Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rodrigo Muniz fagnar marki Ryan Sessegnon með því að hoppa yfir liðsfélaga sinn en þeir skoruðu mörk Fulham í dag.
Rodrigo Muniz fagnar marki Ryan Sessegnon með því að hoppa yfir liðsfélaga sinn en þeir skoruðu mörk Fulham í dag. AFP/Ben STANSALL

Fulham ætlar að vera með í baráttunni um Evrópusætin og sannaði það með 2-0 sigri á Tottenham í Lundúnaslag á Craven Cottage í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Rodrigo Muniz skoraði fyrra markiið tólf mínútum fyrir leikslok með frábærri afgreiðslu eftir sendingu Andreas Pereira.

Hitt markið skoraði Ryan Sessegnon á 88. mínútu en hann var þá nýkominn inn á sem varamaður.

Fulham hefur verið að klára leikina sterkt og þetta voru fjórtánda og fimmtánda mark liðsins á síðustu fimmtán mínútum leikjanna á leiktíðinni. Aðeins Bournemouth (17) hefur skorað fleiri slík mörk.

Fulham komst upp í áttunda sæti með sigrinum og er nú aðeins tveimur stigum á eftir Newcastle og Brighton sem eru í sætunum fyrir ofan.

Slakt gengi Tottenham í deildinni heldur aftur á móti áfram en liðið hefur ekki fagnað sigri í síðustu þremur deildarleikjumm.

Taðið þýðir að liðið er í þrettánda sæti og gæti misst Manchester United upp fyrir sig seinna í kvöld. Tottenham og United eru tvö af fjögur liðum með 34 stig en hin eru Everton og West Ham.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira