Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2025 21:08 Halla Gunnarsdóttir er nýr formaður VR. Vísir Halla Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður VR með tæplega helming atkvæða, segist vilja hefja undirbúning fyrir gerð næstu kjarasamninga strax eftir aðalfund félagsins í lok mars. Nauðsynlegt sé að fylgja eftir loforðum stjórnvalda og stórfyrirtækja um að halda aftur af verðhækkunum og fara meitluð inn í næstu kjaraviðræður. Halla Gunnarsdóttir hlaut alls 4380 af því 9581 sem greitt var eða 45,72 prósent. Þorsteinn Skúli Sveinsson kom næstur með 1958 atkvæði eða 20,44 prósent, þar á eftir Flosi Eiríksson með 1605 atkvæði eða 16,75 prósent og svo Bjarni Þór Sigurðsson með 1225 atkvæði, 12,79 prósent. Hún segist fyrsta mál á dagskrá vera að undirbúa næstu kjarasamninga og fylgja þeim eftir sem eru í gildi. „Ég hef sagt það að strax eftir aðalfund félagsins í lok mars eigum við að hefja undirbúning fyrir næstu kjarasamninga. Við erum inni í langtímakjarasaminingum sem voru gerðir við ákveðnar aðstæður, við þurfum að fylgja þeim eftir, við þurfum að fylgja eftir þeim loforðum sem komu frá stjórnvöldum en líka þeim yfirlýsingum frá atvinnurekendum og frá stórum fyrirtækjum um að ætla að halda í sér í verðhækkunum sem við erum ekki alveg að sjá raungerast. Svo þurfum við að fara ofboðslega meitluð og tilbúin inn í næstu kjaraviðræður,“ segir hún. Ótímabært að tala um fylkingar Aðspurð segir hún það ótímabært að segja hvort hún taki sess Ragnars Þórs fráfarandi formanns við hlið Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, í því bandalagi sem þau mynduðu í aðdraganda síðustu kjarasamninga. „Það er algjörlega ótímabært að segja hvort það verði einhverjar fylkingar í aðdraganda næstu kjarasamninga. Auðvitað eiga þær oft rétt á sér, sérstaklega þegar við ætlum að reyna að ná fram stórum umbótum á hag og kjörum vinnandi fólks, þegar það þarf að byggja nýtt Breiðholt eða annað slíkt eins og er svo sem full ástæða til að gera núna, þá getur verið mikilvægt að mynda bandalög og fara saman en inn í kjaraviðræður ætla ég að fara fyrst og fremst að fara með hagsmuni VR-félaga að leiðarljósi,“ segir Halla. Verkefnin bíða Hún segist ætla að fagna í kvöld en að stór verkefni bíði strax á morgun. „Ég er búin að hafa hóp að fólki með mér í þessu. Það eru búnir að birtast gamlir vinir sem ég hef ekki séð í langan tíma, vinnufélagar, félagar mínir innan VR. Við erum búin að saman að hringja og hamast og skipuleggja og pæla. Ofboðsleg jákvæðni, ofboðslegur kraftur og ég er náttúrlega að springa úr þakklæti. Ætli maður fái ekki að dvelja aðeins í þeirri tilfinningu í kvöld og svo halda áfram á morgun,“ segir Halla Gunnarsdóttir formaður VR. Formannskjör í VR 2025 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir hlaut alls 4380 af því 9581 sem greitt var eða 45,72 prósent. Þorsteinn Skúli Sveinsson kom næstur með 1958 atkvæði eða 20,44 prósent, þar á eftir Flosi Eiríksson með 1605 atkvæði eða 16,75 prósent og svo Bjarni Þór Sigurðsson með 1225 atkvæði, 12,79 prósent. Hún segist fyrsta mál á dagskrá vera að undirbúa næstu kjarasamninga og fylgja þeim eftir sem eru í gildi. „Ég hef sagt það að strax eftir aðalfund félagsins í lok mars eigum við að hefja undirbúning fyrir næstu kjarasamninga. Við erum inni í langtímakjarasaminingum sem voru gerðir við ákveðnar aðstæður, við þurfum að fylgja þeim eftir, við þurfum að fylgja eftir þeim loforðum sem komu frá stjórnvöldum en líka þeim yfirlýsingum frá atvinnurekendum og frá stórum fyrirtækjum um að ætla að halda í sér í verðhækkunum sem við erum ekki alveg að sjá raungerast. Svo þurfum við að fara ofboðslega meitluð og tilbúin inn í næstu kjaraviðræður,“ segir hún. Ótímabært að tala um fylkingar Aðspurð segir hún það ótímabært að segja hvort hún taki sess Ragnars Þórs fráfarandi formanns við hlið Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, í því bandalagi sem þau mynduðu í aðdraganda síðustu kjarasamninga. „Það er algjörlega ótímabært að segja hvort það verði einhverjar fylkingar í aðdraganda næstu kjarasamninga. Auðvitað eiga þær oft rétt á sér, sérstaklega þegar við ætlum að reyna að ná fram stórum umbótum á hag og kjörum vinnandi fólks, þegar það þarf að byggja nýtt Breiðholt eða annað slíkt eins og er svo sem full ástæða til að gera núna, þá getur verið mikilvægt að mynda bandalög og fara saman en inn í kjaraviðræður ætla ég að fara fyrst og fremst að fara með hagsmuni VR-félaga að leiðarljósi,“ segir Halla. Verkefnin bíða Hún segist ætla að fagna í kvöld en að stór verkefni bíði strax á morgun. „Ég er búin að hafa hóp að fólki með mér í þessu. Það eru búnir að birtast gamlir vinir sem ég hef ekki séð í langan tíma, vinnufélagar, félagar mínir innan VR. Við erum búin að saman að hringja og hamast og skipuleggja og pæla. Ofboðsleg jákvæðni, ofboðslegur kraftur og ég er náttúrlega að springa úr þakklæti. Ætli maður fái ekki að dvelja aðeins í þeirri tilfinningu í kvöld og svo halda áfram á morgun,“ segir Halla Gunnarsdóttir formaður VR.
Formannskjör í VR 2025 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira