Innlent

Enn haldið sofandi eftir slysið í Akra­nes­höfn

Atli Ísleifsson skrifar
Í síðustu viku var unnið að því að koma upp tveimur bílum sem fóru í sjóinn en slæm veðurskilyrði setti strik í reikninginn.
Í síðustu viku var unnið að því að koma upp tveimur bílum sem fóru í sjóinn en slæm veðurskilyrði setti strik í reikninginn. Vísir/Sigurjón

Öðrum þeirra manna sem fór í sjó­inn við Akra­nes­höfn í óveðrinu um þarsíðustu helgi er haldið sof­andi á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans.

Þetta segir Bergþór Jó­hanns­son, for­stjóri Hagtaks, í sam­tali við mbl.is. Hann segir að maðurinn hafi verið vakinn síðastliðinn föstudag en verið svæfður aftur.

Mennirnir voru að störfum fyrir Hagtak og meta skemmdir á hafnargarði eftir fyrri lægð þegar aldan greip þá. Maðurinn, sem haldið er sofandi, var staddur í bíl þegar aldan skall á mennina.

Hinn maðurinn var á bryggjunni og náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum. Hann var þó fluttur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands en var útskrifaður skömmu síðar.


Tengdar fréttir

Bílarnir dregnir upp úr sjónum

Búið er að draga á land bílana tvo sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í óveðrinu á mánudagsmorgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Tveir menn fóru einnig í sjóinn og liggur annar þeirra þungt haldinn á gjörgæslu.

Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá

Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×