Ögurstund upp runnin hjá VR Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2025 15:24 Þessi fjögur standa nú í formannsslag, Flosi, Halla, Bjarni Þór og Þorsteinn Skúli. Það kemur á daginn að öll hafa þau varið tiltölulega hóflegum fjárhæðum í kosningabaráttuna. vísir Mikið kapp hefur hlaupið í kosningabaráttuna í VR - Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur - en henni lýkur um hádegi á morgun. Fjórir eru í framboði til formanns og er hlaupinn nokkur hiti í leikinn. Vísir hafði samband við alla frambjóðendurna fjóra, nú á lokaspretti baráttunnar og þrátt fyrir mikla spennu var gott í þeim hljóðið heilt yfir. „Ég á ekki meiri peninga“ Vísir innti þá eftir því hversu miklu þeir hafi varið í auglýsingamál og það kemur á daginn að þar er ekki um neinar fúlgur fjár að tefla. Fyrstur til svara var Bjarni Þór Sigurðsson, sem gerþekkir til í auglýsingageiranum eftir að hafa verið yfirmaður auglýsingamála á Vísi um langt skeið. Bjarni Þór og Þorsteinn Skúli ræða málefni VR í Pallborði Vísis.vísir „Því er fljótsvarað. Ég er að kaupa auglýsingar fyrir um þrjú hundruð þúsund krónur. Og svo þarf ég að bæta við 60 til 70 þúsund krónum í Facebook. Ég á bara ekki meiri peninga og þetta var það sem konan mín samþykkti að leggja í þetta af sameiginlegum fjármunum. Ég er að reka þessa baráttu sjálfur og upphæðirnar koma úr mínum vasa,“ segir Bjarni. Rukkar inn gamla greiða Flosi Eiríksson er næstur í stafrófsröð og hann segist ekki alveg búinn að taka þetta saman en þetta eru ekki stórar upphæðir. „Ég er ekki með kosningaskrifstofu. Þetta er allt unnið við borðstofuborðið hjá mér.“ Flosi kíkti í heimabankann sinn og hafði svo samband aftur: Flosi ætlar að hann hafi verið um milljón króna í kosningabaráttuna. Hann ætlar hins vegar ekki að hugsa um símreikninginn sem er væntanlegur.vísir „Mér sýnist að ég sé með birtingar, keyptar auglýsingar og slíkt í kringum eina milljón króna. Ég sé þetta ekki alveg uppá krónu. Svo er það símareikningurinn minn sem mig langar ekki að hugsa um núna.“ Flosi segist ekki hafa keypt sér neina aðstoð. „Það hefur hjálpað mér hversu nenninn ég hef verið í að hjálpa öðrum. Nú er ég að innheimta nokkur parket, mér finnst gaman að koma fólki af stað í að leggja parket. Ég er smiður.“ Ekki eins hart tekist á og fyrir tveimur árum Halla Gunnarsdóttir stendur einnig í ströngu – í mörg horn er að líta. Hún segist ekki vera með yfirlit yfir í sviphendingu. Halla er með systur sína í því að sjá um samfélagsmiðlaauglýsingar. Eftir að hún hafði skoðað þetta betur hafði hún samband á ný: Halla hafnar því alfarið að hafa misnotað aðstöðu sína í kosningabaráttunni.vísir „Þetta eru 560 þúsund. Það er þá birtingarkostnaður. Samfélagsmiðlar eru í kringum 200 þúsund og svo vorum við með eina auglýsingu í Mogganum, sem kostaði 120 þúsund. Og svo útvarpsauglýsingar fyrir 240 þúsund krónur; á Rás eitt og tvö og Bylgju.“ Halla segir vissulega hasar í kosningabaráttunni en hún telur hana ekki eins harða og var fyrir tveimur árum síðan þegar Ragnar Þór Ingólfsson tókst á við Elvu Hrönn Hjartardóttur. Þá gengu ásakanir um óheiðarleika á víxl. Ekki að bjóða sig fram til forseta Íslands Síðastur í stafrófsröð er Þorsteinn Skúli Sveinsson. Hann sagði baráttuna ganga vel. Hún hafi að mestu verið laus við persónuárásir eins og mátti sjá fyrir tveimur árum. „En hér kemur sundurliðun vegna kostnaðar við kosningaþátttöku minnar í VR,“ segir Þorsteinn: „Meta (Facebook og Instagram) birting auglýsinga kr. 200.000. Auglýsingagerð öll unnin af eiginkonu minni. Kökur sem voru í boði í vinnustaðaheimsóknum kr. 40.000. Engar auglýsingar í blöðum eða útvarpi.“ Þessi kostnaður hlýtur að teljast hóflegur, Þorsteinn segir að það sé nú ekki eins og verið sé að bjóða sig til forseta lýðveldisins. Halla hafnar því að hún hafi misnotað aðstöðu sína Allir karlarnir þrír nefndu að Halla hefði óneitanlega notið forskots þar sem hún sæti í formannsstóli. „Það er klárt mál að hún hefur notfært sér þá stöðu. Hún vissi alveg hvað hún var að gera þegar hún tók við af Ragnari og fór til að mynda í vinnustaðaheimsóknir og lagði línurnar,“ segir til að mynda Þorsteinn. „Það er gagnrýnivert líka að hún fer ekki í leyfi, ég þurfti að fara í leyfi frá mínu starfi meðan ég er í framboði en hún er enn sem formaður á fullu í framboði og er þar með ekki að sinna starfi sem formaður.“ Hinir taka í sama streng en Halla telur þetta ekki sanngjarna gagnrýni að hún hafi misnotað aðstöðu sína, það sé af og frá: „Það eru mjög skýrar reglur um þetta hjá VR. Þegar búið er að samþykkja öll framboð þá var bara lokað á öll kerfi gagnvart mér, skjalakerfi og félagatali. Þannig að ég er bara með sömu gögn og allir aðrir. Svona hefur þetta verið í öllum formannskosningum, ég geng inn í sama kerfi og allir aðrir,“ segir Halla. Nú er bara að sjá hvað kjósendum sýnist, það kemur í ljós á morgun. Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Vísir hafði samband við alla frambjóðendurna fjóra, nú á lokaspretti baráttunnar og þrátt fyrir mikla spennu var gott í þeim hljóðið heilt yfir. „Ég á ekki meiri peninga“ Vísir innti þá eftir því hversu miklu þeir hafi varið í auglýsingamál og það kemur á daginn að þar er ekki um neinar fúlgur fjár að tefla. Fyrstur til svara var Bjarni Þór Sigurðsson, sem gerþekkir til í auglýsingageiranum eftir að hafa verið yfirmaður auglýsingamála á Vísi um langt skeið. Bjarni Þór og Þorsteinn Skúli ræða málefni VR í Pallborði Vísis.vísir „Því er fljótsvarað. Ég er að kaupa auglýsingar fyrir um þrjú hundruð þúsund krónur. Og svo þarf ég að bæta við 60 til 70 þúsund krónum í Facebook. Ég á bara ekki meiri peninga og þetta var það sem konan mín samþykkti að leggja í þetta af sameiginlegum fjármunum. Ég er að reka þessa baráttu sjálfur og upphæðirnar koma úr mínum vasa,“ segir Bjarni. Rukkar inn gamla greiða Flosi Eiríksson er næstur í stafrófsröð og hann segist ekki alveg búinn að taka þetta saman en þetta eru ekki stórar upphæðir. „Ég er ekki með kosningaskrifstofu. Þetta er allt unnið við borðstofuborðið hjá mér.“ Flosi kíkti í heimabankann sinn og hafði svo samband aftur: Flosi ætlar að hann hafi verið um milljón króna í kosningabaráttuna. Hann ætlar hins vegar ekki að hugsa um símreikninginn sem er væntanlegur.vísir „Mér sýnist að ég sé með birtingar, keyptar auglýsingar og slíkt í kringum eina milljón króna. Ég sé þetta ekki alveg uppá krónu. Svo er það símareikningurinn minn sem mig langar ekki að hugsa um núna.“ Flosi segist ekki hafa keypt sér neina aðstoð. „Það hefur hjálpað mér hversu nenninn ég hef verið í að hjálpa öðrum. Nú er ég að innheimta nokkur parket, mér finnst gaman að koma fólki af stað í að leggja parket. Ég er smiður.“ Ekki eins hart tekist á og fyrir tveimur árum Halla Gunnarsdóttir stendur einnig í ströngu – í mörg horn er að líta. Hún segist ekki vera með yfirlit yfir í sviphendingu. Halla er með systur sína í því að sjá um samfélagsmiðlaauglýsingar. Eftir að hún hafði skoðað þetta betur hafði hún samband á ný: Halla hafnar því alfarið að hafa misnotað aðstöðu sína í kosningabaráttunni.vísir „Þetta eru 560 þúsund. Það er þá birtingarkostnaður. Samfélagsmiðlar eru í kringum 200 þúsund og svo vorum við með eina auglýsingu í Mogganum, sem kostaði 120 þúsund. Og svo útvarpsauglýsingar fyrir 240 þúsund krónur; á Rás eitt og tvö og Bylgju.“ Halla segir vissulega hasar í kosningabaráttunni en hún telur hana ekki eins harða og var fyrir tveimur árum síðan þegar Ragnar Þór Ingólfsson tókst á við Elvu Hrönn Hjartardóttur. Þá gengu ásakanir um óheiðarleika á víxl. Ekki að bjóða sig fram til forseta Íslands Síðastur í stafrófsröð er Þorsteinn Skúli Sveinsson. Hann sagði baráttuna ganga vel. Hún hafi að mestu verið laus við persónuárásir eins og mátti sjá fyrir tveimur árum. „En hér kemur sundurliðun vegna kostnaðar við kosningaþátttöku minnar í VR,“ segir Þorsteinn: „Meta (Facebook og Instagram) birting auglýsinga kr. 200.000. Auglýsingagerð öll unnin af eiginkonu minni. Kökur sem voru í boði í vinnustaðaheimsóknum kr. 40.000. Engar auglýsingar í blöðum eða útvarpi.“ Þessi kostnaður hlýtur að teljast hóflegur, Þorsteinn segir að það sé nú ekki eins og verið sé að bjóða sig til forseta lýðveldisins. Halla hafnar því að hún hafi misnotað aðstöðu sína Allir karlarnir þrír nefndu að Halla hefði óneitanlega notið forskots þar sem hún sæti í formannsstóli. „Það er klárt mál að hún hefur notfært sér þá stöðu. Hún vissi alveg hvað hún var að gera þegar hún tók við af Ragnari og fór til að mynda í vinnustaðaheimsóknir og lagði línurnar,“ segir til að mynda Þorsteinn. „Það er gagnrýnivert líka að hún fer ekki í leyfi, ég þurfti að fara í leyfi frá mínu starfi meðan ég er í framboði en hún er enn sem formaður á fullu í framboði og er þar með ekki að sinna starfi sem formaður.“ Hinir taka í sama streng en Halla telur þetta ekki sanngjarna gagnrýni að hún hafi misnotað aðstöðu sína, það sé af og frá: „Það eru mjög skýrar reglur um þetta hjá VR. Þegar búið er að samþykkja öll framboð þá var bara lokað á öll kerfi gagnvart mér, skjalakerfi og félagatali. Þannig að ég er bara með sömu gögn og allir aðrir. Svona hefur þetta verið í öllum formannskosningum, ég geng inn í sama kerfi og allir aðrir,“ segir Halla. Nú er bara að sjá hvað kjósendum sýnist, það kemur í ljós á morgun.
Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira