Alvogen býst við hækkun á lánshæfi eftir fjárhagslega endurskiplagningu

Alvogen Pharma í Bandaríkjunum gerir ráð fyrir því að Standard & Poors muni á næstu dögum uppfæra lánshæfiseinkunn samheitalyfjafyrirtækisins, meðal annars með hliðsjón af breyttri fjármagnsskipan eftir að félagið kláraði endurfjármögnun á langtímalánum þess. Matsfyrirtækið gaf út lánhæfiseinkunn til skamms tíma fyrir helgi sem var sagt endurspegla valkvætt greiðsluþrot á hluta af útistandandi skuldum Alvogen.