Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2025 13:02 Emil Nielsen kastar sér á eftir boltanum á Ólympíuleikunum í París í fyrra, þar sem Danir unnu gull. AP/Aaron Favila Kosning stendur yfir á vegum Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, um besta handboltafólk ársins 2024. Danir furða sig á því að markvörðurinn magnaði Emil Nielsen skuli ekki vera tilnefndur og kenna pólitík um. Nielsen var stórkostlegur á síðasta ári og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu með Barcelona og Ólympíuleikana með danska landsliðinu. Þá var hann í liði Dana sem vann silfur á EM í fyrra og fór á kostum á HM í janúar síðastliðnum en það mót gildir hins vegar ekki í kosningunni nú því aðeins er horft til afreka ársins 2024. Danir eiga einn fulltrúa á meðal þeirra þriggja sem tilnefndir eru sem besti handboltakarl ársins en það er auðvitað örvhenta skyttan Mathias Gidsel. Hinir eru Spánverjinn Alex Dujshebaev og þýski markvörðurinn Andreas Wolff. Emil Nielsen vann Meistaradeild Evrópu með Barcelona á síðustu leiktíð.EPA-EFE/MOHAMED HOSSAM Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þetta er sérfræðingurinn og Íslandsvinurinn Bent Nyegaard. „Þetta meikar ekkert sens. Gidsel er augljóslega þarna og ég skil pólitíkina í því að tilnefna ekki þrjá Dani en nú er staðan samt þannig að Danmörk er langt á undan öðrum þjóðum,“ sagði Nyegaard við TV 2. Landsliðsmaðurinn Lukas Jörgensen hefur nú tekið undir í samtali við Ekstra Bladet: „Ég botna ekki heldur í þessu. Mér finnst það mjög merkilegt að Emil sé ekki þarna,“ sagði Jörgensen. Landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen hefur einnig tekið í sama streng en telur næsta víst að Gidsel verði fyrir valinu: „Ég verð mjög hissa ef hann vinnur ekki. Mér finnst hann hafa verið í sérklassa. Svo má alveg ræða það hvort það ættu ekki að vera einn eða tveir Danir með honum á listanum. Það er ákveðin pólitík í þessu,“ sagði Jacobsen. Þó ber að geta þess að á meðal þeirra sem tilnefndar eru sem handboltakona ársins eru tvær úr Ólympíu- og Evrópumeistaraliði Noregs frá síðasta ári. Henny Reistad, Kari Brattset Dale og hin franska Estelle Nze Minko eru tilnefndar þar. Það er hins vegar ljóst að Jacobsen og fleiri hefðu viljað sjá Nielsen og jafnvel Simon Pytlick á meðal hinna þriggja sem tilnefndir voru karlamegin. „Það væri líka of mikið að hafa þrjá Dani til að velja á milli en nú verður þetta að hafa sinn gang. En ég held að enginn hefði hrist hausinn þó að annar þeirra [Nielsen og Pytlick] hefði líka fengið tilnefningu,“ sagði Jacobsen. Hægt er að kjósa um besta handboltafólkið á heimasíðu IHF. Kosningunni lýkur næsta mánudag. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Fleiri fréttir Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Sjá meira
Nielsen var stórkostlegur á síðasta ári og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu með Barcelona og Ólympíuleikana með danska landsliðinu. Þá var hann í liði Dana sem vann silfur á EM í fyrra og fór á kostum á HM í janúar síðastliðnum en það mót gildir hins vegar ekki í kosningunni nú því aðeins er horft til afreka ársins 2024. Danir eiga einn fulltrúa á meðal þeirra þriggja sem tilnefndir eru sem besti handboltakarl ársins en það er auðvitað örvhenta skyttan Mathias Gidsel. Hinir eru Spánverjinn Alex Dujshebaev og þýski markvörðurinn Andreas Wolff. Emil Nielsen vann Meistaradeild Evrópu með Barcelona á síðustu leiktíð.EPA-EFE/MOHAMED HOSSAM Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þetta er sérfræðingurinn og Íslandsvinurinn Bent Nyegaard. „Þetta meikar ekkert sens. Gidsel er augljóslega þarna og ég skil pólitíkina í því að tilnefna ekki þrjá Dani en nú er staðan samt þannig að Danmörk er langt á undan öðrum þjóðum,“ sagði Nyegaard við TV 2. Landsliðsmaðurinn Lukas Jörgensen hefur nú tekið undir í samtali við Ekstra Bladet: „Ég botna ekki heldur í þessu. Mér finnst það mjög merkilegt að Emil sé ekki þarna,“ sagði Jörgensen. Landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen hefur einnig tekið í sama streng en telur næsta víst að Gidsel verði fyrir valinu: „Ég verð mjög hissa ef hann vinnur ekki. Mér finnst hann hafa verið í sérklassa. Svo má alveg ræða það hvort það ættu ekki að vera einn eða tveir Danir með honum á listanum. Það er ákveðin pólitík í þessu,“ sagði Jacobsen. Þó ber að geta þess að á meðal þeirra sem tilnefndar eru sem handboltakona ársins eru tvær úr Ólympíu- og Evrópumeistaraliði Noregs frá síðasta ári. Henny Reistad, Kari Brattset Dale og hin franska Estelle Nze Minko eru tilnefndar þar. Það er hins vegar ljóst að Jacobsen og fleiri hefðu viljað sjá Nielsen og jafnvel Simon Pytlick á meðal hinna þriggja sem tilnefndir voru karlamegin. „Það væri líka of mikið að hafa þrjá Dani til að velja á milli en nú verður þetta að hafa sinn gang. En ég held að enginn hefði hrist hausinn þó að annar þeirra [Nielsen og Pytlick] hefði líka fengið tilnefningu,“ sagði Jacobsen. Hægt er að kjósa um besta handboltafólkið á heimasíðu IHF. Kosningunni lýkur næsta mánudag.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Fleiri fréttir Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Sjá meira