„Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2025 17:17 Leikmenn Arda minntust fallins félaga sem reyndist svo bara vera lifandi. PFC Arda „Eftir að hafa heyrt þessar skelfilegu fréttir þá hellti ég mér í lítið glas af brandí,“ segir Petko Ganchev, fyrrverandi fótboltamaðurinn sem sagður var látinn í búlgörsku sjónvarpi en reyndist sprelllifandi. Ganchev er 78 ára gamall en svo sannarlega ekki dáinn og var á leið heim að horfa á leik síns gamla liðs Arda Kardzhali við Levski Sofia, í búlgörsku úrvalsdeildinni, þegar síminn byrjaði að rauðglóa. Það hafði nefnilega verið einnar mínútu þögn fyrir leikinn þar sem Ganchev var minnst og stóðu leikmenn liðanna hnípnir saman við miðjuhringinn áður en leikurinn hófst. Leikurinn var auk þess sýndur í sjónvarpi. „Ég lagði fyrir framan húsið mitt, kom inn í garðinn og þar tók eiginkona mín á móti mér grátandi og kallandi: „Petko, Petko, þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn!“ Ég skildi ekkert í því um hvað hún var að tala eða hvað hefði gerst. Síðan hringdu tveir vinir mínir í mig. Það fylgdir því ansi mikill taugatitringur að vera grafinn svona lifandi,“ sagði Ganchev við búlgarska miðilinn BLITZ og gat þrátt fyrir allt séð spaugilegu hliðina á málinu. Hann áttaði sig svo betur á því hvað hefði gerst og lét vita af því á Facebook-síðu Arda að félagið hefði greinilega fengið rangar upplýsingar. Ganchev, sem lék með Arda í fimm ár, fékk svo símtal frá íþróttastjóra félagsins sem bað hann afsökunar. „Sjáið til, svona lagað getur gerst en þetta var alls ekki auðvelt. Það er eðlilegt að orðrómar fari af stað í svona bæ en þetta var tilkynnt fyrir alla fótboltaáhorfendur í Búlgaríu. Það hringdu svo margir í mig – ættingjar, vinir, kunningjar og jafnvel ekkert svo miklir kunningjar. Þetta var óskemmtilegt en við verðum að halda í jákvæðnina,“ sagði Ganchev. Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Sjá meira
Ganchev er 78 ára gamall en svo sannarlega ekki dáinn og var á leið heim að horfa á leik síns gamla liðs Arda Kardzhali við Levski Sofia, í búlgörsku úrvalsdeildinni, þegar síminn byrjaði að rauðglóa. Það hafði nefnilega verið einnar mínútu þögn fyrir leikinn þar sem Ganchev var minnst og stóðu leikmenn liðanna hnípnir saman við miðjuhringinn áður en leikurinn hófst. Leikurinn var auk þess sýndur í sjónvarpi. „Ég lagði fyrir framan húsið mitt, kom inn í garðinn og þar tók eiginkona mín á móti mér grátandi og kallandi: „Petko, Petko, þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn!“ Ég skildi ekkert í því um hvað hún var að tala eða hvað hefði gerst. Síðan hringdu tveir vinir mínir í mig. Það fylgdir því ansi mikill taugatitringur að vera grafinn svona lifandi,“ sagði Ganchev við búlgarska miðilinn BLITZ og gat þrátt fyrir allt séð spaugilegu hliðina á málinu. Hann áttaði sig svo betur á því hvað hefði gerst og lét vita af því á Facebook-síðu Arda að félagið hefði greinilega fengið rangar upplýsingar. Ganchev, sem lék með Arda í fimm ár, fékk svo símtal frá íþróttastjóra félagsins sem bað hann afsökunar. „Sjáið til, svona lagað getur gerst en þetta var alls ekki auðvelt. Það er eðlilegt að orðrómar fari af stað í svona bæ en þetta var tilkynnt fyrir alla fótboltaáhorfendur í Búlgaríu. Það hringdu svo margir í mig – ættingjar, vinir, kunningjar og jafnvel ekkert svo miklir kunningjar. Þetta var óskemmtilegt en við verðum að halda í jákvæðnina,“ sagði Ganchev.
Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó