Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar 18. mars 2025 21:02 Í dag, 18. mars, er Alþjóðadagur félagsráðgjafar þar sem félagsráðgjafar um allan heim taka höndum saman til að fagna deginum og koma á framfæri sameiginlegum skilaboðum. Þema dagsins er að efla samstöðu millikynslóða fyrir varanlega vellíðan sem tengist kjarnanum í fag- og starfsgrein félagsráðgjafar, þ.e. tengsl kynslóða og gildi fjölskyldutengsla og annarra tengsla þvert á aldur og tengslanet. Jákvæð félagsleg tengsl er það sem hjálpar fólki í erfiðleikum, eflir og verndar okkur með kærleika og þakklæti, hjálpar okkur að dafna og verða það besta sem við getum verið. Samstaða milli kynslóða knýr hagkerfi okkar áfram og styður siðferði jafnréttis og miðlunar auðlinda þvert á samfélagið og milli kynslóða. Frá grasrót til gervigreindar Í tilefni af alþjóðadegi félagsráðgjafar stóð Félagsráðgjafafélag Íslands og siðanefnd félagsins fyrir rafrænum fundi undir yfirskriftinni Frá grasrót til gervigreindar þar sem fjórir frummælendur ræddu efnið. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus og klíniskur félagsráðgjafi fjallaði um hvernig félagsráðgjafar mæta framandi áskorunum í rafrænni menningu samtímans hvað varðar kynslóðatengsl og breytta samskiptahætti innan fjölskyldu og utan. Guðrún Helga Sederholm félagsráðgjafi, ræddi gagnahlutdrægni gervigreindar og María Rós Skúladóttir félagsráðgjafi og sérfræðingur á ráðgjafasviði KPMG, var með umræðu um framþróun í félagsráðgjöf. Að lokum kom Nikulás Guðnason meistaranemi í félagsráðgjöf með sjónarhorn ungu kynslóðarinnar og ræddi hvort félagsráðgjöf væri leiðarljós eða leiðarendir í hraðri þróun gervigreindar. Liðlega 100 þátttakendur um allt land fylgdust með fundinum, þeirra á meðal um 40 félagsráðgjafanemar sem voru saman komnir í húsnæði Háskóla Íslands og 20 félagráðgjafar á Vesturmiðstöð Reykjavíkurborgar. Áskoranir í starfi félagsráðgjafa Félagsráðgjafar standa frammi fyrir ýmsum áskorunum í daglegu starfi sínu en þar má til dæmis nefna skort á mannafla og álag í starfi. Mikill fjöldi mála og langir biðlistar eru álagsþættir en dæmi eru um að félagsráðgjafar finni fyrir kulnun vegna mikillar streitu og takmarkaðra úrræða. Fjárveitingar til félagsþjónustu eru oft ekki nægjanlegar til að mæta vaxandi þörfum samfélagsins og það er skortur á úrræðum fyrir viðkvæma hópa, t.d. heimilislausa, fólk með geðrænar áskoranir og börn í erfiðum aðstæðum. Hátt húsnæðisverð og skortur á félagslegu húsnæði veldur óöryggi varðandi búsetu sem hefur áhrif á lífsgæði fólks. Félagsráðgjafar vinna með fólki sem á erfitt með að framfleyta sér og einnig með einstaklingum sem þurfa stuðning við andlega heilsu þar sem úrræði heilbrigðiskerfisins eru oft takmörkuð. Aðstoð við flóttafólk og innflytjendur krefst túlkaþjónustu og menningarnæmni. Þá eiga margir innflytjendur erfitt með að komast inn á vinnumarkaðinn eða fá réttindi sín viðurkennd. Félagsráðgjafar vinna með viðkvæmum hópum, þar á meðal börnum sem búa við vanrækslu eða ofbeldi en það getur verið bæði flókið og krefjandi siðferðilega að grípa inn í slík mál. Samþætting þjónustu milli stofnana skiptir miklu máli en samvinna milli félagsþjónustu, heilbrigðiskerfis, lögreglu og menntakerfis getur verið óskýr. Oft þurfa félagsráðgjafar að vinna á mörgum sviðum í einu án nægilegs stuðnings auk þess að laga sig að nýrri tækni, t.d. stafrænum skjalakerfum og gervigreindartólum. Skoða þarf hvernig nota megi tækni til að bæta þjónustu án þess að tapa mannlegri nálgun. Félagsráðgjafar þurfa oft að vera mjög skapandi í lausnaleit sinni en til að takast á við þessar áskoranir þarf bæði pólitíska stefnumótun og umbætur í kerfinu. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag, 18. mars, er Alþjóðadagur félagsráðgjafar þar sem félagsráðgjafar um allan heim taka höndum saman til að fagna deginum og koma á framfæri sameiginlegum skilaboðum. Þema dagsins er að efla samstöðu millikynslóða fyrir varanlega vellíðan sem tengist kjarnanum í fag- og starfsgrein félagsráðgjafar, þ.e. tengsl kynslóða og gildi fjölskyldutengsla og annarra tengsla þvert á aldur og tengslanet. Jákvæð félagsleg tengsl er það sem hjálpar fólki í erfiðleikum, eflir og verndar okkur með kærleika og þakklæti, hjálpar okkur að dafna og verða það besta sem við getum verið. Samstaða milli kynslóða knýr hagkerfi okkar áfram og styður siðferði jafnréttis og miðlunar auðlinda þvert á samfélagið og milli kynslóða. Frá grasrót til gervigreindar Í tilefni af alþjóðadegi félagsráðgjafar stóð Félagsráðgjafafélag Íslands og siðanefnd félagsins fyrir rafrænum fundi undir yfirskriftinni Frá grasrót til gervigreindar þar sem fjórir frummælendur ræddu efnið. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus og klíniskur félagsráðgjafi fjallaði um hvernig félagsráðgjafar mæta framandi áskorunum í rafrænni menningu samtímans hvað varðar kynslóðatengsl og breytta samskiptahætti innan fjölskyldu og utan. Guðrún Helga Sederholm félagsráðgjafi, ræddi gagnahlutdrægni gervigreindar og María Rós Skúladóttir félagsráðgjafi og sérfræðingur á ráðgjafasviði KPMG, var með umræðu um framþróun í félagsráðgjöf. Að lokum kom Nikulás Guðnason meistaranemi í félagsráðgjöf með sjónarhorn ungu kynslóðarinnar og ræddi hvort félagsráðgjöf væri leiðarljós eða leiðarendir í hraðri þróun gervigreindar. Liðlega 100 þátttakendur um allt land fylgdust með fundinum, þeirra á meðal um 40 félagsráðgjafanemar sem voru saman komnir í húsnæði Háskóla Íslands og 20 félagráðgjafar á Vesturmiðstöð Reykjavíkurborgar. Áskoranir í starfi félagsráðgjafa Félagsráðgjafar standa frammi fyrir ýmsum áskorunum í daglegu starfi sínu en þar má til dæmis nefna skort á mannafla og álag í starfi. Mikill fjöldi mála og langir biðlistar eru álagsþættir en dæmi eru um að félagsráðgjafar finni fyrir kulnun vegna mikillar streitu og takmarkaðra úrræða. Fjárveitingar til félagsþjónustu eru oft ekki nægjanlegar til að mæta vaxandi þörfum samfélagsins og það er skortur á úrræðum fyrir viðkvæma hópa, t.d. heimilislausa, fólk með geðrænar áskoranir og börn í erfiðum aðstæðum. Hátt húsnæðisverð og skortur á félagslegu húsnæði veldur óöryggi varðandi búsetu sem hefur áhrif á lífsgæði fólks. Félagsráðgjafar vinna með fólki sem á erfitt með að framfleyta sér og einnig með einstaklingum sem þurfa stuðning við andlega heilsu þar sem úrræði heilbrigðiskerfisins eru oft takmörkuð. Aðstoð við flóttafólk og innflytjendur krefst túlkaþjónustu og menningarnæmni. Þá eiga margir innflytjendur erfitt með að komast inn á vinnumarkaðinn eða fá réttindi sín viðurkennd. Félagsráðgjafar vinna með viðkvæmum hópum, þar á meðal börnum sem búa við vanrækslu eða ofbeldi en það getur verið bæði flókið og krefjandi siðferðilega að grípa inn í slík mál. Samþætting þjónustu milli stofnana skiptir miklu máli en samvinna milli félagsþjónustu, heilbrigðiskerfis, lögreglu og menntakerfis getur verið óskýr. Oft þurfa félagsráðgjafar að vinna á mörgum sviðum í einu án nægilegs stuðnings auk þess að laga sig að nýrri tækni, t.d. stafrænum skjalakerfum og gervigreindartólum. Skoða þarf hvernig nota megi tækni til að bæta þjónustu án þess að tapa mannlegri nálgun. Félagsráðgjafar þurfa oft að vera mjög skapandi í lausnaleit sinni en til að takast á við þessar áskoranir þarf bæði pólitíska stefnumótun og umbætur í kerfinu. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun