Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Aron Guðmundsson skrifar 14. mars 2025 15:19 Frá leik í Bestu deild karla Vísir/Diego Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í gær að innleiða svokallaða átta sekúndna reglu í mótum sínum hér á landi. Reglan á að taka á leiktöf og hraða leiknum. „Við erum að breyta lögunum til að þess að reyna hraða leiknum,“ segir Þóroddur Hjaltalín, starfsmaður dómaramála hjá KSÍ. „Markmaðurinn hefur hingað til mátt halda á boltanum í sex sekúndur eftir að hann nær valdi á boltanum annars hefur dómarinn átt að dæma óbeina aukaspyrnu. Því hefur ekki oft verið beitt en nú erum við að breyta þessu þannig að markmaðurinn hefur átta sekúndur en eftir það, ef hann er enn með boltann í höndunum þegar að þær sekúndur eru liðnar ber dómaranum að dæma hornspyrnu. Þóroddur Hjaltalín er fyrrverandi dómari. Í dag vinnur hann hjá Knattspyrnusambandi Íslands við mál sem snúa að dómgæslu.Vísir/Einar Dómarinn mun setja upp höndina og telja niður fyrir markmanninn sekúndurnar og er um að ræða svipaða handabendingu og þegar að um rangstöðu er að ræða nema dómarinn telur niður með fingrunum. Markmaðurinn sér hvenær hann þarf að vera búinn að losa sig við boltann.“ Nánar má lesa um breytinguna hér. Skoðun margra er á þá leið að sex sekúndna reglunni sálugu hafi ekki verið nógu hart fylgt eftir og gæti það talist listgrein hjá sumum markmönnum að nýta sér sekúndurnar sex og gott betur en það. Var erfitt fyrir dómara að fylgja þeirri reglu eftir? „Já það hefur verið það. Að dæma óbeina aukaspyrnu innan vítateigs er rosalega stór ákvörðun. Oftar en ekki sjáum við mörk koma upp úr því. Það er auðveldara að dæma hornspyrnu en framkvæmdin á þessu verður alveg þannig að markmaðurinn veit alveg hvenær að hann þarf að vera búinn að losa sig við boltann. Ég held að þegar að við förum inn í mótin verði þetta ekki stór breyting.“ Umrædd reglubreyting hefur nú þegar verið prófuð í nokkrum löndum til þessa og verður tekin upp í öllum helstu deildum Evrópu. Nánar verður rætt við Þórodd Hjaltalín, fyrrverandi dómara og starfsmann KSÍ í dómaramálum, um breytinguna í Sportpakkanum á Stöð 2 að loknum fréttum í opinni dagskrá. Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við stóðum af okkur storminn“ Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Sjá meira
„Við erum að breyta lögunum til að þess að reyna hraða leiknum,“ segir Þóroddur Hjaltalín, starfsmaður dómaramála hjá KSÍ. „Markmaðurinn hefur hingað til mátt halda á boltanum í sex sekúndur eftir að hann nær valdi á boltanum annars hefur dómarinn átt að dæma óbeina aukaspyrnu. Því hefur ekki oft verið beitt en nú erum við að breyta þessu þannig að markmaðurinn hefur átta sekúndur en eftir það, ef hann er enn með boltann í höndunum þegar að þær sekúndur eru liðnar ber dómaranum að dæma hornspyrnu. Þóroddur Hjaltalín er fyrrverandi dómari. Í dag vinnur hann hjá Knattspyrnusambandi Íslands við mál sem snúa að dómgæslu.Vísir/Einar Dómarinn mun setja upp höndina og telja niður fyrir markmanninn sekúndurnar og er um að ræða svipaða handabendingu og þegar að um rangstöðu er að ræða nema dómarinn telur niður með fingrunum. Markmaðurinn sér hvenær hann þarf að vera búinn að losa sig við boltann.“ Nánar má lesa um breytinguna hér. Skoðun margra er á þá leið að sex sekúndna reglunni sálugu hafi ekki verið nógu hart fylgt eftir og gæti það talist listgrein hjá sumum markmönnum að nýta sér sekúndurnar sex og gott betur en það. Var erfitt fyrir dómara að fylgja þeirri reglu eftir? „Já það hefur verið það. Að dæma óbeina aukaspyrnu innan vítateigs er rosalega stór ákvörðun. Oftar en ekki sjáum við mörk koma upp úr því. Það er auðveldara að dæma hornspyrnu en framkvæmdin á þessu verður alveg þannig að markmaðurinn veit alveg hvenær að hann þarf að vera búinn að losa sig við boltann. Ég held að þegar að við förum inn í mótin verði þetta ekki stór breyting.“ Umrædd reglubreyting hefur nú þegar verið prófuð í nokkrum löndum til þessa og verður tekin upp í öllum helstu deildum Evrópu. Nánar verður rætt við Þórodd Hjaltalín, fyrrverandi dómara og starfsmann KSÍ í dómaramálum, um breytinguna í Sportpakkanum á Stöð 2 að loknum fréttum í opinni dagskrá.
Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við stóðum af okkur storminn“ Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Sjá meira