Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Þór Stefánsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 13. mars 2025 11:02 Þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. „Rannsóknin er enn á frumstigi. Það er mikil gagnaöflun í gangi og mikið um skýrslutökur. En í þeirri vinnu er að verða skýrari og skýrari mynd. En ég tek aftur fram að við erum á frumstigi,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi um rannsókn á manndrápi. Líkt og greint hefur verið frá fannst maður á sjötugsaldri þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi snemma á þriðjudagsmorgun og lést samkvæmt tilkynningu lögreglunnar stuttu eftir komu á spítala. Lögregla hóf leit að manninum kvöldið áður eftir að þeim hafði verið tilkynnt að hann hefði horfið af heimili sínu og óttast væri um hann. Samkvæmt tilkynningu grunaði lögreglu snemma að um frelsissviptingu væri að ræða. Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfu lögreglunnar um að þrír verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Alls hefur verið greint frá átta handtökum. Þeim fimm, sem ekki var krafist að yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald, hefur verið sleppt úr haldi. Að minnsta kosti einn gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Í kvöldfréttum Rúv í gær kom fram að eins manns væri enn leitað vegna rannsóknarinnar. Jón Gunnar fékkst ekki til að staðfesta það. Heimildir fréttastofu herma að eins sé sannarlega leitað, en sá sé ekki talinn vera höfuðpaur í málinu. Jón Gunnar segir að á meðal þeirra atriða sem verið er að rannsaka sé fjárkúgun. „Eins og ég sagði er að koma ákveðin sýn á þetta, en ég get ekki farið nánar út í það.“ Hann segir að í svona málum sé yfirleitt lagt hald á muni, en á hvað hafi verið lagt hald á geti hann ekki farið útí að svo stöddu. Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá fannst maður á sjötugsaldri þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi snemma á þriðjudagsmorgun og lést samkvæmt tilkynningu lögreglunnar stuttu eftir komu á spítala. Lögregla hóf leit að manninum kvöldið áður eftir að þeim hafði verið tilkynnt að hann hefði horfið af heimili sínu og óttast væri um hann. Samkvæmt tilkynningu grunaði lögreglu snemma að um frelsissviptingu væri að ræða. Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfu lögreglunnar um að þrír verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Alls hefur verið greint frá átta handtökum. Þeim fimm, sem ekki var krafist að yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald, hefur verið sleppt úr haldi. Að minnsta kosti einn gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Í kvöldfréttum Rúv í gær kom fram að eins manns væri enn leitað vegna rannsóknarinnar. Jón Gunnar fékkst ekki til að staðfesta það. Heimildir fréttastofu herma að eins sé sannarlega leitað, en sá sé ekki talinn vera höfuðpaur í málinu. Jón Gunnar segir að á meðal þeirra atriða sem verið er að rannsaka sé fjárkúgun. „Eins og ég sagði er að koma ákveðin sýn á þetta, en ég get ekki farið nánar út í það.“ Hann segir að í svona málum sé yfirleitt lagt hald á muni, en á hvað hafi verið lagt hald á geti hann ekki farið útí að svo stöddu.
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira