Brynjólfur Bjarnason er látinn Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2025 08:29 Brynjólfur Bjarnason lést á heimili sínu síðastliðinn sunnudag. Brynjólfur Bjarnason forstjóri er látinn, 78 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu að Nýhöfn í Garðabæ síðastliðinn sunnudag. Brynjólfur átti langan feril í viðskiptalífinu á Íslandi og gegndi meðal annars stöðu framkvæmdastjóra Granda, forstjóra Símans og stjórnarformanns Arion banka. Brynjólfur fæddist í Reykjavík 18. júlí 1946. Foreldrar hans voru Kristjana Brynjólfsdóttir húsfreyja í Reykjavík (f. 1923, d. 2000) og Bjarni Björnsson forstjóri í Reykjavík (f. 1920, d. 2001). Í tilkynningu frá fjölskyldu Brynjólfs segir að hann hafi alist upp í Hlíðunum í góðu atlæti foreldra sinna á fallegu menningarheimili ásamt þremur fjörugum bræðrum. „Brynjólfur gekk í Austurbæjarskóla og í Verslunarskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist sem stúdent árið 1967. Hann útskrifaðist með cand.oecon.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1971 og MBA-gráðu frá University of Minnesota árið 1973. Á árunum 1973–1976 var hann forstöðumaður hagdeildar Vinnuveitendasambands Íslands (nú Samtök atvinnulífsins). Hann var framkvæmdastjóri Almenna Bókafélagsins AB frá 1976–1983, og árið 1984 tók hann við starfi framkvæmdastjóra sjávarútvegsfyrirtækisins Granda og gegndi því til ársins 2002. Þar leiddi hann umbreytingu fyrirtækisins og einkavæðingu. Á árunum 2002–2010 var hann forstjóri fjarskiptafélagsinna Símans/Skipta, og stýrði þar einkavæðingu Landsíma Íslands í Símann árið 2005. Árið 2012 tók hann við starfi framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands og gegndi því til ársins 2014. Hann var í stjórn Arion banka frá 2014-2024 og var stjórnarformaður bankans á árunum 2019-2024. Brynjólfur sat í gegnum árin í stjórnum fjölmargra fyrirtækja í sjávarútvegi s.s Icelandic, Coldwater seafood, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, LÍÚ, Hraðfrystihúss Eskifjarðar/Eskju, Hraðfrystihúsið Gunnvör Ísafirði, Ísfélags Vestmannaeyja, Þormóðs-Ramma Siglufirði, Faxamjöli, Faxmarkaðarins, stjórnarformaður Hafrannsóknastofnunar, Friosur S.A. Chile, Pesquera Siglo Mexico, og Bakkavör Group o.fl. Hann hefur einnig setið í stjórnum fjarskipafélaga s.s Símans, Mílu, Skjá Miðla og Farice, - í stjórnum félaga á fjármálamarkaði s.s. Arion banka, Íslandsbanka, Iðnaðarbanka, Almenna lífeyrissjóðsins, Þróunarfélagi Íslands, Valitor og MarInvest, - sem og í stjórnum ýmissa fyrirtækja í iðnaðarstarfsemi s.s ISAL/Rio Tinto, Invent Farma, Promens, Sindra Stál, Álafoss og verksmiðjunnar Dúks sem var fyrirtæki föður hans. Auk þessa hefur Brynjólfur setið í stjórnum margra menningarstofnana og félagasamtaka s.s. Reykjavík Menningarborg Evrópu árið 2000, AB bókaútgáfu, í launasjóði rithöfunda, Leikritunarsjóði Leikfélags Reykjavíkur, Menningarsjóði útvarpsstöðvanna, Félags íslenskra bókaútgefanda o.fl. Brynjólfur var um árabil ræðismaður Chile á Íslandi og hlaut árið 2008 heiðursorðu „Chilean Order al Merito.“ Hann var sæmdur riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar RÍF árið 1994 Eftirlifandi eiginkona Brynjólfs er Þorbjörg Kristín Jónsdóttir rekstrarhagfræðingur, f. 1962, þau giftu sig 1993. Börn þeirra eru Brynjólfur Jón og Helena Kristín. Börn Brynjólfs með fyrri eiginkonu, Kristínu Thors, (þau skildu 1990), og stjúpbörn Þorbjargar, eru Birgir Örn, Kristjana, Helga Birna og Bjarni. Uppeldisdóttir Brynjólfs og Þorbjargar er Sandra Yildiz Castillo Calle. Barnabörnin eru 11 og barnabarnabörnin 2.“ Andlát Síminn Arion banki Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Brynjólfur fæddist í Reykjavík 18. júlí 1946. Foreldrar hans voru Kristjana Brynjólfsdóttir húsfreyja í Reykjavík (f. 1923, d. 2000) og Bjarni Björnsson forstjóri í Reykjavík (f. 1920, d. 2001). Í tilkynningu frá fjölskyldu Brynjólfs segir að hann hafi alist upp í Hlíðunum í góðu atlæti foreldra sinna á fallegu menningarheimili ásamt þremur fjörugum bræðrum. „Brynjólfur gekk í Austurbæjarskóla og í Verslunarskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist sem stúdent árið 1967. Hann útskrifaðist með cand.oecon.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1971 og MBA-gráðu frá University of Minnesota árið 1973. Á árunum 1973–1976 var hann forstöðumaður hagdeildar Vinnuveitendasambands Íslands (nú Samtök atvinnulífsins). Hann var framkvæmdastjóri Almenna Bókafélagsins AB frá 1976–1983, og árið 1984 tók hann við starfi framkvæmdastjóra sjávarútvegsfyrirtækisins Granda og gegndi því til ársins 2002. Þar leiddi hann umbreytingu fyrirtækisins og einkavæðingu. Á árunum 2002–2010 var hann forstjóri fjarskiptafélagsinna Símans/Skipta, og stýrði þar einkavæðingu Landsíma Íslands í Símann árið 2005. Árið 2012 tók hann við starfi framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands og gegndi því til ársins 2014. Hann var í stjórn Arion banka frá 2014-2024 og var stjórnarformaður bankans á árunum 2019-2024. Brynjólfur sat í gegnum árin í stjórnum fjölmargra fyrirtækja í sjávarútvegi s.s Icelandic, Coldwater seafood, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, LÍÚ, Hraðfrystihúss Eskifjarðar/Eskju, Hraðfrystihúsið Gunnvör Ísafirði, Ísfélags Vestmannaeyja, Þormóðs-Ramma Siglufirði, Faxamjöli, Faxmarkaðarins, stjórnarformaður Hafrannsóknastofnunar, Friosur S.A. Chile, Pesquera Siglo Mexico, og Bakkavör Group o.fl. Hann hefur einnig setið í stjórnum fjarskipafélaga s.s Símans, Mílu, Skjá Miðla og Farice, - í stjórnum félaga á fjármálamarkaði s.s. Arion banka, Íslandsbanka, Iðnaðarbanka, Almenna lífeyrissjóðsins, Þróunarfélagi Íslands, Valitor og MarInvest, - sem og í stjórnum ýmissa fyrirtækja í iðnaðarstarfsemi s.s ISAL/Rio Tinto, Invent Farma, Promens, Sindra Stál, Álafoss og verksmiðjunnar Dúks sem var fyrirtæki föður hans. Auk þessa hefur Brynjólfur setið í stjórnum margra menningarstofnana og félagasamtaka s.s. Reykjavík Menningarborg Evrópu árið 2000, AB bókaútgáfu, í launasjóði rithöfunda, Leikritunarsjóði Leikfélags Reykjavíkur, Menningarsjóði útvarpsstöðvanna, Félags íslenskra bókaútgefanda o.fl. Brynjólfur var um árabil ræðismaður Chile á Íslandi og hlaut árið 2008 heiðursorðu „Chilean Order al Merito.“ Hann var sæmdur riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar RÍF árið 1994 Eftirlifandi eiginkona Brynjólfs er Þorbjörg Kristín Jónsdóttir rekstrarhagfræðingur, f. 1962, þau giftu sig 1993. Börn þeirra eru Brynjólfur Jón og Helena Kristín. Börn Brynjólfs með fyrri eiginkonu, Kristínu Thors, (þau skildu 1990), og stjúpbörn Þorbjargar, eru Birgir Örn, Kristjana, Helga Birna og Bjarni. Uppeldisdóttir Brynjólfs og Þorbjargar er Sandra Yildiz Castillo Calle. Barnabörnin eru 11 og barnabarnabörnin 2.“
Andlát Síminn Arion banki Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira