Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2025 10:24 Það er oft erfitt fyrir ljósmyndara að ná íslenskum leikmanni á mynd þegar þeir mynda leiki í Bónus deild karla. Bragi Hinrik Magnússon hefur miklar áhyggjur af stöðu mála í íslenska körfuboltanum. Vísir/Hulda Margrét Í dag fer fram ársþing Körfuknattleikssambands Íslands og þar verður meðal annars kosið um nýjan formann sambandsins. Reynslubolti úr körfuboltahreyfingunni segir að þetta sé mikilvægasta þingið í langan tíma. Bragi Hinrik Magnússon hefur komið að körfuboltanum sem leikmaður í fremstu röð, sem þjálfari og sem formaður. Hann þekkir því íslenska körfuboltann út og inn og hefur upplifað hann frá mörgum hliðum. Sumir hafa kallað mig rasista Bragi skrifaði langa og ýtarlega grein á samfélagsmiðilin Facebook þar sem hann fer á athyglisverðan hátt yfir útlendingamál íslenska körfuboltans sem verða enn á ný tekin fyrir á þinginu. „Ég er lengi búinn að vera talsmaður þess að það þurfi að vera einhverjar takmarkanir á fjölda leikmanna til verndar þeim leikmönnum sem alast hér upp. Sumir hafa kallað mig rasista vegna þessarar skoðunar, sem mér finnst pínu harkalegt. Raunveruleikinn er hins vegar sá að fjöldi íslenskra leikmanna í efstu deildum, sérstaklega karla megin, hefur minnkað óhugnanlega mikið og það virðist vera þónokkur fjöldi af fólki sem finnst það bara allt í lagi,“ skrifar Bragi. Leikmönnum í deildunum hefur þegar fækkað mikið „Ég hef áður sett fram þá skoðun mína að körfuknattleikshreyfingin þrífst á fyrrum leikmönnum, þ.e. lang flestir sjálfboðaliðar eru fyrrum leikmenn eða foreldrar núverandi leikmanna. Stjórnarfólk og nánast öll þjálfaraflóra landsins, sérstaklega yngri flokka þjálfarar, eru flestir fyrrum leikmenn. Leikmönnum í deildunum hefur nú þegar fækkað það mikið að ég stórefast um að körfuboltahreyfingin verði eitthvað til að hrópa húrra fyrir eftir 10-15 ár,“ skrifar Bragi. „Ekki nema að hægt sé að hringja í alla þessa fjölmörgu tugi af erlendu leikmönnum sem hér spila þessa dagana og biðja þá um að koma aftur hingað eftir 5-10 ár til að þjálfa og sitja í stjórnum, setja upp falleg LED skilti og selja auglýsingar og klósettpappír. Ef ekki, þá vona ég að allir þeir sem virðist vera sama um þessa þróun í dag taki þetta til sín og gangi í þessi verk í komandi framtíð. Það verða allavega miklu miklu færri fyrrum íslenskir leikmenn sem munu gera það,“ skrifar Bragi. Hér fyrir neðan er síðan hægt að lesa alla þennan pistil Braga þar sem hann svarar eftirfarandi fullyrðingum á upplýstan og fróðlegan hátt. Punktar til að svara: 1. Deildin hefur aldrei verið skemmtilegri en núna. 2. Deildin hefur aldrei verið betri en hún er núna. 3. Íslenska landsliðið hefur aldrei verið betra en núna og leikmennirnir þar aldrei verið betri. 4. Áhorf á úrslitakeppni í körfu hefur aldrei verið meira. 5. Umfjöllun um körfu hefur aldrei verið meiri. 6. Sumir leikmenn hafa verið hér lengi og eiga ekki skilið að vera sendir heim. 7. Það er erfitt að halda úti liði á landsbyggðinni – erfitt að fá leikmenn af höfuðborgarsvæðinu. 8. Íslenskir leikmenn sem eiga það skilið munu ná að fá mínútur. 9. Endalaus forræðishyggja, félög eiga að ráða sér sjálf. Ef félög eiga ekki pening fyrir útlendingum þá eiga þau bara ekkert að ráða þá. 10. Við erum bundin af Evrópulögum um frjálst flæði vinnuafls. Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Sjá meira
Bragi Hinrik Magnússon hefur komið að körfuboltanum sem leikmaður í fremstu röð, sem þjálfari og sem formaður. Hann þekkir því íslenska körfuboltann út og inn og hefur upplifað hann frá mörgum hliðum. Sumir hafa kallað mig rasista Bragi skrifaði langa og ýtarlega grein á samfélagsmiðilin Facebook þar sem hann fer á athyglisverðan hátt yfir útlendingamál íslenska körfuboltans sem verða enn á ný tekin fyrir á þinginu. „Ég er lengi búinn að vera talsmaður þess að það þurfi að vera einhverjar takmarkanir á fjölda leikmanna til verndar þeim leikmönnum sem alast hér upp. Sumir hafa kallað mig rasista vegna þessarar skoðunar, sem mér finnst pínu harkalegt. Raunveruleikinn er hins vegar sá að fjöldi íslenskra leikmanna í efstu deildum, sérstaklega karla megin, hefur minnkað óhugnanlega mikið og það virðist vera þónokkur fjöldi af fólki sem finnst það bara allt í lagi,“ skrifar Bragi. Leikmönnum í deildunum hefur þegar fækkað mikið „Ég hef áður sett fram þá skoðun mína að körfuknattleikshreyfingin þrífst á fyrrum leikmönnum, þ.e. lang flestir sjálfboðaliðar eru fyrrum leikmenn eða foreldrar núverandi leikmanna. Stjórnarfólk og nánast öll þjálfaraflóra landsins, sérstaklega yngri flokka þjálfarar, eru flestir fyrrum leikmenn. Leikmönnum í deildunum hefur nú þegar fækkað það mikið að ég stórefast um að körfuboltahreyfingin verði eitthvað til að hrópa húrra fyrir eftir 10-15 ár,“ skrifar Bragi. „Ekki nema að hægt sé að hringja í alla þessa fjölmörgu tugi af erlendu leikmönnum sem hér spila þessa dagana og biðja þá um að koma aftur hingað eftir 5-10 ár til að þjálfa og sitja í stjórnum, setja upp falleg LED skilti og selja auglýsingar og klósettpappír. Ef ekki, þá vona ég að allir þeir sem virðist vera sama um þessa þróun í dag taki þetta til sín og gangi í þessi verk í komandi framtíð. Það verða allavega miklu miklu færri fyrrum íslenskir leikmenn sem munu gera það,“ skrifar Bragi. Hér fyrir neðan er síðan hægt að lesa alla þennan pistil Braga þar sem hann svarar eftirfarandi fullyrðingum á upplýstan og fróðlegan hátt. Punktar til að svara: 1. Deildin hefur aldrei verið skemmtilegri en núna. 2. Deildin hefur aldrei verið betri en hún er núna. 3. Íslenska landsliðið hefur aldrei verið betra en núna og leikmennirnir þar aldrei verið betri. 4. Áhorf á úrslitakeppni í körfu hefur aldrei verið meira. 5. Umfjöllun um körfu hefur aldrei verið meiri. 6. Sumir leikmenn hafa verið hér lengi og eiga ekki skilið að vera sendir heim. 7. Það er erfitt að halda úti liði á landsbyggðinni – erfitt að fá leikmenn af höfuðborgarsvæðinu. 8. Íslenskir leikmenn sem eiga það skilið munu ná að fá mínútur. 9. Endalaus forræðishyggja, félög eiga að ráða sér sjálf. Ef félög eiga ekki pening fyrir útlendingum þá eiga þau bara ekkert að ráða þá. 10. Við erum bundin af Evrópulögum um frjálst flæði vinnuafls.
Punktar til að svara: 1. Deildin hefur aldrei verið skemmtilegri en núna. 2. Deildin hefur aldrei verið betri en hún er núna. 3. Íslenska landsliðið hefur aldrei verið betra en núna og leikmennirnir þar aldrei verið betri. 4. Áhorf á úrslitakeppni í körfu hefur aldrei verið meira. 5. Umfjöllun um körfu hefur aldrei verið meiri. 6. Sumir leikmenn hafa verið hér lengi og eiga ekki skilið að vera sendir heim. 7. Það er erfitt að halda úti liði á landsbyggðinni – erfitt að fá leikmenn af höfuðborgarsvæðinu. 8. Íslenskir leikmenn sem eiga það skilið munu ná að fá mínútur. 9. Endalaus forræðishyggja, félög eiga að ráða sér sjálf. Ef félög eiga ekki pening fyrir útlendingum þá eiga þau bara ekkert að ráða þá. 10. Við erum bundin af Evrópulögum um frjálst flæði vinnuafls.
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn