Víkingskonur komust þar með upp fyrir FH á markatölu en bæði lið fengu átta stig í fimm leikjum. Markatala Víkings var +4 mörk en aðeins +2 mörk hjá FH.
Víkingur mætir Þór/KA í undanúrslitunum en hinum megin mætast Valur og Breiðablik.
Fimm skoruðu fyrir Víking í kvöld en mörkin gerðu þær Birta Birgisdóttir, Arna Ísold Stefánsdóttir, Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, Linda Líf Boama og Jóhanna Elín Halldórsdóttir. Öll mörkin komu í seinni hálfleiknum.
Stjarnan vann 5-0 sigur á FHL í hinum leik kvöldsins en það dugði ekki Garðbæingum til að komast áfram. Þær enda með sjö stig.
Birna Jóhannsdóttir skoraði tvö mörk en hin örkin skoruðu þær Anna María Baldursdóttir, Arna Dís Arnþórsdóttir og Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir.