Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2025 10:24 Ráðleggingar um ósannreyndar meðferðir eins og hnykkingar og liðlosun geta seinkað því að börn fái viðeigandi meðferð við algengum einkennum. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Ekki ætti að hnykkja eða losa liði barna yngri en tveggja ára samkvæmt ráðleggingum sem Félag sjúkraþjálfara hefur gefið út. Þá er mælt gegn allri notkun hnykk- og liðlosunarmeðferða við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi hjá börnum og ungmennum sem eru yngri en átján ára. Ráðleggingar félagsins eru gefnar út til stuðnings alþjóðlegs afstöðuskjals sem IFOMPT, heimssamtök sérfræðinga í greiningu og meðferði stoðkerfis, og IOPTP, heimssamtök barnasjúkraþjálfara, standa að. Mælt er gegn allri notkun liðlosunar og hnykkmeðferða við meðhöndlun ungbarna, allt að tveggja ára, óháð því hvort hún tengist stoðkerfiseinkennum eða ekki. Fyrir börn og ungmenni yngri en átján ára almennt telja sjúkraþjálfarar liðlosun og hnykkingar ekki viðeigandi meðferð við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi. Nefna þeir þar meðal annars ungbarnakveisu, vandamál tengd brjóstagjöf, eyrnabólgu, ADHD, astma og einhverfutengd einkenni svo eitthvað sé nefnt. Dæmi eru um að íslensk fyrirtæki auglýsi hnykkingar á börnum til þess að bæta svefn, styrkja ónæmiskerfi, minnka kveisu og bæta brjóstagjöf. Rannsóknir sýna ekki fram á gagnsemi þessara meðferða. Þvert á móti sýna rannsóknirnar að það sé beinlínis ekki gagn í þeim við tilteknum einkennum, samkvæmt ráðleggingum Félags sjúkraþjálfara. Þá sé áhætta fólgin í meðferðunum. Tilgátur um gagnsemi meðferðanna við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi séu ekki studdar rannsóknum. Félagið telur mikilvægt að líta til aldurs og einkenna þeirra sem fara í hnykk- eða liðlosunarmeðferð við stoðkerfiseinkennum. Það mælir gegn notkun þeirra meðferða í mjóbaki og hálsi barna á aldrinum tveggja til tólf ára. Meðhönldun barna og unglinga þurfi að byggja á rökstuddu klínísku mati heilbrigðisstarfsfólks. Aðeins viðurkennt heilbrigðisstarfsfólk sem hefur hlotið menntun, klíníska þjálfun og tilskilin réttindi ætti að beita liðlosun og hnykkmeðferð að mati Félags sjúkraþjálfara. Getur seinkað því að börn fái viðeigandi meðferð Bein alvarleg skaðleg áhrif liðlosunar og hnykkmeferða eru sögð sjaldgæf en vægari áhrif algengari. Hins vegar segir sjúkraþjálfarafélagið að huga þurfi að mögulegum óbeinum skaðlegum áhrifum þess að veita eða ráðleggja meðferð sem byggist ekki á bestu þekkingu og rannsóknum á hverjum tíma. Þau geti einkum falist í seinkun á réttri greiningu og meðferð. Þannig nefnir félagið að fjöldi ungbarna fái ekki viðeigandi meðferð og greiningu við algengum einkennum eins og ósamhverfu í hálshreyfingum og skekkju í höfuðkúpu á Íslandi. Af um 400 börnum fái að minnsta kosti tíu til fimmtán prósent ekki fullnægjandi ráðleggingar eða rétta meðferð á réttum tíma. Hefjist viðeigandi meðferð of seint sé hún tímafrekari og líkurnar á fullum bata minnki auk þess sem líkur á kostnaðarsamara inngripi aukist. Fái ungbörn viðeigandi meðferð og foreldrar fræðslu á fyrstu þremur til fjórum mánuðum í lífi barnanna nái langstærsti hluti þeirra fullum bara án umfangsmikillar meðferðar. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Ráðleggingar félagsins eru gefnar út til stuðnings alþjóðlegs afstöðuskjals sem IFOMPT, heimssamtök sérfræðinga í greiningu og meðferði stoðkerfis, og IOPTP, heimssamtök barnasjúkraþjálfara, standa að. Mælt er gegn allri notkun liðlosunar og hnykkmeðferða við meðhöndlun ungbarna, allt að tveggja ára, óháð því hvort hún tengist stoðkerfiseinkennum eða ekki. Fyrir börn og ungmenni yngri en átján ára almennt telja sjúkraþjálfarar liðlosun og hnykkingar ekki viðeigandi meðferð við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi. Nefna þeir þar meðal annars ungbarnakveisu, vandamál tengd brjóstagjöf, eyrnabólgu, ADHD, astma og einhverfutengd einkenni svo eitthvað sé nefnt. Dæmi eru um að íslensk fyrirtæki auglýsi hnykkingar á börnum til þess að bæta svefn, styrkja ónæmiskerfi, minnka kveisu og bæta brjóstagjöf. Rannsóknir sýna ekki fram á gagnsemi þessara meðferða. Þvert á móti sýna rannsóknirnar að það sé beinlínis ekki gagn í þeim við tilteknum einkennum, samkvæmt ráðleggingum Félags sjúkraþjálfara. Þá sé áhætta fólgin í meðferðunum. Tilgátur um gagnsemi meðferðanna við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi séu ekki studdar rannsóknum. Félagið telur mikilvægt að líta til aldurs og einkenna þeirra sem fara í hnykk- eða liðlosunarmeðferð við stoðkerfiseinkennum. Það mælir gegn notkun þeirra meðferða í mjóbaki og hálsi barna á aldrinum tveggja til tólf ára. Meðhönldun barna og unglinga þurfi að byggja á rökstuddu klínísku mati heilbrigðisstarfsfólks. Aðeins viðurkennt heilbrigðisstarfsfólk sem hefur hlotið menntun, klíníska þjálfun og tilskilin réttindi ætti að beita liðlosun og hnykkmeðferð að mati Félags sjúkraþjálfara. Getur seinkað því að börn fái viðeigandi meðferð Bein alvarleg skaðleg áhrif liðlosunar og hnykkmeferða eru sögð sjaldgæf en vægari áhrif algengari. Hins vegar segir sjúkraþjálfarafélagið að huga þurfi að mögulegum óbeinum skaðlegum áhrifum þess að veita eða ráðleggja meðferð sem byggist ekki á bestu þekkingu og rannsóknum á hverjum tíma. Þau geti einkum falist í seinkun á réttri greiningu og meðferð. Þannig nefnir félagið að fjöldi ungbarna fái ekki viðeigandi meðferð og greiningu við algengum einkennum eins og ósamhverfu í hálshreyfingum og skekkju í höfuðkúpu á Íslandi. Af um 400 börnum fái að minnsta kosti tíu til fimmtán prósent ekki fullnægjandi ráðleggingar eða rétta meðferð á réttum tíma. Hefjist viðeigandi meðferð of seint sé hún tímafrekari og líkurnar á fullum bata minnki auk þess sem líkur á kostnaðarsamara inngripi aukist. Fái ungbörn viðeigandi meðferð og foreldrar fræðslu á fyrstu þremur til fjórum mánuðum í lífi barnanna nái langstærsti hluti þeirra fullum bara án umfangsmikillar meðferðar.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira