Kaupir Horn III út úr Líflandi Árni Sæberg skrifar 17. mars 2025 12:09 Frá vinstri, Steinar Helgason og Hermann M. Þórisson frá framtakssjóðnum Horni III og hjónin María Steinunn Þorbjörnsdóttir, stjórnarmaður, og Þórir Haraldsson, eigandi Líflands. Lífland Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, hefur skrifað undir kaupsamning um sölu á helmingshlut í Líflandi. Kaupandi er Þórir Haraldsson, sem fyrir átti helming hlutafjár í félaginu. Með þessum kaupum verður Þórir eini eigandi Líflands. Í fréttatilkynningu um kaupin segir að Lífland sé leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á fóðri, sölu á rekstrarvörum til landbúnaðar og sölu á Kornax hveiti. Fyrirtækið reki sex sérverslanir fyrir bændur og hestamenn víðsvegar um landið. Lífland eigi Nesbúegg, annan af stærstu eggjaframleiðendum landsins. Lífland eigi og reki auk þess norska dótturfélagið Lifland Agri, sem sérhæfi sig í sölu á búnaði fyrir fjós. Hjá Líflandi og dótturfélögum starfi um 140 starfsmenn. Saga Líflands nái aftur til ársins 1917 þegar félagið var stofnað af framsýnum bændum með það markmið að sjá um móttöku og dreifingu mjólkur til Reykvíkinga. Síðan þá hafi félagið þróast og sé í dag eitt af leiðandi fyrirtækjum á sviði landbúnaðartengdra vara og þjónustu á Íslandi. Arma advisory hafi veitt kaupanda ráðgjöf og Arctica finance hafi veitt seljanda ráðgjöf. Deloitte og Logos hafi veitt aðilum viðskiptanna jafnframt lögfræðiráðgjöf. „Lífland hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og hefur reksturinn verið farsæll. Ráðist hefur verið í arðbærar fjárfestingar og reksturinn straumlínulagaður undanfarin ár. Meðfjárfestar okkar sýna hversu mikla trú þeir hafa á rekstri Líflands á komandi árum með kaupum á hlut Horns III nú. Við þökkum Þóri Haraldssyni, stjórn og starfsmönnum Líflands kærlega fyrir gott og árangursríkt samstarf og óskum félaginu velfarnaðar á komandi árum,“ er haft eftir Steinari Helgasyni og Hermanni M. Þórissyni, framkvæmdastjórum hjá Horni III. „Ég hef mikla trú á framtíð Líflands og þeim grunni sem félagið byggir á. Markmið með kaupunum er að efla enn frekar það góða starf sem hefur verið unnið innan fyrirtækisins. Jafnframt að tryggja að Lífland haldi áfram að vaxa og dafna og verði áfram eitt af leiðandi fyrirtækjum í landbúnaði og matvælatengdri framleiðslu á Íslandi. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Hermanni M. Þórissyni og Steinari Helgasyni, starfsmönnum Horns III, fyrir gott samstarf og stuðning á liðnum árum,“ er haft eftir Þóri Haraldssyni, eiganda Líflands. Kaup og sala fyrirtækja Matvælaframleiðsla Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Sjá meira
Í fréttatilkynningu um kaupin segir að Lífland sé leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á fóðri, sölu á rekstrarvörum til landbúnaðar og sölu á Kornax hveiti. Fyrirtækið reki sex sérverslanir fyrir bændur og hestamenn víðsvegar um landið. Lífland eigi Nesbúegg, annan af stærstu eggjaframleiðendum landsins. Lífland eigi og reki auk þess norska dótturfélagið Lifland Agri, sem sérhæfi sig í sölu á búnaði fyrir fjós. Hjá Líflandi og dótturfélögum starfi um 140 starfsmenn. Saga Líflands nái aftur til ársins 1917 þegar félagið var stofnað af framsýnum bændum með það markmið að sjá um móttöku og dreifingu mjólkur til Reykvíkinga. Síðan þá hafi félagið þróast og sé í dag eitt af leiðandi fyrirtækjum á sviði landbúnaðartengdra vara og þjónustu á Íslandi. Arma advisory hafi veitt kaupanda ráðgjöf og Arctica finance hafi veitt seljanda ráðgjöf. Deloitte og Logos hafi veitt aðilum viðskiptanna jafnframt lögfræðiráðgjöf. „Lífland hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og hefur reksturinn verið farsæll. Ráðist hefur verið í arðbærar fjárfestingar og reksturinn straumlínulagaður undanfarin ár. Meðfjárfestar okkar sýna hversu mikla trú þeir hafa á rekstri Líflands á komandi árum með kaupum á hlut Horns III nú. Við þökkum Þóri Haraldssyni, stjórn og starfsmönnum Líflands kærlega fyrir gott og árangursríkt samstarf og óskum félaginu velfarnaðar á komandi árum,“ er haft eftir Steinari Helgasyni og Hermanni M. Þórissyni, framkvæmdastjórum hjá Horni III. „Ég hef mikla trú á framtíð Líflands og þeim grunni sem félagið byggir á. Markmið með kaupunum er að efla enn frekar það góða starf sem hefur verið unnið innan fyrirtækisins. Jafnframt að tryggja að Lífland haldi áfram að vaxa og dafna og verði áfram eitt af leiðandi fyrirtækjum í landbúnaði og matvælatengdri framleiðslu á Íslandi. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Hermanni M. Þórissyni og Steinari Helgasyni, starfsmönnum Horns III, fyrir gott samstarf og stuðning á liðnum árum,“ er haft eftir Þóri Haraldssyni, eiganda Líflands.
Kaup og sala fyrirtækja Matvælaframleiðsla Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Sjá meira