Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 09:03 Stefán Teitur Þórðarson fagnar sigurmarki sínu gegn Portsmouth í 2-1 sigri Preston North End. PNEFC/Ian Robinson Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson tileinkaði náfrænku sinni markið mikilvæga sem hann skoraði á Englandi í gær, nánast nákvæmlega fimm árum eftir að hún féll frá. Skagamaðurinn var hetja Preston North End á laugardaginn þegar hann skoraði afar laglegt sigurmark í lok leiks, í 2-1 sigri gegn Portsmouth í ensku B-deildinni í fótbolta. Markið má sjá eftir 3 mínútur af myndbandinu hér að neðan. „Ég er auðvitað mjög glaður yfir að hafa skorað þetta mark. Bróðir minn er hérna með konunni sinni og tveimur sonum, og afi minn og amma eru hér líka. Svo það er stórkostleg tilfinning að hafa skorað með þau hérna, hjálpað liðinu og sýnt þeim hvað ég get gert,“ sagði Stefán í viðtali á heimasíðu Preston en hann er af miklum fótboltaættum. Þakklátur með ömmu og afa í stúkunni Þegar Stefán Teitur fagnaði markinu sínu þá lyfti hann upp annarri stuttbuxnaskálminni og benti á tattú sem hann er með á lærinu. Hann benti einnig til himna og minntist þannig frænku sinnar, Önnu Bjarkar Þorvarðardóttur, sem lést 16. mars 2020 eftir stutt veikindi. Það hafði því enn meiri þýðingu en ella fyrir Stefán að skora á laugardaginn: „Það hefur alla þýðingu fyrir mig. Ég er með tattú til minningar um móðursystur mína en á morgun [í gær] eru fimm ár frá því að hún lést. Eins og ég sagði þá eru afi minn og amma líka hérna og ég er svo þakklátur fyrir að þau skyldu vera hérna þegar ég skoraði,“ sagði Stefán Teitur sem nú hefur skorað tvö mörk í ensku B-deildinni, eftir komuna frá Silkeborg í Danmörku í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Preston North End FC (@pnefcofficial) Ljóst er af viðbrögðum á samfélagsmiðlum Preston að stuðningsmenn félagsins virðast hæstánægðir með Stefán. Liðið er nú í 14. sæti deildarinnar en á afar spennandi tíma fyrir höndum og þá ekki síst Stefán sjálfur. Stefán Teitur Þórðarson glaðbeittur eftir sigurinn gegn Portsmouth.PNEFC/Ian Robinson Spenntur fyrir landsleikjum og bikarslag við Villa Hann kveðst nefnilega hlakka mikið til komandi landsleikja gegn Kósovó á fimmtudag og sunnudag – fyrstu landsleikjanna undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar – en bíður einnig eftir leiknum við Aston Villa í 8-liða úrslitum enska bikarsins. Það verður heimaleikur Preston sem fram fer 30. mars: „Það eru allir svo spenntir og dagskráin með landsliðinu hentar vel því við spilum seinni landsleikinn á sunnudaginn. Ég kem því aftur til Englands á mánudaginn svo við höfum alla vikuna til að undirbúa okkur fyrir Villa-leikinn. Þetta verður frábær leikur og vonandi eru allir í kringum félagið eins og við leikmennirnir því við getum bara ekki beðið,“ sagði Stefán Teitur. Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Skagamaðurinn var hetja Preston North End á laugardaginn þegar hann skoraði afar laglegt sigurmark í lok leiks, í 2-1 sigri gegn Portsmouth í ensku B-deildinni í fótbolta. Markið má sjá eftir 3 mínútur af myndbandinu hér að neðan. „Ég er auðvitað mjög glaður yfir að hafa skorað þetta mark. Bróðir minn er hérna með konunni sinni og tveimur sonum, og afi minn og amma eru hér líka. Svo það er stórkostleg tilfinning að hafa skorað með þau hérna, hjálpað liðinu og sýnt þeim hvað ég get gert,“ sagði Stefán í viðtali á heimasíðu Preston en hann er af miklum fótboltaættum. Þakklátur með ömmu og afa í stúkunni Þegar Stefán Teitur fagnaði markinu sínu þá lyfti hann upp annarri stuttbuxnaskálminni og benti á tattú sem hann er með á lærinu. Hann benti einnig til himna og minntist þannig frænku sinnar, Önnu Bjarkar Þorvarðardóttur, sem lést 16. mars 2020 eftir stutt veikindi. Það hafði því enn meiri þýðingu en ella fyrir Stefán að skora á laugardaginn: „Það hefur alla þýðingu fyrir mig. Ég er með tattú til minningar um móðursystur mína en á morgun [í gær] eru fimm ár frá því að hún lést. Eins og ég sagði þá eru afi minn og amma líka hérna og ég er svo þakklátur fyrir að þau skyldu vera hérna þegar ég skoraði,“ sagði Stefán Teitur sem nú hefur skorað tvö mörk í ensku B-deildinni, eftir komuna frá Silkeborg í Danmörku í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Preston North End FC (@pnefcofficial) Ljóst er af viðbrögðum á samfélagsmiðlum Preston að stuðningsmenn félagsins virðast hæstánægðir með Stefán. Liðið er nú í 14. sæti deildarinnar en á afar spennandi tíma fyrir höndum og þá ekki síst Stefán sjálfur. Stefán Teitur Þórðarson glaðbeittur eftir sigurinn gegn Portsmouth.PNEFC/Ian Robinson Spenntur fyrir landsleikjum og bikarslag við Villa Hann kveðst nefnilega hlakka mikið til komandi landsleikja gegn Kósovó á fimmtudag og sunnudag – fyrstu landsleikjanna undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar – en bíður einnig eftir leiknum við Aston Villa í 8-liða úrslitum enska bikarsins. Það verður heimaleikur Preston sem fram fer 30. mars: „Það eru allir svo spenntir og dagskráin með landsliðinu hentar vel því við spilum seinni landsleikinn á sunnudaginn. Ég kem því aftur til Englands á mánudaginn svo við höfum alla vikuna til að undirbúa okkur fyrir Villa-leikinn. Þetta verður frábær leikur og vonandi eru allir í kringum félagið eins og við leikmennirnir því við getum bara ekki beðið,“ sagði Stefán Teitur.
Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira