Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Jón Þór Stefánsson og Árni Sæberg skrifa 18. mars 2025 14:41 Bolungarvík. Vísir/Vilhelm Sérsveit ríkislögreglustjóra var flogið til Bolungarvíkur fyrr í dag til að aðstoða lögregluna á Vestfjörðum. Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hún veit ekki hvort sérsveitin sé enn að störfum fyrir vestan, og segist ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Málið sé á forræði lögreglunnar á Vestfjörðum. Enginn handtekinn Mbl.is greindi fyrst frá málinu, og hefur eftir Hlyni Hafberg Snorrasyni, yfirlögregluþjóni á Ísafirði, að talið sé að hættuástandi hafi verið afstýrt. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, segist í samtali við Vísi ekki vita til þess að nokkur hafi verið handtekinn í aðgerðum lögreglu. Að öðru leyti geti hann ekki tjáð sig frekar um málið. Von sé á tilkynningu frá lögreglu. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ekki talið tengjast aðgerðum í grunnskólanum Fréttastofa hefur undir höndum tölvupóst frá skólastjóra grunnskólans í Bolungarvík þar sem greint er frá heimsókn tveggja lögreglumanna í skólann. Í honum segir að ekki hafi myndast ógnvænleg aðstaða í skólanum þrátt fyrir „ákveðnar aðstæður“ í bænum. „Með tilliti til bæði pósta og símtala sem við höfum fengið, viljum við fyrirbyggja allan misskilning og upplýsa ykkur um að tveir lögreglumenn komu í skólann í morgun í leit að ákveðnum upplýsingum. Staðan var ekki metin ógnvænleg fyrir neina hér í skólanum þó svo að ákveðnar aðstæður hafi myndast í bænum þegar líða tók á daginn. Okkar viðbrögð hafa tekið mið af ráðleggingum lögreglunnar á Vestfjörðum,“ segir í þessum pósti. Helgi segir að hann telji ekki að vera sérsveitarinnar í Bolungarvík tengist heimsókn lögreglu í grunnskólann með nokkrum hætti, þrátt fyrir að mál geti tengst út og suður í litlum bæjum á borð við Bolungarvík. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Bolungarvík Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hún veit ekki hvort sérsveitin sé enn að störfum fyrir vestan, og segist ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Málið sé á forræði lögreglunnar á Vestfjörðum. Enginn handtekinn Mbl.is greindi fyrst frá málinu, og hefur eftir Hlyni Hafberg Snorrasyni, yfirlögregluþjóni á Ísafirði, að talið sé að hættuástandi hafi verið afstýrt. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, segist í samtali við Vísi ekki vita til þess að nokkur hafi verið handtekinn í aðgerðum lögreglu. Að öðru leyti geti hann ekki tjáð sig frekar um málið. Von sé á tilkynningu frá lögreglu. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ekki talið tengjast aðgerðum í grunnskólanum Fréttastofa hefur undir höndum tölvupóst frá skólastjóra grunnskólans í Bolungarvík þar sem greint er frá heimsókn tveggja lögreglumanna í skólann. Í honum segir að ekki hafi myndast ógnvænleg aðstaða í skólanum þrátt fyrir „ákveðnar aðstæður“ í bænum. „Með tilliti til bæði pósta og símtala sem við höfum fengið, viljum við fyrirbyggja allan misskilning og upplýsa ykkur um að tveir lögreglumenn komu í skólann í morgun í leit að ákveðnum upplýsingum. Staðan var ekki metin ógnvænleg fyrir neina hér í skólanum þó svo að ákveðnar aðstæður hafi myndast í bænum þegar líða tók á daginn. Okkar viðbrögð hafa tekið mið af ráðleggingum lögreglunnar á Vestfjörðum,“ segir í þessum pósti. Helgi segir að hann telji ekki að vera sérsveitarinnar í Bolungarvík tengist heimsókn lögreglu í grunnskólann með nokkrum hætti, þrátt fyrir að mál geti tengst út og suður í litlum bæjum á borð við Bolungarvík. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Bolungarvík Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira