Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2025 11:02 Rektorsefnin virðast sammála um það sé óheppilegt að HÍ sé að hagnast á rekstri spilakassa. Þau eru þó misafdráttarlaus í afstöðu sinni. Fimmmenningarnir sem sækjast eftir því að verða rektor Háskóla Íslands eru mis afdráttarlausir gagnvart því hvort þeir vilja sjá HÍ hætta rekstri spilakassa. Samtök áhugafólks um spilafíkn, sem reka vefsíðuna lokum.is, spurðu rektorsefnin um afstöðu þeirra til spilakassa Happdrætti Háskóla Íslands, en ágóðinn af kössunum er meðal annars nýttur til að viðhalda byggingum skólans og tækjakosti. Það er gegnumgangandi þema í svörum frambjóðendanna að þeir vilja koma málunum í gott horf til framtíðar en að samræðna sé þörf og lausna á fjármögnun rekturs HÍ. „Ég vil að HÍ hætti rekstri spilakassa sem fyrst. Fjárveitingarvaldið þarf þó að koma til móts við okkur en ég er bjartsýnn á að hægt verði að losa HÍ úr þessu óheilbrigða sambandi við starfsemi sem verður varla kallað annað en siðlaus. Jafnframt mun ég beita mér fyrir því að HÍ leggist á eitt með stjórnvöldum í baráttunni gegn því alvarlega og vaxandi samfélagsvandamáli sem spilafíkn er,“ segir Björn Þorsteinsson. Magnús Karl Magnússon og Silja Bára R. Ómarsdóttir eru sömuleiðis nokkuð afdráttarlaus: „Ég tel það ekki verjandi að Háskóli Íslands fjármagni sig með rekstri spilakassa sem tengjast hættu á spilafíkn. Það þarf því að finna aðrar leiðir, í samvinnu við stjórnvöld, til fjármögnunar skólans,“ segir Magnús. „Ég myndi vilja að Happdrætti Háskóla Íslands hætti að reka spilakassa en það er ekki ákvörðun einnar manneskju. Staðan er sú að samkvæmt lögum um HHÍ nr. 13/1973 skal veita ágóðanum af því til að reisa byggingar á vegum HÍ og halda þeim við. HÍ hefur þess vegna ekki aðgang að öðru fjármagni í það verkefni. Þessu myndi ég vilja breyta og þótt það sé stjórnvalda að breyta lögum og tryggja fjármögnun með öðrum hætti, þá mun ég sem rektor þrýsta á samtal um slíkar breytingar,“ svarar Silja. Ingibjörg Gunnarsdóttir segir málið flóknara en svo að spurningunni sé hægt að svar með já eða nei. „Það er ómögulegt að svara þessum spurningum játandi eða neitandi án útskýringa og umræðu. Ég vísa til greinargerðar starfshóps um álitamál tengd tekjuöflun HHÍ sem ég leiddi árið 2021. Verði ég rektor mun málið verða á dagskrá, enda nauðsynlegt að finna góða lausn til framtíðar,“ segir hún. Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir segir óskastöðuna þá að HÍ þurfi ekki að standa að rekstri spilakassa. „Ég tel brýnt að vinna með stjórnvöldum að langtímaáætlun um að fjármögnun til reksturs Háskóla Íslands verði með þeim hætti að dregið verði stórlega úr vægi spilakassa sem grundvallar uppbyggingar húsnæðis. Óskastaðan væri sú að HÍ þyrfti ekki að standa að rekstri spilakassa. Þangað til þarf stöðuga umræðu um með hvaða hætti staðið er að rekstrinum, að setja fjármagn í rannsóknir á spilafíkn og forvarnir, s.s. innleiðingu á spilakortum sem nýtast einstaklingum til að stýra og hamla eigin neyslu. Í nýlegri skýrslu frá 2023 komu fram þau sjónarmið rekstraraðila sem nýta happdrættisarð til almannaheilla að það þurfi að sporna við erlendu netspili en vísbendingar eru um að Íslendingar eyði allt að 20 milljörðum árlega í erlend netspil sem hér eru ólöglega aðgengileg. Erlendu fyrirtækin hafa því íslenskan almenning að féþúfu og nýta sér þá staðreynd að sumir ánetjast og þjást af spilafíkn. Ljóst er að brotalamir eru á lagalegri umgjörð happdrætta, ekki síst netspila, og stórefla þarf forvarnir og inngrip gegn spilafíkn. Í nýlegri umsögn Háskóla Íslands um frumvarp Flokks fólksins þar sem lagt er til að spilakassar verði bannaðir er bent á hættuna á því að starfsemin færist undir yfirborðið og verði þá enn erfiðara að ná til og aðstoða þau sem þjást af spilafíkn.“ Háskólar Fjárhættuspil Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Samtök áhugafólks um spilafíkn, sem reka vefsíðuna lokum.is, spurðu rektorsefnin um afstöðu þeirra til spilakassa Happdrætti Háskóla Íslands, en ágóðinn af kössunum er meðal annars nýttur til að viðhalda byggingum skólans og tækjakosti. Það er gegnumgangandi þema í svörum frambjóðendanna að þeir vilja koma málunum í gott horf til framtíðar en að samræðna sé þörf og lausna á fjármögnun rekturs HÍ. „Ég vil að HÍ hætti rekstri spilakassa sem fyrst. Fjárveitingarvaldið þarf þó að koma til móts við okkur en ég er bjartsýnn á að hægt verði að losa HÍ úr þessu óheilbrigða sambandi við starfsemi sem verður varla kallað annað en siðlaus. Jafnframt mun ég beita mér fyrir því að HÍ leggist á eitt með stjórnvöldum í baráttunni gegn því alvarlega og vaxandi samfélagsvandamáli sem spilafíkn er,“ segir Björn Þorsteinsson. Magnús Karl Magnússon og Silja Bára R. Ómarsdóttir eru sömuleiðis nokkuð afdráttarlaus: „Ég tel það ekki verjandi að Háskóli Íslands fjármagni sig með rekstri spilakassa sem tengjast hættu á spilafíkn. Það þarf því að finna aðrar leiðir, í samvinnu við stjórnvöld, til fjármögnunar skólans,“ segir Magnús. „Ég myndi vilja að Happdrætti Háskóla Íslands hætti að reka spilakassa en það er ekki ákvörðun einnar manneskju. Staðan er sú að samkvæmt lögum um HHÍ nr. 13/1973 skal veita ágóðanum af því til að reisa byggingar á vegum HÍ og halda þeim við. HÍ hefur þess vegna ekki aðgang að öðru fjármagni í það verkefni. Þessu myndi ég vilja breyta og þótt það sé stjórnvalda að breyta lögum og tryggja fjármögnun með öðrum hætti, þá mun ég sem rektor þrýsta á samtal um slíkar breytingar,“ svarar Silja. Ingibjörg Gunnarsdóttir segir málið flóknara en svo að spurningunni sé hægt að svar með já eða nei. „Það er ómögulegt að svara þessum spurningum játandi eða neitandi án útskýringa og umræðu. Ég vísa til greinargerðar starfshóps um álitamál tengd tekjuöflun HHÍ sem ég leiddi árið 2021. Verði ég rektor mun málið verða á dagskrá, enda nauðsynlegt að finna góða lausn til framtíðar,“ segir hún. Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir segir óskastöðuna þá að HÍ þurfi ekki að standa að rekstri spilakassa. „Ég tel brýnt að vinna með stjórnvöldum að langtímaáætlun um að fjármögnun til reksturs Háskóla Íslands verði með þeim hætti að dregið verði stórlega úr vægi spilakassa sem grundvallar uppbyggingar húsnæðis. Óskastaðan væri sú að HÍ þyrfti ekki að standa að rekstri spilakassa. Þangað til þarf stöðuga umræðu um með hvaða hætti staðið er að rekstrinum, að setja fjármagn í rannsóknir á spilafíkn og forvarnir, s.s. innleiðingu á spilakortum sem nýtast einstaklingum til að stýra og hamla eigin neyslu. Í nýlegri skýrslu frá 2023 komu fram þau sjónarmið rekstraraðila sem nýta happdrættisarð til almannaheilla að það þurfi að sporna við erlendu netspili en vísbendingar eru um að Íslendingar eyði allt að 20 milljörðum árlega í erlend netspil sem hér eru ólöglega aðgengileg. Erlendu fyrirtækin hafa því íslenskan almenning að féþúfu og nýta sér þá staðreynd að sumir ánetjast og þjást af spilafíkn. Ljóst er að brotalamir eru á lagalegri umgjörð happdrætta, ekki síst netspila, og stórefla þarf forvarnir og inngrip gegn spilafíkn. Í nýlegri umsögn Háskóla Íslands um frumvarp Flokks fólksins þar sem lagt er til að spilakassar verði bannaðir er bent á hættuna á því að starfsemin færist undir yfirborðið og verði þá enn erfiðara að ná til og aðstoða þau sem þjást af spilafíkn.“
Háskólar Fjárhættuspil Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira