Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. mars 2025 20:01 Efling stéttarfélag, ásamt Alþýðusambandi Íslands og Starfsgreinasambandinu, hafa lagt fram kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs fyrirtækja á veitingamarkaði. Vísir ASÍ, Efling og SGS kvörtuðu í dag til Samkeppniseftirlitins vegna meintra samkeppnislagabrota fyrirtækja á veitingamarkaði. Þau halda því fram að SVEIT hafi stofnað gervistéttarfélag til að veikja kjör launafólks og samið svo við það. Eftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar. Formaður Eflingar segir um að ræða eitt alvarlegasta mál sinnar tegundar. Verkalýðsforystan sendi í dag kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þar sem því er haldið fram að Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) og aðildarfélög þess hafi gert ólöglegan kjarasamning við Virðingu, sem sé í raun gervistéttarfélag. Virðing sé undir stjórn sjálfra veitingafyrirtækjanna og því feli kjarasamningurinn í sér samráð um launakjör sem samsvari brotum á samkeppnislögum. Eitt alvarlegasta mál sem hefur komið upp Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir málið eitt það alvarlegasta sem hefur komið inn á borð stéttarfélagsins. „Við höfum auðvitað áður þurft að takast á við gul stéttarfélög. Þarna er hins vegar um stærra og alvarlegra mál en áður hefur komið upp. Atvinnurekendur ákveða þarna sjálfir að stofna gerivistéttarfélag og útbúa svo í gegnum það kjarasamning við launafólk sitt sem er verri en sá sem samið var um á almennum vinnumarkaði,“ segir Sólveig. Sólveig segir að lögmenn verkalýðsfélaganna telji um ólöglegt samráð að ræða og því hafi verið ákveðið að kvarta til Samkeppniseftirlitsins. Engar upplýsingar um félagsmenn Virðing stéttarfélagið sem um ræðir er samkvæmt heimasíðu opið öllum sem starfa á veitinga-og gistimarkaði. Félagið var stofnað í september á síðasta ári. Forsvarsmenn Virðingar höfnuðu viðtali við fréttastofu vegna málsins í dag en sögðu að von væri á tilkynningu frá stjórn félagsins. Ekki var unnt að fá upplýsingar um hversu félagsmenn margir eru í Virðingu. Á heimasíðu SVEIT kemur fram að aðildarfélagar hafi samþykkt kjarasamning við Virðingu í febrúar á þessu ári. Framkvæmdastjóri hjá SVEIT vildi ekki tjá sig um málatilbúnað verkalýðsfélaganna þegar fréttastofa hafði samband í dag. Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða málið Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Það þýðir að eftirlitið mun afla sér upplýsinga frá aðilum málsins. Eftir það er ákveðið hvort tilefni sé til rannsóknar. Félagsmál ASÍ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Samkeppnismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Verkalýðsforystan sendi í dag kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þar sem því er haldið fram að Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) og aðildarfélög þess hafi gert ólöglegan kjarasamning við Virðingu, sem sé í raun gervistéttarfélag. Virðing sé undir stjórn sjálfra veitingafyrirtækjanna og því feli kjarasamningurinn í sér samráð um launakjör sem samsvari brotum á samkeppnislögum. Eitt alvarlegasta mál sem hefur komið upp Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir málið eitt það alvarlegasta sem hefur komið inn á borð stéttarfélagsins. „Við höfum auðvitað áður þurft að takast á við gul stéttarfélög. Þarna er hins vegar um stærra og alvarlegra mál en áður hefur komið upp. Atvinnurekendur ákveða þarna sjálfir að stofna gerivistéttarfélag og útbúa svo í gegnum það kjarasamning við launafólk sitt sem er verri en sá sem samið var um á almennum vinnumarkaði,“ segir Sólveig. Sólveig segir að lögmenn verkalýðsfélaganna telji um ólöglegt samráð að ræða og því hafi verið ákveðið að kvarta til Samkeppniseftirlitsins. Engar upplýsingar um félagsmenn Virðing stéttarfélagið sem um ræðir er samkvæmt heimasíðu opið öllum sem starfa á veitinga-og gistimarkaði. Félagið var stofnað í september á síðasta ári. Forsvarsmenn Virðingar höfnuðu viðtali við fréttastofu vegna málsins í dag en sögðu að von væri á tilkynningu frá stjórn félagsins. Ekki var unnt að fá upplýsingar um hversu félagsmenn margir eru í Virðingu. Á heimasíðu SVEIT kemur fram að aðildarfélagar hafi samþykkt kjarasamning við Virðingu í febrúar á þessu ári. Framkvæmdastjóri hjá SVEIT vildi ekki tjá sig um málatilbúnað verkalýðsfélaganna þegar fréttastofa hafði samband í dag. Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða málið Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Það þýðir að eftirlitið mun afla sér upplýsinga frá aðilum málsins. Eftir það er ákveðið hvort tilefni sé til rannsóknar.
Félagsmál ASÍ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Samkeppnismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira