Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. mars 2025 12:17 Rababaravalkyrjurnar á Blönduósi, sem standa fyrir stofnfundinum í dag. Þetta eru þær frá vinstri, Björk Bjarnadóttir, Elfa Þöll Grétarsdóttir, Katrín Sif Rúnarsdóttir og Iðunn Vignisdóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til í Kvennaskólanum á Blönduósi í dag því þar verður stofnfundur Rabarbarafélagsins en tilgangur félagsins verður fyrst og fremst að halda sögu rabarbarans og nytjum hans á lofti, ásamt því að halda einu sinni á ári rabarbarahátíð á Blönduósi. Allir, sem vilja vera stofnfélagar Rabarbarafélagsins eru velkomnir á fundinn, sem verður haldin á milli 14:00 og 15:00 í Kvennaskólanum á Blönduósi. Fjórar valkyrjur og miklar rababarakonur standa að stofnun félagsins en það eru þær Elfa Þöll Grétarsdóttir, Björk Bjarnadóttir, Iðunn Vignisdóttir og Katrín Sif Rúnarsdóttir. En hver er tilgangur félagsins, Björk svarar því. „Rababarafélagið er sem sagt félag, sem ætlar að styðja við það að rababarahátíð á Blönduósi sé haldin ár hvert. Við sem sagt héldum hátíð í fyrsta skipti í fyrra 29. júní og þá fengum við um 400 manns til okkar og það gekk svo vel,” segir Björk. Björk segir rabarbara mjög merkilegt fyrirbæri. „Rababarinn er bara mjög merkileg jurt, ég er náttúrulega alltaf með plöntur á heilanum og ef þú sérð rabbabaragarð einhvers staðar þá varð hann til af því að einhver manneskja setti hnausana ofan í jörðina, hann dreifir sér ekki sjálfur. Þannig að það eru miklar sögur tengdar hverjum rabbabaragarði, hver bjó hann til og af hverju en upphaflega kemur hann frá Kína og var ein verðmætasta jurt í heimi og þá var það rótin sem var notuð, ekki þetta hvíta á leggnum, heldur rótin, sem er lengst ofan í jörðinni og er svona gulur svampur eiginlega,” segir Björk. Börn elska rabbabara ekki síður en fullorðna fólkið. Þessi tvö tóku þátt í rababarahátíðinni á Blönduósi síðasta sumar.Aðsend Eins og flestir ef ekki allir ættu að vita er hægt að gera svo margt úr rabarbaranum eins og rabarbarasultu, rabarbaragraut og fleira. Björk hvetur alla, sem hafa tækifæri á að fara að rækta rabarbara í görðum sínum sé þeir ekki til staðar þar í dag. „Já, þetta er svo skemmtileg auðlind af því að hann býður upp á svo margt en þegar hann kom til landsins um 1880 þá fékk fólk loksins eitthvað ferskt, sem gat vaxið upp við húsið og það var hægt að gera eitthvað. Þetta er fjölært grænmeti, eitt af fáum tegundum í heiminum, sem er fjölært grænmeti en flestir líta á þetta, sem ávöxt af því að hann gefur af sér svo sæta afurð, sem maður gerir með sykri og rabarbara,” segir Björk að lokum. Að sjálfsögðu verður haldin rababarahátíð á Blönduósi í sumar en hún verður laugardaginn 28. júní. Rabarbarahátíð fer fram á Blönduósi laugardaginn 28. júní í sumar þar sem boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá.Aðsend Húnabyggð Landbúnaður Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Allir, sem vilja vera stofnfélagar Rabarbarafélagsins eru velkomnir á fundinn, sem verður haldin á milli 14:00 og 15:00 í Kvennaskólanum á Blönduósi. Fjórar valkyrjur og miklar rababarakonur standa að stofnun félagsins en það eru þær Elfa Þöll Grétarsdóttir, Björk Bjarnadóttir, Iðunn Vignisdóttir og Katrín Sif Rúnarsdóttir. En hver er tilgangur félagsins, Björk svarar því. „Rababarafélagið er sem sagt félag, sem ætlar að styðja við það að rababarahátíð á Blönduósi sé haldin ár hvert. Við sem sagt héldum hátíð í fyrsta skipti í fyrra 29. júní og þá fengum við um 400 manns til okkar og það gekk svo vel,” segir Björk. Björk segir rabarbara mjög merkilegt fyrirbæri. „Rababarinn er bara mjög merkileg jurt, ég er náttúrulega alltaf með plöntur á heilanum og ef þú sérð rabbabaragarð einhvers staðar þá varð hann til af því að einhver manneskja setti hnausana ofan í jörðina, hann dreifir sér ekki sjálfur. Þannig að það eru miklar sögur tengdar hverjum rabbabaragarði, hver bjó hann til og af hverju en upphaflega kemur hann frá Kína og var ein verðmætasta jurt í heimi og þá var það rótin sem var notuð, ekki þetta hvíta á leggnum, heldur rótin, sem er lengst ofan í jörðinni og er svona gulur svampur eiginlega,” segir Björk. Börn elska rabbabara ekki síður en fullorðna fólkið. Þessi tvö tóku þátt í rababarahátíðinni á Blönduósi síðasta sumar.Aðsend Eins og flestir ef ekki allir ættu að vita er hægt að gera svo margt úr rabarbaranum eins og rabarbarasultu, rabarbaragraut og fleira. Björk hvetur alla, sem hafa tækifæri á að fara að rækta rabarbara í görðum sínum sé þeir ekki til staðar þar í dag. „Já, þetta er svo skemmtileg auðlind af því að hann býður upp á svo margt en þegar hann kom til landsins um 1880 þá fékk fólk loksins eitthvað ferskt, sem gat vaxið upp við húsið og það var hægt að gera eitthvað. Þetta er fjölært grænmeti, eitt af fáum tegundum í heiminum, sem er fjölært grænmeti en flestir líta á þetta, sem ávöxt af því að hann gefur af sér svo sæta afurð, sem maður gerir með sykri og rabarbara,” segir Björk að lokum. Að sjálfsögðu verður haldin rababarahátíð á Blönduósi í sumar en hún verður laugardaginn 28. júní. Rabarbarahátíð fer fram á Blönduósi laugardaginn 28. júní í sumar þar sem boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá.Aðsend
Húnabyggð Landbúnaður Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira