Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar 10. mars 2025 21:32 Heimurinn talar stanslaust um hringrásarhagkerfið, að endurnýta hráefni jarðar betur og lengur. Samt féll hringrásarhlutfall heimsins úr 9,1% í 7,2% frá 2018 til 2023. Þrátt fyrir loforð um 4,5 billjón dollara tækifæri í hringrásarhagkerfinu er það ekki að kveikja í fjárfestum. Aðeins 3-4% fjármagns flæðir inn í hringrásarhagkerfið sem á að vera framtíðarhagkerfi heimsins. Fjárfestingarsjóðum tengdum hringrásarhagkerfinu fjölgar ekki og eru að minnka að stærð. Bankar segja að þeir vilji græn verkefni. Fjárfestar segjast leita að jákvæðum áhrifum. Fyrirtæki heita sjálfbærnimarkmiðum. Reglugerðir þrýsta á fyrirtæki að upplýsa um framgang að hringrásarhagkerfinu. En peningurinn flæðir ekki í átt að hringrás. Ég hef varið síðustu árum meðal annars að vinnu við hringrásarhagkerfið á Norðurlöndunum. Tók þátt í að stofna Nordic Circular Hotspot, fjármagnað af Nordic Innovation. Leitt vegvísa fyrir fjármálakerfið. Búið til fjárfestingaáætlanir og fjármagnað hringrásarhagkerfið með leiðandi fyrirtækjum, bönkum og fjárfestum. Frá allri þessari reynslu hefur einn sannleikur komið í ljós: Við erum föst í pattstöðu. „Svona höfum við alltaf gert þetta" hugarfar er auðveldara. Allir bíða eftir að einhver annar taki fyrsta skrefið. Á meðan safnast sönnunargögnin og áhætturnar upp: → Rannsókn frá 2021 (Ellen MacArthur) sem ég vona að haldi vatni í dag segir að fyrirtæki sem innleiða hringrásarhugsun í sínum rekstri hafa sýnt 8,6% lægri vanskilaáhættu og skila betri áhættuleiðréttri ávöxtun. → Verð á auðlindum heldur áfram að hækka. → Úrgangskostnaður er að springa út. → Aðfangakeðjur rofna. → Viðskipta- og tollastríð eru á leiðinni (sbr. Bandaríki Trump). → Óháð öllu þá er bara skynsamlegt að nota hráefni betur og lengur. Hindranirnar eru ekki tæknilegar. Þær eru mannlegar. Ef þér líður eins og það sé ekki framtíð í línulegu kerfi er tækifærið núna. Stjórnvöld verða að taka fyrsta skrefið. Svo þurfa bankarnir að meta betur og verðleggja áhættu línulegra viðskiptalíkana. Fyrirtækin munu síðan hugsa ný viðskiptalíkön, spennandi verkefni og lækka þannig áhættu og auka tækifæri og tekjur. Fjárfestingar munu koma. Neytendur kjósa með veskinu. Ég skil þig eftir með fjögur skref til að græða á hringrásarhagkerfinu: 1. Spyrð þig hvort það sé framtíð í línulegu hagkerfi. 2. Innleiðir hringrásarhugsun. 3. 4. Hagnaður. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Accrona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heimurinn talar stanslaust um hringrásarhagkerfið, að endurnýta hráefni jarðar betur og lengur. Samt féll hringrásarhlutfall heimsins úr 9,1% í 7,2% frá 2018 til 2023. Þrátt fyrir loforð um 4,5 billjón dollara tækifæri í hringrásarhagkerfinu er það ekki að kveikja í fjárfestum. Aðeins 3-4% fjármagns flæðir inn í hringrásarhagkerfið sem á að vera framtíðarhagkerfi heimsins. Fjárfestingarsjóðum tengdum hringrásarhagkerfinu fjölgar ekki og eru að minnka að stærð. Bankar segja að þeir vilji græn verkefni. Fjárfestar segjast leita að jákvæðum áhrifum. Fyrirtæki heita sjálfbærnimarkmiðum. Reglugerðir þrýsta á fyrirtæki að upplýsa um framgang að hringrásarhagkerfinu. En peningurinn flæðir ekki í átt að hringrás. Ég hef varið síðustu árum meðal annars að vinnu við hringrásarhagkerfið á Norðurlöndunum. Tók þátt í að stofna Nordic Circular Hotspot, fjármagnað af Nordic Innovation. Leitt vegvísa fyrir fjármálakerfið. Búið til fjárfestingaáætlanir og fjármagnað hringrásarhagkerfið með leiðandi fyrirtækjum, bönkum og fjárfestum. Frá allri þessari reynslu hefur einn sannleikur komið í ljós: Við erum föst í pattstöðu. „Svona höfum við alltaf gert þetta" hugarfar er auðveldara. Allir bíða eftir að einhver annar taki fyrsta skrefið. Á meðan safnast sönnunargögnin og áhætturnar upp: → Rannsókn frá 2021 (Ellen MacArthur) sem ég vona að haldi vatni í dag segir að fyrirtæki sem innleiða hringrásarhugsun í sínum rekstri hafa sýnt 8,6% lægri vanskilaáhættu og skila betri áhættuleiðréttri ávöxtun. → Verð á auðlindum heldur áfram að hækka. → Úrgangskostnaður er að springa út. → Aðfangakeðjur rofna. → Viðskipta- og tollastríð eru á leiðinni (sbr. Bandaríki Trump). → Óháð öllu þá er bara skynsamlegt að nota hráefni betur og lengur. Hindranirnar eru ekki tæknilegar. Þær eru mannlegar. Ef þér líður eins og það sé ekki framtíð í línulegu kerfi er tækifærið núna. Stjórnvöld verða að taka fyrsta skrefið. Svo þurfa bankarnir að meta betur og verðleggja áhættu línulegra viðskiptalíkana. Fyrirtækin munu síðan hugsa ný viðskiptalíkön, spennandi verkefni og lækka þannig áhættu og auka tækifæri og tekjur. Fjárfestingar munu koma. Neytendur kjósa með veskinu. Ég skil þig eftir með fjögur skref til að græða á hringrásarhagkerfinu: 1. Spyrð þig hvort það sé framtíð í línulegu hagkerfi. 2. Innleiðir hringrásarhugsun. 3. 4. Hagnaður. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Accrona.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun