Fótbolti

Neymar snýr ekki aftur í brasilíska lands­liðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar bætti markamet Pele fyrir einu og hálfu ári og ætlaði að snúa aftur í komandi glugga.
Neymar bætti markamet Pele fyrir einu og hálfu ári og ætlaði að snúa aftur í komandi glugga. AFP/CARL DE SOUZA

Neymar verður ekki með brasilíska landsliðinu í komandi leikjum í undankeppni HM eins og áður hafði verið auglýst.

Neymar missti af síðasta leik Santos vegna meiðsla og nú er ljóst að meiðslin eru það alvarleg að hann getur ekki spilað þessa landsleiki.

Endrick, táningurinn hjá Real Madrid, kemur inn í brasilíska hópinn í staðinn fyrir Neymar.

Annar leikjanna hjá Brasilíumönnum á næstunni er á móti Argentínu og þar sáu menn fyrir sér leik á milli Lionel Messi og Neymar en nú verður ekkert að því.

Á meðan heimsmeistarar Argentínumanna eru í toppsæti Suðurameríkuriðilsins en Brasilíumenn hafa verið í basli og eru bara í fimmta sætinu, sjö stigum á eftir Brössunum.

Neymar er markahæsti leikmaður brasilíska landsliðsins með 79 mörk, tveimur fleiri en Pele. Neymar hefur ekki spilað með brasilíska landsliðinu síðan að hann sleit krossband í leik á móti Úrúgvæ í október 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×