Enski boltinn

Liverpool til­kynnir um risasamning við Adidas

Valur Páll Eiríksson skrifar
Yfirstandandi leiktíð er sú síðasta hjá Liverpool í Nike-treyjunni.
Yfirstandandi leiktíð er sú síðasta hjá Liverpool í Nike-treyjunni. AP Photo/Dave Thompson

Liverpool á Englandi hefur tilkynnt um samning félagsins við íþróttavöruframleiðandann Adidas. Liðið mun því leika í Adidas-treyjum frá og með næstu leiktíð.

Í tilkynningu Liverpool um samninginn kemur lengd samningsins við Adidas ekki fram en að hann sé til langs tíma. Liverpool skiptir því úr Nike yfir í Adidas fyrir næstu leiktíð.

The Athletic segir frá því að Liverpool hafi fengið um 60 milljónir punda, -, árlega vegna samningsins við Nike undanfarin fimm ár en samstarfið við Adidas feli í sér töluverð hærri greiðslur til félagsins.

Áður lék Liverpool í Adidas frá 1985 til 1996 og aftur frá 2006 til 2012.

Fernando Torres gerði það gott í Adidas-treyju Liverpool á sínum tíma.Alex Livesey/Getty Images

Liverpool leikur áfram í treyjum frá Nike út yfirstandandi leiktíð áður en samningurinn við Adidas tekur gildi 1. ágúst næst komandi.

Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, með 15 stiga forskot á Arsenal sem er í öðru sæti. Á þriðjudag spilar liðið við Paris Saint-Germain í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og mætir Newcastle United í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudaginn.

Vera má því að liðið vinni til þriggja titla á síðustu leiktíð liðsins í Nike-treyjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×