðun þeirra um að hætta alfarið stuðningi, jú það verður eitthvað rekstrarlán en það er allt annað dæmi og við óttumst að þessi fyrirtæki fari úr bænum og komi ekki til baka. Allt þetta hjálpar þetta við að gera endurreisn erfiðari og þyngri,“ segir Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar.
Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu með áframhald jarðhræringa. Bæjarstjóri vill hins vegar hefja uppbyggingu og saknar áætlunar um að halda við innviðum til að bjarga verðmætum. 18. mars 2025 19:15 Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu. Ríkið mun ekki kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Við fjöllum um breytingar á stuðningi við Grindvíkinga sem kynntar voru í dag, og fáum viðbrögð frá bæjarstjóra Grindavíkur, sem segist sakna áætlunar um vernd innviða. 18. mars 2025 18:17 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu með áframhald jarðhræringa. Bæjarstjóri vill hins vegar hefja uppbyggingu og saknar áætlunar um að halda við innviðum til að bjarga verðmætum. 18. mars 2025 19:15
Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu. Ríkið mun ekki kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Við fjöllum um breytingar á stuðningi við Grindvíkinga sem kynntar voru í dag, og fáum viðbrögð frá bæjarstjóra Grindavíkur, sem segist sakna áætlunar um vernd innviða. 18. mars 2025 18:17