Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra, segir hins vegar enn beðið eftir leyfi frá yfirvöldum í Dóminíska lýðveldinu. Unnið sé að málinu.
Til stóð að Magnús flygi heim til Íslands í gegnum Frankfurt þann 10. september 2023 en viku síðar hafði hann enn ekki skilað sér heim.
Fjölskylda hans tilkynnti um hvarfið en systir Magnúsar, Rannveig Karlsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu að Magnús hefði rætt við foreldra sína og aðra fjölskyldumeðlimi áður en hann fór í flugið. Síðan hefði ekkert heyrst frá honum.
Síðar kom í ljós að Magnús virtist yfirgefa flugvöllinn og setjast um borð í bifreið.
Óttast var að andleg veikindi sem Magnús glímdi við hefðu tekið sig upp aftur.