Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. mars 2025 19:19 Markmiðið með uppbyggingunni er að styrkja fyrirliggjandi byggð. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur dregið úr fyrirhuguðum áformum um þéttingu byggðar í Grafarvogi. Þetta kemur fram í nýjum drögum tillögu að aðalskipulagsbreytingu um fjölgun íbúa í grónum hverfum. Fyrstu hugmyndir um uppbyggingu í Grafarvogi voru kynntar íbúum í september árið 2024 á opnu húsi. Þar var gert ráð fyrir 476 íbúðum en þeim hefur verið fækkað nú í 340. Til að mynda verða fjórtán einbýli, tuttugu íbúðir í tíu parhúsum og 130 íbúðir í sjö fjölbýlishúsum. „Með íbúðaruppbyggingu í grónum svæðum er verið að stuðla að aukinni skilvirkni á húsnæðismarkaði og skapa tækifæri til að mæta brýnni húsnæðisþörf með skjótari hætti og skapa fjölbreytileika húsagerða og búsetukosta hverfisins,“ stendur í fréttatilkynningu Reykjavíkurborgar. Mikil óánægja var meðal íbúa í Grafarvogi, þá sérstaklega þeirra sem búa í Rimahverfi. Íbúar við Sóleyjarima og Smárarima stofnuðu undirskriftalista til að mótmæla byggingu fjölbýlishúss á svæði milli gatnanna. Þegar upprunalega tillagan var birt í skipulagsgáttinni bárust alls 848 athugasemdir frá íbúum. Flestar þeirra vörðuðu Víkurhverfi og Sóleyjarima. Hér má sjá svæðið milli Sóleyjarima og Smárarima þar sem byggja átti stórt fjölbýlishús. Grafík/Sara „Við Sóleyjarima var byggingarmagn minnkað frá samkeppnistillögu sem var 8000 fermetra í 4650 fermetra sem gerir alls 42% minnkun á byggingarmagni. Íbúðir voru 80 á samkeppnisstigi en verða alls 52,“ stendur í tilkynningunni. Þá verði öll byggð á tveimur hæðum í stað tveggja til þriggja og bílastæðahús fjarlægt. Í Víkurhverfi var íbúðum fækkað úr 48 í tólf við Hamravík og Breiðavík. Þá var hætt við að byggja tólf íbúðir við Víkurskóla „til að skerða ekki framtíðaruppbyggingu lóðar tengda leikskóla og skóla.“ Við Gangveg er nú gert ráð fyrir íbúðabyggð með 48 íbúðum í staðinn fyrir 68. Við Völundarhús var hætt við framkvæmdir á einni lóð en þar áttu að rísa einbýli og tvíbýlishús en einnig var fyrirhugað parhús með átta íbúðum en þær verða einungis sex. Tvær einbýlishúsalóðir voru teknar út við Garðsstaði, ein við Tröllaborgir, ein við Vesturfold ásamt einni lóð við Fannafold þar sem „hún þótti ákjósanleg fyrir leiksvæði í framtíðinni.“ Íbúðum við Lokinhamra var fækkað úr fjórtán íbúðir í átta. Kynningarfundur verður haldinn í næstu viku á Borgum í Grafarvogi. Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Fyrstu hugmyndir um uppbyggingu í Grafarvogi voru kynntar íbúum í september árið 2024 á opnu húsi. Þar var gert ráð fyrir 476 íbúðum en þeim hefur verið fækkað nú í 340. Til að mynda verða fjórtán einbýli, tuttugu íbúðir í tíu parhúsum og 130 íbúðir í sjö fjölbýlishúsum. „Með íbúðaruppbyggingu í grónum svæðum er verið að stuðla að aukinni skilvirkni á húsnæðismarkaði og skapa tækifæri til að mæta brýnni húsnæðisþörf með skjótari hætti og skapa fjölbreytileika húsagerða og búsetukosta hverfisins,“ stendur í fréttatilkynningu Reykjavíkurborgar. Mikil óánægja var meðal íbúa í Grafarvogi, þá sérstaklega þeirra sem búa í Rimahverfi. Íbúar við Sóleyjarima og Smárarima stofnuðu undirskriftalista til að mótmæla byggingu fjölbýlishúss á svæði milli gatnanna. Þegar upprunalega tillagan var birt í skipulagsgáttinni bárust alls 848 athugasemdir frá íbúum. Flestar þeirra vörðuðu Víkurhverfi og Sóleyjarima. Hér má sjá svæðið milli Sóleyjarima og Smárarima þar sem byggja átti stórt fjölbýlishús. Grafík/Sara „Við Sóleyjarima var byggingarmagn minnkað frá samkeppnistillögu sem var 8000 fermetra í 4650 fermetra sem gerir alls 42% minnkun á byggingarmagni. Íbúðir voru 80 á samkeppnisstigi en verða alls 52,“ stendur í tilkynningunni. Þá verði öll byggð á tveimur hæðum í stað tveggja til þriggja og bílastæðahús fjarlægt. Í Víkurhverfi var íbúðum fækkað úr 48 í tólf við Hamravík og Breiðavík. Þá var hætt við að byggja tólf íbúðir við Víkurskóla „til að skerða ekki framtíðaruppbyggingu lóðar tengda leikskóla og skóla.“ Við Gangveg er nú gert ráð fyrir íbúðabyggð með 48 íbúðum í staðinn fyrir 68. Við Völundarhús var hætt við framkvæmdir á einni lóð en þar áttu að rísa einbýli og tvíbýlishús en einnig var fyrirhugað parhús með átta íbúðum en þær verða einungis sex. Tvær einbýlishúsalóðir voru teknar út við Garðsstaði, ein við Tröllaborgir, ein við Vesturfold ásamt einni lóð við Fannafold þar sem „hún þótti ákjósanleg fyrir leiksvæði í framtíðinni.“ Íbúðum við Lokinhamra var fækkað úr fjórtán íbúðir í átta. Kynningarfundur verður haldinn í næstu viku á Borgum í Grafarvogi.
Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira