Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. mars 2025 12:32 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir starfsfólk embættisins á tveimur starfsstöðvum hafa veikst vegna myglu. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að starfsfólk Ríkislögreglustjóra hafi veikst vegna myglu á tveimur mismunandi starfsstöðvum. Flytja hefur þurft starfsemi sérsveitarinnar í nýtt húsnæði, en ríkislögreglustjóri segir aðstöðu hennar hafa verið ómögulega um árabil. Mygla kom upp í Skógarhlíð í Reykjavík á síðasta ári, en þar hafa Almannavarnir verið til húsa. Flytja þurfti starfsemi þeirra vegna þess. Ríkislögreglustjóri er einnig með skrifstofur og aðra starfsemi í höfuðstöðvum sínum að Skúlagötu 21. Þar hefur einnig fundist mygla og starfsemi verið flutt til milli hæða á meðan viðgerðir standa yfir. Ríkislögreglustjóri segir samstarf við Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir og húseiganda hafa verið gott. „En auðvitað er þetta erfitt fyrir þá sem hreinlega veikjast. Við erum með fólk sem hefur veikst og erum að fara núna í að skima alla starfsmenn, til þess að sjá hvort þessi húsakostur hefur haft áhrif á þeirra heilsu,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Verið sé að róa öllum árum að því að mæta ástandinu, bæði með mælingum og lagfæringum. Sérsveitin farin annað Stórar deildir sem sinni mikilvægu hlutverki hafi þurft að flytja, bæði innan húss eða af Skúlagötu, þar sem húsnæðið henti hreinlega ekki lengur. Höfuðstöðvar Ríkislögreglustjóra eru við Skúlagötu 21. Vísir/Egill „Við erum bæði að færa innan hússins greiningardeildina þar sem eru mjög miklar öryggiskröfur. Svo höfum við þurft að flytja sérsveitina í annað húsnæði. Ég vil nú kannski ekki endilega tala um hvar það er, en við höfum þurft að flytja hana líka. Hún er búin að vera í algjörlega ómögulegu húsnæði í mörg ár, þar sem við höfum verið að nýta bílakjallara sem starfsaðstöðu, sem er alls ekki hugsaður sem slíkur. Þannig að það er í raun verið að bæta úr aðstæðum þeirra.“ Taka öryggismælingar Sigríður á ekki von á því að allt húsnæðið verði metið ónothæft. „Við erum að horfa á bílakjallara og jarðhæð, hluta af því. Svo hafa staðið yfir viðgerðir á fjórðu hæð sem eru búnar. Svo viljum við taka öryggismælingar því það hafa nokkrir veikst hjá okkur, og að sjálfsögðu tökum við því alvarlega,“ segir Sigríður Björk. Mygla Lögreglan Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Mygla kom upp í Skógarhlíð í Reykjavík á síðasta ári, en þar hafa Almannavarnir verið til húsa. Flytja þurfti starfsemi þeirra vegna þess. Ríkislögreglustjóri er einnig með skrifstofur og aðra starfsemi í höfuðstöðvum sínum að Skúlagötu 21. Þar hefur einnig fundist mygla og starfsemi verið flutt til milli hæða á meðan viðgerðir standa yfir. Ríkislögreglustjóri segir samstarf við Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir og húseiganda hafa verið gott. „En auðvitað er þetta erfitt fyrir þá sem hreinlega veikjast. Við erum með fólk sem hefur veikst og erum að fara núna í að skima alla starfsmenn, til þess að sjá hvort þessi húsakostur hefur haft áhrif á þeirra heilsu,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Verið sé að róa öllum árum að því að mæta ástandinu, bæði með mælingum og lagfæringum. Sérsveitin farin annað Stórar deildir sem sinni mikilvægu hlutverki hafi þurft að flytja, bæði innan húss eða af Skúlagötu, þar sem húsnæðið henti hreinlega ekki lengur. Höfuðstöðvar Ríkislögreglustjóra eru við Skúlagötu 21. Vísir/Egill „Við erum bæði að færa innan hússins greiningardeildina þar sem eru mjög miklar öryggiskröfur. Svo höfum við þurft að flytja sérsveitina í annað húsnæði. Ég vil nú kannski ekki endilega tala um hvar það er, en við höfum þurft að flytja hana líka. Hún er búin að vera í algjörlega ómögulegu húsnæði í mörg ár, þar sem við höfum verið að nýta bílakjallara sem starfsaðstöðu, sem er alls ekki hugsaður sem slíkur. Þannig að það er í raun verið að bæta úr aðstæðum þeirra.“ Taka öryggismælingar Sigríður á ekki von á því að allt húsnæðið verði metið ónothæft. „Við erum að horfa á bílakjallara og jarðhæð, hluta af því. Svo hafa staðið yfir viðgerðir á fjórðu hæð sem eru búnar. Svo viljum við taka öryggismælingar því það hafa nokkrir veikst hjá okkur, og að sjálfsögðu tökum við því alvarlega,“ segir Sigríður Björk.
Mygla Lögreglan Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira