Má bera eiganda Gríska hússins út Jón Þór Stefánsson skrifar 18. mars 2025 11:30 Frá aðgerðum lögreglu í Gríska húsinu síðasta sumar. Vísir/Sigurjón Leigusali húsnæðis á Laugavegi má bera út eiganda veitingastaðarins Gríska hússins en staðurinn hefur verið til húsa í umræddu húsnæði um nokkurra ára skeið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu og hefur Landsréttur staðfest hana. Lögreglan gerði húsleit í Gríska húsinu í umfangsmiklum aðgerðum ásamt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Skattinum, Tollstjóra, og fleirum þann 13. júní á síðasta ári. En í kjölfarið var staðnum lokað, en hann opnaði aftur nokkru síðar. Aðgerðir lögreglu voru vegna gruns um fíkniefnabrot og mansal. Fram kemur að sú rannsókn standi enn yfir. Við húsleitina fundust tveir menn sem voru sofandi í kjallara hússins, og voru persónulegir munir þeirra innan um matvæli. Áður hefur verið greint frá því að annar þessara tveggja manna hafi sagt í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hafi verið látinn vinna sjö daga í hverri viku, stundum þrjátíu daga í mánuði. Rýrir verðmæti eignarinnar Leigusalinn sagði að vegna rannsóknar lögreglu ætti hann rétt á að rifta leigusamningnum. Grunur um þessa refsiverða háttsemi væri til þess fallin að valda leigusalanum verulegum álitshnekki, og rýra verðmæti eignarinnar verulega. Ekkert salerni né neyðarútgangur Eigandi Gríska hússins benti hins vegar á að hann hefði ekki verið dæmdur fyrir neitt, og sagði leigusalan því ekki eiga rétt á að rifta samningnum. Í greinargerð eigandans er leigusalinn gagnrýndur vegna framkvæmda sem hann hafi staðið í, á húsinu. Vegna þeirra hefðu starfsmenn staðarins ekki haft aðgang að salerni í tæp tvö ár, og þá hefði neyðarútgangur af veitingastaðnum verið fjarlægður, en hann hafi steypt upp í hurðargat þar sem hann var. Fær að bera allt út Héraðsdómur féllst á kröfu leigusalans, sem gefur honum heimild til að fá eigandann borinn út úr fasteigninni með beinni aðfarargerð ásamt öllu sem honum tilheyrir. Dómurinn komst að þessari niðurstöðu þar sem hann taldi sannað að tveir menn hefðu búið í húsnæðinu. Með því hafi ákvæði leigusamningsins verið brotin. Líkt og áður staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms. Dómsmál Veitingastaðir Reykjavík Mansal Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Lögreglan gerði húsleit í Gríska húsinu í umfangsmiklum aðgerðum ásamt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Skattinum, Tollstjóra, og fleirum þann 13. júní á síðasta ári. En í kjölfarið var staðnum lokað, en hann opnaði aftur nokkru síðar. Aðgerðir lögreglu voru vegna gruns um fíkniefnabrot og mansal. Fram kemur að sú rannsókn standi enn yfir. Við húsleitina fundust tveir menn sem voru sofandi í kjallara hússins, og voru persónulegir munir þeirra innan um matvæli. Áður hefur verið greint frá því að annar þessara tveggja manna hafi sagt í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hafi verið látinn vinna sjö daga í hverri viku, stundum þrjátíu daga í mánuði. Rýrir verðmæti eignarinnar Leigusalinn sagði að vegna rannsóknar lögreglu ætti hann rétt á að rifta leigusamningnum. Grunur um þessa refsiverða háttsemi væri til þess fallin að valda leigusalanum verulegum álitshnekki, og rýra verðmæti eignarinnar verulega. Ekkert salerni né neyðarútgangur Eigandi Gríska hússins benti hins vegar á að hann hefði ekki verið dæmdur fyrir neitt, og sagði leigusalan því ekki eiga rétt á að rifta samningnum. Í greinargerð eigandans er leigusalinn gagnrýndur vegna framkvæmda sem hann hafi staðið í, á húsinu. Vegna þeirra hefðu starfsmenn staðarins ekki haft aðgang að salerni í tæp tvö ár, og þá hefði neyðarútgangur af veitingastaðnum verið fjarlægður, en hann hafi steypt upp í hurðargat þar sem hann var. Fær að bera allt út Héraðsdómur féllst á kröfu leigusalans, sem gefur honum heimild til að fá eigandann borinn út úr fasteigninni með beinni aðfarargerð ásamt öllu sem honum tilheyrir. Dómurinn komst að þessari niðurstöðu þar sem hann taldi sannað að tveir menn hefðu búið í húsnæðinu. Með því hafi ákvæði leigusamningsins verið brotin. Líkt og áður staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms.
Dómsmál Veitingastaðir Reykjavík Mansal Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira