Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 12:05 Eins og sjá má er Michail Antonio hreinlega heppinn að vera á lífi eftir slysið, því bíllinn hans gjöreyðilagðist. Twitter/Getty Fótboltamaðurinn Michail Antonio segir það hafa verið erfiðast, við lífshættulegt bílslys sitt, að hugsa til barnanna sinna og að hann yrði ekki til staðar fyrir þau. Bati hans gengur hins vegar betur en búist var við og framherjinn er staðráðinn í að skora fleiri mörk á ferlinum. „Þegar lögreglan kom og fann mig þá var ég á milli framsætanna. Ég var í rauninni ekki í ökumannssætinu. Þeir sögðu að ég hefði reynt að klifra út um gluggann en fóturinn minn var svo mölbrotinn að sársaukinn stöðvaði mig,“ segir Antonio í viðtali við BBC. Þessi 34 ára framherji West Ham var að aka Ferrari-bifreið sinni heim af æfingu þegar hann klessti harkalega á tré í slæmu veðri. „Ég var nálægt því að deyja,“ segir Antonio sem er þakklátur fyrir að hafa nú fengið nýtt tækifæri í lífinu. Hann varði þremur vikum á sjúkrahúsi og á fyrir höndum langan veg í átt að fullum bata en þangað stefnir hann. Framherjinn hafði verið að velta fyrir sér að skipta um bíl en ekki látið verða af því. „Afturhlutinn á bílnum hafði verið að sveiflast til svo mér fannst ég ekki vera öruggur. Ég hafði átt bílinn í þrjár vikur og var strax farinn að hugsa um að skila honum,“ sagði Antonio sem segist hins vegar „ekkert“ muna eftir slysinu sjálfu. „Það er svo skrýtið því í gegnum þetta allt saman er mér sagt að ég hafi talað við alla; lögregluna, fólkið og manneskjuna sem fann mig. Fóturinn minn var algjörlega í tætlum en þeir komu mér út og settu spelku á hann við bílinn. Það héldu allir að ég hefði fengið þyrluflug á sjúkrahúsið en það var ekki hægt vegna stormsins svo að mér var ekið þangað,“ sagði Antonio. Til að kveða niður kjaftasögur um vímuefnanotkun segir hann: „Ég var á leið heim af æfingu og svo hef ég aldrei tekið eiturlyfi á ævinni. Ég kann alveg við að fá mér drykk en þarna voru engin eiturlyfi eða áfengi. Það hefur verið staðfest af lögreglunni.“ Aðspurður hvort að hann gæti spilað fótbolta aftur segir Antonio: „Já, 100 prósent. Ég mun spila aftur,“ en hann efaðist þó í eitt sinn fyrir tveimur vikum þegar sjúkraþjálfarinn spurði hvort að hann væri með tryggingu vegna meiðsla sem myndu binda enda á ferilinn: „Ég svaf ekki dúr þá nótt,“ sagði Antonio léttur. Hann segir að talið sé að það taki 6-12 mánuði fyrir fótinn að ná fullum bata. „Það erfiðasta við þetta var að ég yrði ekki til staðar fyrir börnin mín. Ég er svo ánægður með hvernig fór, jákvæður varðandi lífið og að hafa fengið annað tækifæri. Við héldum þessu frá börnunum til að byrja með. Elsti sonur minn sá þó hvað gerðist og átti erfitt með það. Hann er 13 ára og sá auðvitað myndir af bílnum hjá fólki. Hann kom því að sjá mig á sjúkrahúsinu. En þau yngri fengu í raun aldrei að vita hvað staðan var slæm. Við forðuðumst að leyfa þeim að fara á internetið,“ sagði Antonio. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira
„Þegar lögreglan kom og fann mig þá var ég á milli framsætanna. Ég var í rauninni ekki í ökumannssætinu. Þeir sögðu að ég hefði reynt að klifra út um gluggann en fóturinn minn var svo mölbrotinn að sársaukinn stöðvaði mig,“ segir Antonio í viðtali við BBC. Þessi 34 ára framherji West Ham var að aka Ferrari-bifreið sinni heim af æfingu þegar hann klessti harkalega á tré í slæmu veðri. „Ég var nálægt því að deyja,“ segir Antonio sem er þakklátur fyrir að hafa nú fengið nýtt tækifæri í lífinu. Hann varði þremur vikum á sjúkrahúsi og á fyrir höndum langan veg í átt að fullum bata en þangað stefnir hann. Framherjinn hafði verið að velta fyrir sér að skipta um bíl en ekki látið verða af því. „Afturhlutinn á bílnum hafði verið að sveiflast til svo mér fannst ég ekki vera öruggur. Ég hafði átt bílinn í þrjár vikur og var strax farinn að hugsa um að skila honum,“ sagði Antonio sem segist hins vegar „ekkert“ muna eftir slysinu sjálfu. „Það er svo skrýtið því í gegnum þetta allt saman er mér sagt að ég hafi talað við alla; lögregluna, fólkið og manneskjuna sem fann mig. Fóturinn minn var algjörlega í tætlum en þeir komu mér út og settu spelku á hann við bílinn. Það héldu allir að ég hefði fengið þyrluflug á sjúkrahúsið en það var ekki hægt vegna stormsins svo að mér var ekið þangað,“ sagði Antonio. Til að kveða niður kjaftasögur um vímuefnanotkun segir hann: „Ég var á leið heim af æfingu og svo hef ég aldrei tekið eiturlyfi á ævinni. Ég kann alveg við að fá mér drykk en þarna voru engin eiturlyfi eða áfengi. Það hefur verið staðfest af lögreglunni.“ Aðspurður hvort að hann gæti spilað fótbolta aftur segir Antonio: „Já, 100 prósent. Ég mun spila aftur,“ en hann efaðist þó í eitt sinn fyrir tveimur vikum þegar sjúkraþjálfarinn spurði hvort að hann væri með tryggingu vegna meiðsla sem myndu binda enda á ferilinn: „Ég svaf ekki dúr þá nótt,“ sagði Antonio léttur. Hann segir að talið sé að það taki 6-12 mánuði fyrir fótinn að ná fullum bata. „Það erfiðasta við þetta var að ég yrði ekki til staðar fyrir börnin mín. Ég er svo ánægður með hvernig fór, jákvæður varðandi lífið og að hafa fengið annað tækifæri. Við héldum þessu frá börnunum til að byrja með. Elsti sonur minn sá þó hvað gerðist og átti erfitt með það. Hann er 13 ára og sá auðvitað myndir af bílnum hjá fólki. Hann kom því að sjá mig á sjúkrahúsinu. En þau yngri fengu í raun aldrei að vita hvað staðan var slæm. Við forðuðumst að leyfa þeim að fara á internetið,“ sagði Antonio.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira