Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2025 15:06 Einar Þorsteinn Ólafsson í treyju Hamburg en hann mun skipta yfir ti félagsins í sumar. HSV Hamburg Landsliðsmaðurinn og varnarsérfræðingurinn Einar Þorsteinn Ólafsson hefur samið við þýska handknattleiksfélagið Hamburg um að koma í sumar frá danska félaginu Fredericia. Einar Þorsteinn kom til Fredericia frá Val árið 2022 en hefur ekki náð að festa sig í sessi þar og lýsti pabbi hans, Ólafur Stefánsson, yfir óánægju með þá meðhöndlun sem Einar hefði fengið hjá Guðmundi Guðmundssyni þjálfara liðsins. Sagði Ólafur að Einar þyrfti að finna sér nýtt félag með góðan þjálfara og ná sinni gleði aftur. Og nú er orðið ljóst að Einar fetar í fótspor pabba síns og fer í þýsku deildina í sumar en samningur hans við Hamburg gildir svo til ársins 2027. „Hamburg er fyrsta félagið mitt í Bundesligunni og ég hlakka mikið til því að Bundesligan er auðvitað stærsta og besta deild í heimi,“ segir Einar á heimasíðu Hamburg. Bitter bíður spenntur Einar hefur áður búið í Þýskalandi, í Mannheim, þegar pabbi hans lék með Rhein-Neckar Löwen og þessi 23 ára landsliðsmaður flytur í sumar reynslunni ríkari eftir dvölina í Danmörku. „Þessi ákvörðun var í raun auðveld fyrir mig. Ég vissi ekki hvernig ég átti að láta þegar umboðsmaðurinn sýndi mér tilboðið fyrst – þetta er einfaldlega svo stórt tækifæri. Það er stórt skref að fara í þýsku deildina og ég hlakka mjög mikið til. Ég er gríðarlega stoltur og spenntur að spila fyrir svona stórt félag í framtíðinni, og hver leikur mun hafa mikla þýðingu fyrir mig,“ segir Einar. Johannes Bitter, íþróttastjóri Hamburg og fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands, er sömuleiðis spenntur fyrir komu Íslendingsins í sumar. „Með sína reynslu af að spila í Meistaradeild Evrópu og með íslenska landsliðinu þá kemur Einar með akkúrat það sem við viljum að borðinu. Hann er fjölhæfur varnarmaður sem er fljótur að sjá fyrir hvað gerist og hefur einstaka varnarhæfileika. Hann getur enn bætt líkamlega burði en allt í allt er hann mjög spennandi viðbót við okkar vörn,“ sagði Bitter. Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Einar Þorsteinn kom til Fredericia frá Val árið 2022 en hefur ekki náð að festa sig í sessi þar og lýsti pabbi hans, Ólafur Stefánsson, yfir óánægju með þá meðhöndlun sem Einar hefði fengið hjá Guðmundi Guðmundssyni þjálfara liðsins. Sagði Ólafur að Einar þyrfti að finna sér nýtt félag með góðan þjálfara og ná sinni gleði aftur. Og nú er orðið ljóst að Einar fetar í fótspor pabba síns og fer í þýsku deildina í sumar en samningur hans við Hamburg gildir svo til ársins 2027. „Hamburg er fyrsta félagið mitt í Bundesligunni og ég hlakka mikið til því að Bundesligan er auðvitað stærsta og besta deild í heimi,“ segir Einar á heimasíðu Hamburg. Bitter bíður spenntur Einar hefur áður búið í Þýskalandi, í Mannheim, þegar pabbi hans lék með Rhein-Neckar Löwen og þessi 23 ára landsliðsmaður flytur í sumar reynslunni ríkari eftir dvölina í Danmörku. „Þessi ákvörðun var í raun auðveld fyrir mig. Ég vissi ekki hvernig ég átti að láta þegar umboðsmaðurinn sýndi mér tilboðið fyrst – þetta er einfaldlega svo stórt tækifæri. Það er stórt skref að fara í þýsku deildina og ég hlakka mjög mikið til. Ég er gríðarlega stoltur og spenntur að spila fyrir svona stórt félag í framtíðinni, og hver leikur mun hafa mikla þýðingu fyrir mig,“ segir Einar. Johannes Bitter, íþróttastjóri Hamburg og fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands, er sömuleiðis spenntur fyrir komu Íslendingsins í sumar. „Með sína reynslu af að spila í Meistaradeild Evrópu og með íslenska landsliðinu þá kemur Einar með akkúrat það sem við viljum að borðinu. Hann er fjölhæfur varnarmaður sem er fljótur að sjá fyrir hvað gerist og hefur einstaka varnarhæfileika. Hann getur enn bætt líkamlega burði en allt í allt er hann mjög spennandi viðbót við okkar vörn,“ sagði Bitter.
Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira