Hittast á laun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. mars 2025 14:26 Tiger Woods og Vanessa Trump til hægri, ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum Donald Trump yngri. Vísir/Getty Tiger Woods og Vanessa Trump eru par en hafa verið að hittast á laun. Þau eru nýbyrjuð að stinga saman nefjum og taka hlutunum af hinni stökustu ró þó það styttist í að alvaran hefjist. Þetta fullyrðir bandaríski slúðurmiðillinn PageSix. Þar segir að þau smellpassi saman. Þau hafi verið góðir vinir en síðan hafi hiti færst í leikinn. Þau eigi mikið sameiginlegt, séu vön því að vera í sviðljósinu en kunni á sama tíma að halda ástarmálum sínum út af fyrir sig. Vanessa Trump er fyrrverandi eiginkona Donald Trump yngri. Þau skildu að borði og sæng árið 2018. Woods hefur ekkert átt sérstaklega gott mót í ástarlífinu. Hann skildi við eiginkonu sína Elin Nordegren árið 2010 eftir framhjáhald. Hann hætti svo með fyrrverandi Ericu Herman árið 2023. Sambandsslitin vöktu mikla athygli enda sakaði hún hann um kynferðislega áreitni og höfðaði mál gegn honum. Sagði hann meðal annars hafa platað sig til þess að skrifa undir trúnaðarsamning um þeirra samband. Trump hefur að sama skapi ekki verið í sambandi eftir að hún skildi við Donald yngri. Áður átti hún stormasamt ástarlíf. Hitti meðal annars stórstjörnuna Leonardo DiCaprio og prins af Sádí-Arabíu, Khalid bin Bandar bin Sultan Al Saud. Í umfjöllun PageSix segir að þau Woods og Trump hafi byrjað að hittast í kringum Þakkargjörðarhátíðina í nóvember. Bæði búa þau í Flórída, í einungis um tuttugu mínútna fjarlægð frá hvort öðru. Sautján ára dóttir Vanessu, Kai Trump, gengur í sama skóla og tveir unglingssynir golfarans, þeir Sam og Charlie. Heimildarmaður slúðurmiðilsins segir þau smellpassa saman. Henni sé alveg sama um gríðarlega frægð Tiger Woods, sé alls ekki stjörnustjörf og að hún myndi hafa áhuga á honum jafnvel þó hann væri ekkert þekktur. Þau taki hlutunum með stökustu ró og búi í sitthvoru lagi. Gisti saman nokkrar nætur í viku og láti það nægja, enn sem komið er. Hollywood Bandaríkin Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Sjá meira
Þetta fullyrðir bandaríski slúðurmiðillinn PageSix. Þar segir að þau smellpassi saman. Þau hafi verið góðir vinir en síðan hafi hiti færst í leikinn. Þau eigi mikið sameiginlegt, séu vön því að vera í sviðljósinu en kunni á sama tíma að halda ástarmálum sínum út af fyrir sig. Vanessa Trump er fyrrverandi eiginkona Donald Trump yngri. Þau skildu að borði og sæng árið 2018. Woods hefur ekkert átt sérstaklega gott mót í ástarlífinu. Hann skildi við eiginkonu sína Elin Nordegren árið 2010 eftir framhjáhald. Hann hætti svo með fyrrverandi Ericu Herman árið 2023. Sambandsslitin vöktu mikla athygli enda sakaði hún hann um kynferðislega áreitni og höfðaði mál gegn honum. Sagði hann meðal annars hafa platað sig til þess að skrifa undir trúnaðarsamning um þeirra samband. Trump hefur að sama skapi ekki verið í sambandi eftir að hún skildi við Donald yngri. Áður átti hún stormasamt ástarlíf. Hitti meðal annars stórstjörnuna Leonardo DiCaprio og prins af Sádí-Arabíu, Khalid bin Bandar bin Sultan Al Saud. Í umfjöllun PageSix segir að þau Woods og Trump hafi byrjað að hittast í kringum Þakkargjörðarhátíðina í nóvember. Bæði búa þau í Flórída, í einungis um tuttugu mínútna fjarlægð frá hvort öðru. Sautján ára dóttir Vanessu, Kai Trump, gengur í sama skóla og tveir unglingssynir golfarans, þeir Sam og Charlie. Heimildarmaður slúðurmiðilsins segir þau smellpassa saman. Henni sé alveg sama um gríðarlega frægð Tiger Woods, sé alls ekki stjörnustjörf og að hún myndi hafa áhuga á honum jafnvel þó hann væri ekkert þekktur. Þau taki hlutunum með stökustu ró og búi í sitthvoru lagi. Gisti saman nokkrar nætur í viku og láti það nægja, enn sem komið er.
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Sjá meira