Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2025 23:22 Steven Gerrard komst aldrei nær því að vinna titilinn en vorið 2014. Þá rann hann á hausinn og gaf Chelsea mark í tapi á Anfield. Tapið kostaði Liverpool titilinn. Getty/Andrew Powell Steven Gerrard er einn dáðasti leikmaðurinn í sögu Liverpool en hann náði því aldrei að verða enskur meistari eins og stuðningsmenn hinna liðanna eru duglegir að minna Liverpool stuðningsmenn á. Gerrard spilaði með aðalliði Liverpool í sautján ár frá 1998 til 2015. Hann vann Meistaradeildina einu sinni, enska bikarinn tvisvar, UEFA-bikarinn einu sinni og enska deildarbikarinn þrisvar. Það komu því nóg af stórum titlum í hús og hann var lykilleikmaður í þeim öllum. Gerrard skoraði 185 mörk í 710 leikjum í öllum keppnum fyrir Liverpool. Honum tókst hins vegar aldrei að verða enskur meistari en Liverpool vann ekki titilinn í þrjátíu ár eða frá 1990 til 2020. Gerrard var vissulega margra manna maki inn á miðju Liverpool liðsins en besti árangur hans í deildinni varð annað sætið sem hann náði í þrígang. Sárast var það tímabilið 2013-14 þegar hann gerði stór mistök sem kostaði tap á heimavelli á móti Chelsea. Fyrir vikið missti Liverpool af enska meistaratitlinum til Manchester City. Í dag er Liverpool svo gott sem búið að tryggja sér enska meistaratitilinn 2025 enda með fimmtán stiga forystu á toppi deildarinnar þegar níu leikir eru eftir. Stuðningsmenn Liverpool er auðvitað sigurvissir en um leið svolítið sárir yfir stríðninni sem Gerrard (og kannski þeir líka) hafa þurft að þola þegar kemur að umræðunni um besta leikmanninn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þegar þeir hafa nefnt nafn Gerrard þá var svarið alltaf það sama: En hann varð aldrei enskur meistari. Það má sjá þá á samfélagsmiðlum reyna að koma því í eitthvað ferli að Gerrard fái að taka þátt í þessu titlatímabili með Liverpool. Sumir stuðningsmenn Liverpool vilja fá Gerrard inn í þjálfarateymið en aðrir ganga enn lengra og vilja hreinlega skipta honum inn á í fimm leikjum til að hann fá loksins verðlaunapeninginn um hálsinn. Hvort þetta séu fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna þá segir hún margt um hugarfar þeirra til einnar stærstu goðsagnar í sögu félagsins. Það er mjög sárt fyrir marga að Gerrard hafi aldrei orðið meistari ekki síst hann sjálfan. Það er jafnframt ljóst að enginn vill fá enska meistaratitilinn gefins. Þú vilt vinna fyrir honum inn á vellinum eins og núverandi leikmenn Liverpool hafa gert í allan vetur. Líkurnar eru því afar litlar að umræddum stuðningsmönnum Liverpool verði að ósk sinni. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__) Enski boltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Sjá meira
Gerrard spilaði með aðalliði Liverpool í sautján ár frá 1998 til 2015. Hann vann Meistaradeildina einu sinni, enska bikarinn tvisvar, UEFA-bikarinn einu sinni og enska deildarbikarinn þrisvar. Það komu því nóg af stórum titlum í hús og hann var lykilleikmaður í þeim öllum. Gerrard skoraði 185 mörk í 710 leikjum í öllum keppnum fyrir Liverpool. Honum tókst hins vegar aldrei að verða enskur meistari en Liverpool vann ekki titilinn í þrjátíu ár eða frá 1990 til 2020. Gerrard var vissulega margra manna maki inn á miðju Liverpool liðsins en besti árangur hans í deildinni varð annað sætið sem hann náði í þrígang. Sárast var það tímabilið 2013-14 þegar hann gerði stór mistök sem kostaði tap á heimavelli á móti Chelsea. Fyrir vikið missti Liverpool af enska meistaratitlinum til Manchester City. Í dag er Liverpool svo gott sem búið að tryggja sér enska meistaratitilinn 2025 enda með fimmtán stiga forystu á toppi deildarinnar þegar níu leikir eru eftir. Stuðningsmenn Liverpool er auðvitað sigurvissir en um leið svolítið sárir yfir stríðninni sem Gerrard (og kannski þeir líka) hafa þurft að þola þegar kemur að umræðunni um besta leikmanninn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þegar þeir hafa nefnt nafn Gerrard þá var svarið alltaf það sama: En hann varð aldrei enskur meistari. Það má sjá þá á samfélagsmiðlum reyna að koma því í eitthvað ferli að Gerrard fái að taka þátt í þessu titlatímabili með Liverpool. Sumir stuðningsmenn Liverpool vilja fá Gerrard inn í þjálfarateymið en aðrir ganga enn lengra og vilja hreinlega skipta honum inn á í fimm leikjum til að hann fá loksins verðlaunapeninginn um hálsinn. Hvort þetta séu fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna þá segir hún margt um hugarfar þeirra til einnar stærstu goðsagnar í sögu félagsins. Það er mjög sárt fyrir marga að Gerrard hafi aldrei orðið meistari ekki síst hann sjálfan. Það er jafnframt ljóst að enginn vill fá enska meistaratitilinn gefins. Þú vilt vinna fyrir honum inn á vellinum eins og núverandi leikmenn Liverpool hafa gert í allan vetur. Líkurnar eru því afar litlar að umræddum stuðningsmönnum Liverpool verði að ósk sinni. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__)
Enski boltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Sjá meira