Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2025 07:31 Halldór B. Jónsson var Framari í húð og hár og hélt áfram að styðja við sitt félag þegar hann féll frá í fyrra. Samsett/Fram/Diego Utanaðkomandi styrkir til knattspyrnudeildar Fram voru rúmlega 143 milljónum króna hærri í fyrr en árið 2023. Þar spilar inn í veglegur arfur sem deildin fékk. Halldór B. Jónsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Fram og fyrrum varaformaður KSÍ, lést 9. júlí í fyrra eftir veikindi, þá 75 ára gamall. Guðmundur Torfason, núverandi formaður knattspyrnudeildar Fram, staðfesti í samtali við Vísi að Halldór hefði haft sitt kæra félag í erfðaskránni og að um „dágóða upphæð“ væri að ræða. Guðmundur kvaðst hins vegar bundinn trúnaði varðandi nákvæma tölu. Ljóst er að arfurinn hefur þó áhrif á það að svokallaðir „aðrir styrkir“ í ársreikningi Fram voru tæplega 176,8 milljónir króna í fyrra samanborið við 33,4 milljónir 2023. Heiðursfélagi og formaður á gullskeiði Framarar minntust Halldórs fyrir viðureign Fram og KR í Bestu deild karla síðasta sumar þegar liðin mættust á heimavelli Fram í Úlfarsárdal. Þegar hann hafði heilsu til var Halldór fastagestur á heimaleikjum Framara. Halldór var gerður að heiðursfélaga Fram á 100 ára afmæli félagsins árið 2008 en hann var mikill drifkraftur á bakvið gríðarmikla velgengni Framara á níunda áratug síðustu aldar. Hann tók við formennsku knattspyrnudeildarinnar árið 1981. „Halldór og stjórnarmenn hans í Fram lögðu mikla áhersla að styrkja meistaraflokk Fram, sem varð mjög sigursæll undir stjórn Ásgeirs Elíassonar þjálfara en liðið vann 15 bikara á sjö árum. Meðal annars varð félagið Íslandsmeistari þrisvar sinnum og bikarmeistari jafnoft,“ segir á heimasíðu Fram í grein um andlát Halldórs. Síðar varð Halldór varaformaður KSÍ og sá mikið um innra starf innan Knattspyrnusambands Íslands. Hann var til mynda formaður mótanefndar og formaður dómaranefndar til margra ára. Halldór var sæmdur heiðurskrossi KSÍ, sem er æðsta heiðursmerki sambandsins. Úr örlitlu tapi í 75 milljóna hagnað Arfurinn frá Halldóri nýtist Frömurum vel, meðal annars til að mæta hækkandi launakostnaði en samkvæmt ársreikningi hækkuðu laun og launatengd gjöld um tæpar fjörutíu milljónir á milli ára og voru 163,9 milljónir króna í fyrra. Tekjur af félagaskiptum voru í fyrra 7,4 milljónir samanborið við 27,6 milljónir árið 2023 og tekjur af miðasölu hækkuðu lítillega og voru rúmlega 19,1 milljón. Alls nam hagnaður síðasta árs 74,7 milljónum króna eftir hálfrar milljónar króna tap árið 2023. Heildareignir félagsins námu í árslok 114,1 milljón og eigið fé 77,9 milljónum. Besta deild karla Fram Tengdar fréttir Stuðningsmaður arfleiddi Blika að 200 milljónum króna Stuðningsmaður Breiðabliks arfleiddi knattspyrnudeild félagsins að nærri 200 milljónum króna á árinu. Félagið gerir ekki ráð fyrir að nýta peninginn í beinan rekstur deildarinnar. 1. janúar 2023 19:31 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Halldór B. Jónsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Fram og fyrrum varaformaður KSÍ, lést 9. júlí í fyrra eftir veikindi, þá 75 ára gamall. Guðmundur Torfason, núverandi formaður knattspyrnudeildar Fram, staðfesti í samtali við Vísi að Halldór hefði haft sitt kæra félag í erfðaskránni og að um „dágóða upphæð“ væri að ræða. Guðmundur kvaðst hins vegar bundinn trúnaði varðandi nákvæma tölu. Ljóst er að arfurinn hefur þó áhrif á það að svokallaðir „aðrir styrkir“ í ársreikningi Fram voru tæplega 176,8 milljónir króna í fyrra samanborið við 33,4 milljónir 2023. Heiðursfélagi og formaður á gullskeiði Framarar minntust Halldórs fyrir viðureign Fram og KR í Bestu deild karla síðasta sumar þegar liðin mættust á heimavelli Fram í Úlfarsárdal. Þegar hann hafði heilsu til var Halldór fastagestur á heimaleikjum Framara. Halldór var gerður að heiðursfélaga Fram á 100 ára afmæli félagsins árið 2008 en hann var mikill drifkraftur á bakvið gríðarmikla velgengni Framara á níunda áratug síðustu aldar. Hann tók við formennsku knattspyrnudeildarinnar árið 1981. „Halldór og stjórnarmenn hans í Fram lögðu mikla áhersla að styrkja meistaraflokk Fram, sem varð mjög sigursæll undir stjórn Ásgeirs Elíassonar þjálfara en liðið vann 15 bikara á sjö árum. Meðal annars varð félagið Íslandsmeistari þrisvar sinnum og bikarmeistari jafnoft,“ segir á heimasíðu Fram í grein um andlát Halldórs. Síðar varð Halldór varaformaður KSÍ og sá mikið um innra starf innan Knattspyrnusambands Íslands. Hann var til mynda formaður mótanefndar og formaður dómaranefndar til margra ára. Halldór var sæmdur heiðurskrossi KSÍ, sem er æðsta heiðursmerki sambandsins. Úr örlitlu tapi í 75 milljóna hagnað Arfurinn frá Halldóri nýtist Frömurum vel, meðal annars til að mæta hækkandi launakostnaði en samkvæmt ársreikningi hækkuðu laun og launatengd gjöld um tæpar fjörutíu milljónir á milli ára og voru 163,9 milljónir króna í fyrra. Tekjur af félagaskiptum voru í fyrra 7,4 milljónir samanborið við 27,6 milljónir árið 2023 og tekjur af miðasölu hækkuðu lítillega og voru rúmlega 19,1 milljón. Alls nam hagnaður síðasta árs 74,7 milljónum króna eftir hálfrar milljónar króna tap árið 2023. Heildareignir félagsins námu í árslok 114,1 milljón og eigið fé 77,9 milljónum.
Besta deild karla Fram Tengdar fréttir Stuðningsmaður arfleiddi Blika að 200 milljónum króna Stuðningsmaður Breiðabliks arfleiddi knattspyrnudeild félagsins að nærri 200 milljónum króna á árinu. Félagið gerir ekki ráð fyrir að nýta peninginn í beinan rekstur deildarinnar. 1. janúar 2023 19:31 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Stuðningsmaður arfleiddi Blika að 200 milljónum króna Stuðningsmaður Breiðabliks arfleiddi knattspyrnudeild félagsins að nærri 200 milljónum króna á árinu. Félagið gerir ekki ráð fyrir að nýta peninginn í beinan rekstur deildarinnar. 1. janúar 2023 19:31