Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir og Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifa 13. mars 2025 09:03 Allar lífverur hafa svo kallaða innri lífsklukku sem tengist snúningi jarðar og er í takti við sólarhringinn, 24 klukkustunda hring birtu og myrkurs. Hjá fólki er þessi klukka ýmist nefnd lífsklukka eða líkamsklukka. Reyndar er ekki bara ein lífsklukka í líkama okkar heldur fyrirfinnast lífsklukkur í nánast öllum frumum líkamans. Þó er ein aðalklukka eða stjórnklukka í hverjum líkama sem er staðsett í heilanum og stjórnar öllum hinum klukkum líkamans. Hvers konar fyrirbæri er lífsklukkan? Það má líkja lífsklukkunni við líffæri sem er samsett úr mörgum prótínum og erfðavísum. Þegar sérhæfðar frumur í augum okkar nema ljós úr umhverfinu og senda skilaboð til stjórnklukkunnar í heilanum þá bregst hún við kallinu og sendir skilaboð til allra hinna lífsklukkna líkamans. Skilaboðin fara eftir magni birtu og myrkurs í umhverfi okkar og sveiflast því í takt við sólarhringinn. Stjórnklukkan er þannig með innbyggða daglega sveiflu sem nefnist dægursveifla. Dagsbirta veldur því að lífsklukkan sendir skilaboð um að draga úr framleiðslu á hormóninu melatóníni (oft kallað svefnhormón) en einnig sendir lífsklukkan boð um að auka kortisólframleiðslu líkamans og býr okkur þannig undir að takast á við verkefni dagsins. Og með dvínandi dagsbirtu þá sendir lífsklukkan skilaboð um að auka framleiðslu melatóníns sem er þá mest á kvöldin og gerir okkur syfjuð. Hvaða hlutverki gegnir lífsklukkan? Það má hugsa sér að stjórnklukkan í heilanum sé hljómsveitarstjórinn sem sveiflar tónsprotanum og stjórnar þannig hljómsveitinni sem má líkja við allar hinar lífsklukkur líkamans. Lífsklukkan stjórnar þannig dægursveiflunum og hefur áhrif á hin ýmsu ferli, meðal annars líkamshita, blóðþrýsting og hvenær við sofum og hvenær við vökum. En lífsklukkan hefur líka áhrif á hugræna virkni okkar. Og góð hugræn virkni, t.d. hversu fljótur heilinn okkar er að vinna úr og bregðast við upplýsingum og áreiti í umhverfi okkar, er mjög mikilvæg í daglegu lífi, í leik, námi og starfi. Hvað hefur áhrif á lífsklukkuna og dægursveiflurnar? Eins og áður hefur komið fram þá er það fyrst og fremst ljós í umhverfi okkar sem hefur áhrif á lífsklukkuna og dægursveiflur. Dagsbirtan og einkum morgunbirtan (sem felur í sér hlutfallslega mest af bláu ljósi) stillir lífsklukkuna okkar og heldur henni í takti við sólarhringinn. En það er ekki bara náttúrulegt ljós sem hefur áhrif á lífsklukkuna, heldur hefur ljós í umhverfinu og þá sérstaklega blátt ljós frá t.d. tölvuskjám og símum áhrif. Því getur skjánotkun að kvöldi dregið úr framleiðslu svefnhormónsins – og þar með þreytu - og haft neikvæð áhrif á svefn. En ýmis samfélagsleg viðmið og kröfur geta líka haft áhrif eins og t.d. upphaf og lengd vinnu- og skóladags, vaktavinna, skemmtanir, hávaði og ljós í okkar nánasta umhverfi. Einnig getur það að ferðast milli tímabelta raskað lífsklukkunni svo og streita, sjúkdómar og meðferðir við þeim. Röskun á dægursveiflum lífsklukkunnar getur því miður haft ýmsar og misalvarlegar afleiðingarnar í för með sér svo sem þreytu, depurð, hugræna skerðingu og sjúkdóma. Hvað getum við gert til að viðhalda takti lífsklukkunnar og góðri dægursveiflu? Sem betur fer er hægt að endurstilla raskaða lífsklukku og þar eru nokkrar leiðir færar. Rannsóknir, greinarhöfunda og annarra, hafa sýnt að regluleg hreyfing hjálpar, einnig sérhæfðar sálfræðimeðferðir en meðferð með ljósi hefur þó reynst einna best, m.a. vegna þess hve einföld hún er í framkvæmd, krefst almennt lítillar fyrirhafnar og er því á heildina litið hagkvæm. Ef endurstilla á lífsklukkuna og ná fram góðum dægursveiflum með ljósameðferð þá er ýmist hægt að nota dægursveiflu-örvandi ljósalampa eða ljósagleraugu en einnig er hægt að setja upp dægursveiflu-örvandi ljós á vinnustöðum eða í skólum. Fyrir stærstan hluta almennings er þó besta ráðið að passa upp á að njóta dagsbirtu fyrri hluta hvers dags og enn betra er að hreyfa sig í leiðinni. Þá ættum við að vera í góðum takti og sveiflu. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundar vinna við kennslu og rannsóknir í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Tengdar fréttir Að missa sjón þó augun virki Stundum missum við sjón þó ekkert sé að augunum. Heilatengd sjónskerðing er regnhlífarheiti yfir alla þá sjónrænu kvilla sem koma til vegna skaða á sjónúrvinnslustöðvum heilans. Þegar ekkert bjátar á greina augun ljós og senda boð aftur til heila sem vinnur úr uppýsingunum. 10. mars 2025 09:32 Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? „Öll viljum við lifa lengi, en ekkert okkar vill verða gamalt.“ - Benjamin Franklin 11. mars 2025 09:01 Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Í fyrra kom út bókin The Anxious Generation eftir Jonathan Haidt sem hefur náð gífurlegum vinsældum á heimsvísu, þ. á m. á Íslandi. Í bókinni vísar Haidt í vísindaleg gögn sem benda tvímælalaust til þess að vanlíðan og geðræn einkenni hafi aukist hjá ungmennum á síðastliðnum 15 árum. 12. mars 2025 09:00 Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Allar lífverur hafa svo kallaða innri lífsklukku sem tengist snúningi jarðar og er í takti við sólarhringinn, 24 klukkustunda hring birtu og myrkurs. Hjá fólki er þessi klukka ýmist nefnd lífsklukka eða líkamsklukka. Reyndar er ekki bara ein lífsklukka í líkama okkar heldur fyrirfinnast lífsklukkur í nánast öllum frumum líkamans. Þó er ein aðalklukka eða stjórnklukka í hverjum líkama sem er staðsett í heilanum og stjórnar öllum hinum klukkum líkamans. Hvers konar fyrirbæri er lífsklukkan? Það má líkja lífsklukkunni við líffæri sem er samsett úr mörgum prótínum og erfðavísum. Þegar sérhæfðar frumur í augum okkar nema ljós úr umhverfinu og senda skilaboð til stjórnklukkunnar í heilanum þá bregst hún við kallinu og sendir skilaboð til allra hinna lífsklukkna líkamans. Skilaboðin fara eftir magni birtu og myrkurs í umhverfi okkar og sveiflast því í takt við sólarhringinn. Stjórnklukkan er þannig með innbyggða daglega sveiflu sem nefnist dægursveifla. Dagsbirta veldur því að lífsklukkan sendir skilaboð um að draga úr framleiðslu á hormóninu melatóníni (oft kallað svefnhormón) en einnig sendir lífsklukkan boð um að auka kortisólframleiðslu líkamans og býr okkur þannig undir að takast á við verkefni dagsins. Og með dvínandi dagsbirtu þá sendir lífsklukkan skilaboð um að auka framleiðslu melatóníns sem er þá mest á kvöldin og gerir okkur syfjuð. Hvaða hlutverki gegnir lífsklukkan? Það má hugsa sér að stjórnklukkan í heilanum sé hljómsveitarstjórinn sem sveiflar tónsprotanum og stjórnar þannig hljómsveitinni sem má líkja við allar hinar lífsklukkur líkamans. Lífsklukkan stjórnar þannig dægursveiflunum og hefur áhrif á hin ýmsu ferli, meðal annars líkamshita, blóðþrýsting og hvenær við sofum og hvenær við vökum. En lífsklukkan hefur líka áhrif á hugræna virkni okkar. Og góð hugræn virkni, t.d. hversu fljótur heilinn okkar er að vinna úr og bregðast við upplýsingum og áreiti í umhverfi okkar, er mjög mikilvæg í daglegu lífi, í leik, námi og starfi. Hvað hefur áhrif á lífsklukkuna og dægursveiflurnar? Eins og áður hefur komið fram þá er það fyrst og fremst ljós í umhverfi okkar sem hefur áhrif á lífsklukkuna og dægursveiflur. Dagsbirtan og einkum morgunbirtan (sem felur í sér hlutfallslega mest af bláu ljósi) stillir lífsklukkuna okkar og heldur henni í takti við sólarhringinn. En það er ekki bara náttúrulegt ljós sem hefur áhrif á lífsklukkuna, heldur hefur ljós í umhverfinu og þá sérstaklega blátt ljós frá t.d. tölvuskjám og símum áhrif. Því getur skjánotkun að kvöldi dregið úr framleiðslu svefnhormónsins – og þar með þreytu - og haft neikvæð áhrif á svefn. En ýmis samfélagsleg viðmið og kröfur geta líka haft áhrif eins og t.d. upphaf og lengd vinnu- og skóladags, vaktavinna, skemmtanir, hávaði og ljós í okkar nánasta umhverfi. Einnig getur það að ferðast milli tímabelta raskað lífsklukkunni svo og streita, sjúkdómar og meðferðir við þeim. Röskun á dægursveiflum lífsklukkunnar getur því miður haft ýmsar og misalvarlegar afleiðingarnar í för með sér svo sem þreytu, depurð, hugræna skerðingu og sjúkdóma. Hvað getum við gert til að viðhalda takti lífsklukkunnar og góðri dægursveiflu? Sem betur fer er hægt að endurstilla raskaða lífsklukku og þar eru nokkrar leiðir færar. Rannsóknir, greinarhöfunda og annarra, hafa sýnt að regluleg hreyfing hjálpar, einnig sérhæfðar sálfræðimeðferðir en meðferð með ljósi hefur þó reynst einna best, m.a. vegna þess hve einföld hún er í framkvæmd, krefst almennt lítillar fyrirhafnar og er því á heildina litið hagkvæm. Ef endurstilla á lífsklukkuna og ná fram góðum dægursveiflum með ljósameðferð þá er ýmist hægt að nota dægursveiflu-örvandi ljósalampa eða ljósagleraugu en einnig er hægt að setja upp dægursveiflu-örvandi ljós á vinnustöðum eða í skólum. Fyrir stærstan hluta almennings er þó besta ráðið að passa upp á að njóta dagsbirtu fyrri hluta hvers dags og enn betra er að hreyfa sig í leiðinni. Þá ættum við að vera í góðum takti og sveiflu. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundar vinna við kennslu og rannsóknir í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Að missa sjón þó augun virki Stundum missum við sjón þó ekkert sé að augunum. Heilatengd sjónskerðing er regnhlífarheiti yfir alla þá sjónrænu kvilla sem koma til vegna skaða á sjónúrvinnslustöðvum heilans. Þegar ekkert bjátar á greina augun ljós og senda boð aftur til heila sem vinnur úr uppýsingunum. 10. mars 2025 09:32
Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? „Öll viljum við lifa lengi, en ekkert okkar vill verða gamalt.“ - Benjamin Franklin 11. mars 2025 09:01
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Í fyrra kom út bókin The Anxious Generation eftir Jonathan Haidt sem hefur náð gífurlegum vinsældum á heimsvísu, þ. á m. á Íslandi. Í bókinni vísar Haidt í vísindaleg gögn sem benda tvímælalaust til þess að vanlíðan og geðræn einkenni hafi aukist hjá ungmennum á síðastliðnum 15 árum. 12. mars 2025 09:00
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun