Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2025 14:14 Bjarni Þór og Halla eru meðal fjögurra frambjóðenda til formanns hjá VR. Kosningu lýkur í hádeginu á fimmtudaginn. Vísir/Vilhelm Bjarni Þór Sigurðsson, frambjóðandi til formanns VR, ritar grein á Vísi þar sem hann heldur því fram staðfastlega að þeir sem eru að hringja út fyrir Höllu Gunnarsdóttur mótframbjóðanda síns haldi því fram að hann sé of gamall. Bjarni Þór segir þetta opinbera undirliggjandi fordóma sem finna megi í herbúðum Höllu. „Nýlega barst mér áreiðanleg vitneskja úr nokkrum áttum, þar sem félagar í VR hafði fengið símtal frá kosningateymi Höllu Gunnarsdóttur, keppinautar míns í formannskjörinu, sem líkur í hádeginu á fimmtudaginn kemur. Í símtalinu var hamrað á því að ég væri of gamall til að gegna formannsembættinu. Það er engu líkara en þetta sé beinlínis hluti af handriti sem úthringjarar í kosningavélinni hennar Höllu eru látnir lesa upp þegar þeir biðja kjósendur að kjósa hana,“ segir Bjarni meðal annars í greininni. Bjarni Þór vekur jafnframt athygli á því að Halla hafi lengi verið viðloðandi Vinstrihreyfinguna grænt framboð: „Þar sem hún hefur talað fyrir jafnrétti, virðist ekki hafa neitt við þessa taktík að athuga. Þvert á móti virðist hún nota aldursfordóma sem vopn í kosningabaráttunni. Þetta er í hrópandi mótsögn við þau gildi sem hún segist standa fyrir.“ Halla kannaðist aðspurð ekki við þetta. „Ég er náttúrlega með fullt af fólki sem er að hjálpa mér að hringja í félagsfólk. Það er grundvallarregla hjá okkur að við segjum ekkert neikvætt um aðra frambjóðendur, enda keyri ég mína kosningabaráttu undir jákvæðum formerkjum.“ Halla hafnar því alfarið að fyrir liggi handrit þar sem fram kemur að Bjarni Þór sé of gamall. „Það er kjósenda að meta það eða hvort aldur skipti yfirleitt máli í þessum kosningum,“ sagði Halla. Kosningunum lýkur um hádegi á fimmtudag og greinilega er tekið að hitna vel í kolum. „Meira en ég hélt. Ég vissi ekki að þetta væri svona heitt,“ segir Halla. En svona sé þegar fleiri vilja en komast að, þá getur þetta orðið með þessum hætti. Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Bjarni Þór segir þetta opinbera undirliggjandi fordóma sem finna megi í herbúðum Höllu. „Nýlega barst mér áreiðanleg vitneskja úr nokkrum áttum, þar sem félagar í VR hafði fengið símtal frá kosningateymi Höllu Gunnarsdóttur, keppinautar míns í formannskjörinu, sem líkur í hádeginu á fimmtudaginn kemur. Í símtalinu var hamrað á því að ég væri of gamall til að gegna formannsembættinu. Það er engu líkara en þetta sé beinlínis hluti af handriti sem úthringjarar í kosningavélinni hennar Höllu eru látnir lesa upp þegar þeir biðja kjósendur að kjósa hana,“ segir Bjarni meðal annars í greininni. Bjarni Þór vekur jafnframt athygli á því að Halla hafi lengi verið viðloðandi Vinstrihreyfinguna grænt framboð: „Þar sem hún hefur talað fyrir jafnrétti, virðist ekki hafa neitt við þessa taktík að athuga. Þvert á móti virðist hún nota aldursfordóma sem vopn í kosningabaráttunni. Þetta er í hrópandi mótsögn við þau gildi sem hún segist standa fyrir.“ Halla kannaðist aðspurð ekki við þetta. „Ég er náttúrlega með fullt af fólki sem er að hjálpa mér að hringja í félagsfólk. Það er grundvallarregla hjá okkur að við segjum ekkert neikvætt um aðra frambjóðendur, enda keyri ég mína kosningabaráttu undir jákvæðum formerkjum.“ Halla hafnar því alfarið að fyrir liggi handrit þar sem fram kemur að Bjarni Þór sé of gamall. „Það er kjósenda að meta það eða hvort aldur skipti yfirleitt máli í þessum kosningum,“ sagði Halla. Kosningunum lýkur um hádegi á fimmtudag og greinilega er tekið að hitna vel í kolum. „Meira en ég hélt. Ég vissi ekki að þetta væri svona heitt,“ segir Halla. En svona sé þegar fleiri vilja en komast að, þá getur þetta orðið með þessum hætti.
Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira