Skal sú vinna miða að því að takmarkanir verði gerðar á fjölda erlendra leikmanna sem mega vera á leikvelli hverju sinni, og taka til hliðsjónar að alltaf verði tveir leikmenn með íslenskt ríkisfang inn á leikvelli hverju sinni.
Stjórn KKÍ mun leitast eftir því að skoða möguleika á hvernig þriggja ára reglan samræmist þessum breytingum fram veginn.
Lagt er til að stjórn KKÍ skoði hvort sama regla gildi fyrir allar deildir og kyn í tveimur efstu deildum, og hvernig megi finna þessar reglugerðarbreytingunni festu til nokkurra ára.
Stefnt skal að því að vinnu verði lokið fyrir 1.júní 2025, og taki þá gildi fyrir tímabilið 2025-2026.
Þessi tillaga var samþykkt með 102 atkvæði gegn 25 atkvæðum eða með meira en áttatíu prósent atkvæðum.