„Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. mars 2025 23:36 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir verið að taka skref í átt að nýju fangelsi að Stóra-Hrauni. Vísir/Einar Dómsmálaráðherra segir að verið sé að stíga skref í dómsmálaráðuneytinu sem miða að því að byggja nýtt fangelsi á Stóra-Hrauni. Því „ófremdarástandi sem teiknaðist upp á vakt Sjálfstæðisflokksins“ muni þá ljúka. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var spurð í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag hvort ekki stæði til að halda áfram með uppbyggingu fangelsisins á Stóra-Hrauni sem Framkvæmdasýsla ríkiseigna hefur lagt grunninn að. Það var Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins, sem spurði og sagði að þegar væri búið að gera ráð fyrir uppbyggingu nýs fangelsis í fjármálaáætlun. Nýtt fangelsi straumhvörf í íslensku fullnustukerfi Fangelsið nýja yrði að sögn Guðrúnar að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og fangavarða og gæti hýst allt að hundrað fanga jafnframt sem mögulegt væri að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. Hún segir að fullyrða megi að uppbygging fangelsis á Stóra-Hrauni muni valda straumhvörfum í íslensku fullnustukerfi. Fangelsismál vanrækt Þorbjörg segir í svari sínu við fyrirspurn Guðrúnar að fangelsismálin hefðu verið vanrækt á tíma Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu. „Staðreyndin er sú að fangelsismálin, rétt eins og löggæslan í landinu og margir grundvallarmálaflokkar; grunnþjónustan í landinu, frumskylda ríkisins, mættu afgangi. Þeir mættu afgangi vegna þess að útlendingamálin tóku allan tíma síðustu ríkisstjórnar. Staðan var svo slæm í íslensku samhengi að dómar, jafnvel í alvarlegum sakamálum, fyrndust,“ segir hún. Dökk skýrsla Ríkisendurskoðunar Hún bendir jafnframt á „dökka skýrslu“ frá Ríkisendurskoðun sem sýni fram á það að menn hafi verið dæmdir fyrir alvarleg ofbeldis- og kynferðisbrot en voru ekki kallaðir til afplánunar dóma þeirra vegna þess að fangelsismálin hafi verið í slíkum ólestri í mörg ár. „Ég held að ég sé búin að vera í embætti núna í einhverjar sjö, átta vikur og er farin að skoða fangelsismálin og forveri minn í dómsmálaráðuneytinu þarf ekki að hafa áhyggjur af því að uppbygging þar sé ekki áfram í kortunum,“ segir Þorbjörg. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var spurð í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag hvort ekki stæði til að halda áfram með uppbyggingu fangelsisins á Stóra-Hrauni sem Framkvæmdasýsla ríkiseigna hefur lagt grunninn að. Það var Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins, sem spurði og sagði að þegar væri búið að gera ráð fyrir uppbyggingu nýs fangelsis í fjármálaáætlun. Nýtt fangelsi straumhvörf í íslensku fullnustukerfi Fangelsið nýja yrði að sögn Guðrúnar að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og fangavarða og gæti hýst allt að hundrað fanga jafnframt sem mögulegt væri að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. Hún segir að fullyrða megi að uppbygging fangelsis á Stóra-Hrauni muni valda straumhvörfum í íslensku fullnustukerfi. Fangelsismál vanrækt Þorbjörg segir í svari sínu við fyrirspurn Guðrúnar að fangelsismálin hefðu verið vanrækt á tíma Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu. „Staðreyndin er sú að fangelsismálin, rétt eins og löggæslan í landinu og margir grundvallarmálaflokkar; grunnþjónustan í landinu, frumskylda ríkisins, mættu afgangi. Þeir mættu afgangi vegna þess að útlendingamálin tóku allan tíma síðustu ríkisstjórnar. Staðan var svo slæm í íslensku samhengi að dómar, jafnvel í alvarlegum sakamálum, fyrndust,“ segir hún. Dökk skýrsla Ríkisendurskoðunar Hún bendir jafnframt á „dökka skýrslu“ frá Ríkisendurskoðun sem sýni fram á það að menn hafi verið dæmdir fyrir alvarleg ofbeldis- og kynferðisbrot en voru ekki kallaðir til afplánunar dóma þeirra vegna þess að fangelsismálin hafi verið í slíkum ólestri í mörg ár. „Ég held að ég sé búin að vera í embætti núna í einhverjar sjö, átta vikur og er farin að skoða fangelsismálin og forveri minn í dómsmálaráðuneytinu þarf ekki að hafa áhyggjur af því að uppbygging þar sé ekki áfram í kortunum,“ segir Þorbjörg.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira