Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2025 12:00 Upphaflegt tilboð Al-Hilal myndi tryggja Van Dijk 2,9 milljarða króna í árslaun. Getty/Joe Prior Vangaveltur halda áfram um framtíð Virgils van Dijk nú þegar samningur hans við Liverpool rennur brátt út. Hann er með til skoðunar tilboð frá Al-Hilal í Sádi-Arabíu sem sækir fast að fá Hollendinginn fyrir HM félagsliða í sumar. Hinn virti franski miðill L'Equipe greinir frá þessu og segir að Al-Hilal hafi boðið Van Dijk árslaun upp á 20 milljónir evra, sem jafngildir rúmlega 2,9 milljörðum íslenskra króna. Það þýðir að ef að Van Dijk samþykkir tilboðið mun hann fá meira en átta milljónir króna á dag í sinn vasa. Van Dijk, sem er 33 ára, er einn þriggja lykilleikmanna Liverpool sem mikil óvissa ríkir um en þeir Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold eru einnig með samninga sem renna út í sumar. Van Dijk er sagður eiga eftir að bregðast við tilboði Al-Hilal og samkvæmt L'Equipe vill hann fyrst einbeita sér að lokum tímabilsins með Liverpool sem mætir Newcastle í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag og er á góðri leið með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn. Það að Liverpool sé úr leik í Meistaradeild Evrópu gæti hins vegar flýtt fyrir ákvörðun hjá honum. Þá sást til Van Dijk ræða við forráðamenn PSG á göngunum á Anfield eftir að Liverpool féll úr leik í fyrrakvöld sem þykir renna stoðum undir að hann gæti verið á förum til franska félagsins. Sjálfur segist Van Dijk ekki vera búinn að taka neina ákvörðun um sína framtíð og að allt tal um annað sé einfaldlega lygi. Hann hefur spilað með Liverpool frá janúar 2018 og skrifaði undir nýjasta samning sinn í ágúst árið 2021. „Það er engin biðstaða. Við erum ekki að bíða með neitt. Það er ekkert klárt og ég er alltaf að segja það sama,“ sagði Van Dijk í vikunni. „Það eru tíu leikir eftir og ég er að einbeita mér að þeim. Ef það verða einhverja fréttir af þessum málum þá fáið þið að vita það. Ég veit ekkert sjálfur. Allir vita að það eru einhverjar viðræður á bak við tjöldin en það nær ekkert lengra,“ sagði Van Dijk. Al-Hilal hefur einnig reynt að fá Raphinha en þessi 28 ára Brasilíumaður er samningsbundinn Barcelona til 2027 og vill halda kyrru fyrir hjá spænska risanum með HM á næsta ári í huga. Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
Hinn virti franski miðill L'Equipe greinir frá þessu og segir að Al-Hilal hafi boðið Van Dijk árslaun upp á 20 milljónir evra, sem jafngildir rúmlega 2,9 milljörðum íslenskra króna. Það þýðir að ef að Van Dijk samþykkir tilboðið mun hann fá meira en átta milljónir króna á dag í sinn vasa. Van Dijk, sem er 33 ára, er einn þriggja lykilleikmanna Liverpool sem mikil óvissa ríkir um en þeir Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold eru einnig með samninga sem renna út í sumar. Van Dijk er sagður eiga eftir að bregðast við tilboði Al-Hilal og samkvæmt L'Equipe vill hann fyrst einbeita sér að lokum tímabilsins með Liverpool sem mætir Newcastle í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag og er á góðri leið með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn. Það að Liverpool sé úr leik í Meistaradeild Evrópu gæti hins vegar flýtt fyrir ákvörðun hjá honum. Þá sást til Van Dijk ræða við forráðamenn PSG á göngunum á Anfield eftir að Liverpool féll úr leik í fyrrakvöld sem þykir renna stoðum undir að hann gæti verið á förum til franska félagsins. Sjálfur segist Van Dijk ekki vera búinn að taka neina ákvörðun um sína framtíð og að allt tal um annað sé einfaldlega lygi. Hann hefur spilað með Liverpool frá janúar 2018 og skrifaði undir nýjasta samning sinn í ágúst árið 2021. „Það er engin biðstaða. Við erum ekki að bíða með neitt. Það er ekkert klárt og ég er alltaf að segja það sama,“ sagði Van Dijk í vikunni. „Það eru tíu leikir eftir og ég er að einbeita mér að þeim. Ef það verða einhverja fréttir af þessum málum þá fáið þið að vita það. Ég veit ekkert sjálfur. Allir vita að það eru einhverjar viðræður á bak við tjöldin en það nær ekkert lengra,“ sagði Van Dijk. Al-Hilal hefur einnig reynt að fá Raphinha en þessi 28 ára Brasilíumaður er samningsbundinn Barcelona til 2027 og vill halda kyrru fyrir hjá spænska risanum með HM á næsta ári í huga.
Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira