Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2025 16:15 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, fagnar því að málið sé skoðað betur. Vísir/Arnar Formaður Blaðamannafélagsins fagnar því að byrlunar- eða skæruliðamálið svokallaða verði tekið fyrir í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Rannsaka þurfi málið heildstætt og rýna í kjölinn á rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, greindi frá því í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Eva Hauksdóttir lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hafi afhent honum gögn byrlunarmálsins svokallaða og óskað eftir að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til að rýna málið, og þá sérstaklega aðkoma Ríkisútvarpsins, sem opinbert hlutafélag. Skoða eigi hvort brotið hafi verið á mannréttindum blaðamannnanna Málið var til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í rúm þrjú ár áður en það var látið niður falla, sem ríkissaksóknari staðfesti. „Blaðamannafélagið hefur margítrekað gert alvarlegar athugasemdir við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á þessum sex blaðamönnum, sem hafa verið til rannsóknar vegna umfjöllunar um skæruliðamálið svokallaða. Við teljum að það sé full ástæða á að full rannsókn fari fram heildstætt og hvetjum nefndina til að skoða þetta mál,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Sérstaklega vilji félagið að rannsókn lögreglu verði skoðuð, afskipti ráðherra af málinu og fordæmalaus yfirlýsing lögreglu þegar málið var fellt niður. „Það má alveg skoða það hvort afskipti lögreglunnar af þessum blaðamönnum hafi verið brot á mannréttindum þessara blaðamanna. Sérstaklega þegar við horfum á tjáningarfrelsið og þetta inngrip, sem þetta var.“ Kjarni málsins skæruliðamálið Vilhjálmur sagði í Bítinu í morgun að blaðamennirnir hefðu gengið of langt í að afla gagna í málinu. „Blaðamenn tóku við gögnum frá heimildamanni sem áttu augljóst erindi til almennings. Þeir voru að vinna vinnuna sína, voru að vinna blaðamennsku. Það er óumdeilt að þessi gögn áttu erindi til almennings og fréttirnar tala sínu máli,“ segir Sigríður Dögg. „Allar fabúleringar um símstuld eru til þess fallnar að beina athygli almennings frá því sem málið snerist um og fréttir voru sagðar af: Að starfsfólk stórfyrirtækis lagði á ráð um hvernig mætti grafa undan trúverðugleika blaðamanna í því skyni að hafa áhrif á hvernig fjallað var um fyrirtækið. Alþingi Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hefur óskað eftir því við formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til þess að rannsaka byrlunarmálið svokallaða. Slíkar rannsóknarnefndir hafa örsjaldan verið skipaðar. 14. mars 2025 09:21 Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sent starfsfólki Ríkisútvarpsins tölvupóst þar sem hann fer lauslega yfir hið svokallaða „byrlunarmál“ og segir Morgunblaðið fara í veigamiklum atriðum með fleipur. 21. febrúar 2025 15:24 Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra um að hætta rannsókn á máli sex blaðamanna sem voru til rannsóknar vegna meintra brota gegn lögum um friðhelgi einkalífs. 23. janúar 2025 18:15 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, greindi frá því í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Eva Hauksdóttir lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hafi afhent honum gögn byrlunarmálsins svokallaða og óskað eftir að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til að rýna málið, og þá sérstaklega aðkoma Ríkisútvarpsins, sem opinbert hlutafélag. Skoða eigi hvort brotið hafi verið á mannréttindum blaðamannnanna Málið var til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í rúm þrjú ár áður en það var látið niður falla, sem ríkissaksóknari staðfesti. „Blaðamannafélagið hefur margítrekað gert alvarlegar athugasemdir við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á þessum sex blaðamönnum, sem hafa verið til rannsóknar vegna umfjöllunar um skæruliðamálið svokallaða. Við teljum að það sé full ástæða á að full rannsókn fari fram heildstætt og hvetjum nefndina til að skoða þetta mál,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Sérstaklega vilji félagið að rannsókn lögreglu verði skoðuð, afskipti ráðherra af málinu og fordæmalaus yfirlýsing lögreglu þegar málið var fellt niður. „Það má alveg skoða það hvort afskipti lögreglunnar af þessum blaðamönnum hafi verið brot á mannréttindum þessara blaðamanna. Sérstaklega þegar við horfum á tjáningarfrelsið og þetta inngrip, sem þetta var.“ Kjarni málsins skæruliðamálið Vilhjálmur sagði í Bítinu í morgun að blaðamennirnir hefðu gengið of langt í að afla gagna í málinu. „Blaðamenn tóku við gögnum frá heimildamanni sem áttu augljóst erindi til almennings. Þeir voru að vinna vinnuna sína, voru að vinna blaðamennsku. Það er óumdeilt að þessi gögn áttu erindi til almennings og fréttirnar tala sínu máli,“ segir Sigríður Dögg. „Allar fabúleringar um símstuld eru til þess fallnar að beina athygli almennings frá því sem málið snerist um og fréttir voru sagðar af: Að starfsfólk stórfyrirtækis lagði á ráð um hvernig mætti grafa undan trúverðugleika blaðamanna í því skyni að hafa áhrif á hvernig fjallað var um fyrirtækið.
Alþingi Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hefur óskað eftir því við formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til þess að rannsaka byrlunarmálið svokallaða. Slíkar rannsóknarnefndir hafa örsjaldan verið skipaðar. 14. mars 2025 09:21 Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sent starfsfólki Ríkisútvarpsins tölvupóst þar sem hann fer lauslega yfir hið svokallaða „byrlunarmál“ og segir Morgunblaðið fara í veigamiklum atriðum með fleipur. 21. febrúar 2025 15:24 Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra um að hætta rannsókn á máli sex blaðamanna sem voru til rannsóknar vegna meintra brota gegn lögum um friðhelgi einkalífs. 23. janúar 2025 18:15 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hefur óskað eftir því við formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til þess að rannsaka byrlunarmálið svokallaða. Slíkar rannsóknarnefndir hafa örsjaldan verið skipaðar. 14. mars 2025 09:21
Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sent starfsfólki Ríkisútvarpsins tölvupóst þar sem hann fer lauslega yfir hið svokallaða „byrlunarmál“ og segir Morgunblaðið fara í veigamiklum atriðum með fleipur. 21. febrúar 2025 15:24
Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra um að hætta rannsókn á máli sex blaðamanna sem voru til rannsóknar vegna meintra brota gegn lögum um friðhelgi einkalífs. 23. janúar 2025 18:15