Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2025 18:30 Áslaug Arna segir um alvarlegan dómgreindarbrest að ræða, eða þaðan af verra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir orðræðu menntamálaráðherra í garð íslenskra dómstóla óábyrga og hættulega. Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagðist í dag hafa misst alla trú á réttlæti í íslensku dómskerfi eftir að hafa tapað bótamáli á hendur íslenska ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra manns hennar árið 2017. Þau keyptu húsið aftur af Arion banka tveimur árum seinna á sama verði og þau höfðu keypt það árið 2008. Grafi undan trausti á réttarkerfinu Íslenska ríkið var sýknað af öllum kröfum Ásthildar Lóu og Hafþórs Ólafssonar eiginmanns hennar vegna fyrningar. Þau höfðuðu málið í nóvember árið 2023 en málið var fyrnt að mati dómstóla árið 2022. „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum,“ sagði ráðherrann en ekki er algengt að handhafar framkvæmda- og löggjafarvaldsins lýsi yfir vantrausti á alla handhafa dómsvaldsins. Áslaug Arna sem var sjálf dómsmálaráðherra á árunum 2019 til 2021 segir ummæli Ásthildar Lóu til þess fallin að grafa undan trausti almennings á réttarkerfinu og sýna lítilsvirðingu fyrir sjálfstæði dómsvaldsins. „Ef ráðherrar ríkisstjórnarinnar sjálfir hafa misst trú á réttlæti íslenskra dómstóla, hvernig eigum við þá að ætlast til þess að borgararnir geri það?“ segir hún í færslu sem hún birti á samfélagmiðlum. Meðvituð atlaga að sjálfstæði dómsvaldsins Eðlilegt sé að einstaklingar séu ósáttir við niðurstöður dómstóla eða telji þær rangar og að gagnrýni byggð á rökum eigi fullt erindi í lýðræðislegri umræðu. „En að ráðherra, sem sjálfur er hluti af framkvæmdavaldinu, ráðist á dómsvaldið með svona alhæfingum er aftur á móti algjörlega óásættanlegt. Það dregur úr trúverðugleika réttarkerfisins og vegur að grunnstoðum lýðræðisins,“ segir Áslaug Arna. „Annaðhvort er þetta alvarlegur dómgreindarbrestur eða meðvituð atlaga að sjálfstæði dómsvaldsins. Hvorugt er ásættanlegt,“ segir hún. Dómsmál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagðist í dag hafa misst alla trú á réttlæti í íslensku dómskerfi eftir að hafa tapað bótamáli á hendur íslenska ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra manns hennar árið 2017. Þau keyptu húsið aftur af Arion banka tveimur árum seinna á sama verði og þau höfðu keypt það árið 2008. Grafi undan trausti á réttarkerfinu Íslenska ríkið var sýknað af öllum kröfum Ásthildar Lóu og Hafþórs Ólafssonar eiginmanns hennar vegna fyrningar. Þau höfðuðu málið í nóvember árið 2023 en málið var fyrnt að mati dómstóla árið 2022. „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum,“ sagði ráðherrann en ekki er algengt að handhafar framkvæmda- og löggjafarvaldsins lýsi yfir vantrausti á alla handhafa dómsvaldsins. Áslaug Arna sem var sjálf dómsmálaráðherra á árunum 2019 til 2021 segir ummæli Ásthildar Lóu til þess fallin að grafa undan trausti almennings á réttarkerfinu og sýna lítilsvirðingu fyrir sjálfstæði dómsvaldsins. „Ef ráðherrar ríkisstjórnarinnar sjálfir hafa misst trú á réttlæti íslenskra dómstóla, hvernig eigum við þá að ætlast til þess að borgararnir geri það?“ segir hún í færslu sem hún birti á samfélagmiðlum. Meðvituð atlaga að sjálfstæði dómsvaldsins Eðlilegt sé að einstaklingar séu ósáttir við niðurstöður dómstóla eða telji þær rangar og að gagnrýni byggð á rökum eigi fullt erindi í lýðræðislegri umræðu. „En að ráðherra, sem sjálfur er hluti af framkvæmdavaldinu, ráðist á dómsvaldið með svona alhæfingum er aftur á móti algjörlega óásættanlegt. Það dregur úr trúverðugleika réttarkerfisins og vegur að grunnstoðum lýðræðisins,“ segir Áslaug Arna. „Annaðhvort er þetta alvarlegur dómgreindarbrestur eða meðvituð atlaga að sjálfstæði dómsvaldsins. Hvorugt er ásættanlegt,“ segir hún.
Dómsmál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sjá meira