Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. mars 2025 12:46 Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leið til Berufjarðar vegna alvarlegs umferðarslyss. Vísir/Vilhelm Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru sendar til Berufjarðar upp úr hádegi vegna alvarlegs tveggja bíla umferðarslyss á hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur, skammt frá bænum Krossi. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, greindi fréttastofu frá því að Landhelgisgæslunni hefði borist tilkynning um slysið á slaginu tólf og í kjölfarið sent tvær þyrlur af stað. Hvorki lögreglan á Austurlandi né slökkvilið gátu tjáð sig við fréttastofu í síma um slysið nema til að greina frá því að um tveggja bíla árekstur var um að ræða. Fjórir í bílunum tveimur Eftir að þessi frétt birtist sendi lögreglan á Austurlandi frá sér tilkynningu klukkan 13 að slysið hefði orðið á Hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur, skammt frá bænum Krossi, skömmu fyrir hádegi. Lögreglan á Austurlandi sendi síðan aðra tilkynningu frá sér þar sem kom fram að fjórir einstaklingar hafi verið í bílunum tveimur, tveir í hvorum bíl. Auk þyrlanna tveggja er sjúkraflugvél á leiðinni á vettvang til aðstoðar við flutninga slasaðra. Þá kom einnig fram að vegurinn milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur væri lokaður vegna slyssins og vegfarendum bent á Breiðdalsheiði og Öxi til að komast leiða sinna. Tvær þyrlur boðaðar út „Það var óskað eftir aðkomu þyrlusveitar gæslunnar vegna umferðaslyss í norðanverðum Berufirði fyrir austan. Við boðuðum út tvær þyrlur vegna slyssins,“ sagði Ásgeir við fréttastofu um hálf eitt. Hann gat ekki gefið frekari upplýsingar um slysið nema að það væri alvarlegt. Vegna þess að slysið hefði átt sér stað fyrir austan ættu þyrlurnar fyrir höndum langt flug. „Önnur þyrlan er farin af stað og hin er að undirbúa það að leggja af stað á vettvang,“ sagði Ásgeir. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr tveimur tilkynningum lögreglunnar. Landhelgisgæslan Samgönguslys Fjarðabyggð Múlaþing Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, greindi fréttastofu frá því að Landhelgisgæslunni hefði borist tilkynning um slysið á slaginu tólf og í kjölfarið sent tvær þyrlur af stað. Hvorki lögreglan á Austurlandi né slökkvilið gátu tjáð sig við fréttastofu í síma um slysið nema til að greina frá því að um tveggja bíla árekstur var um að ræða. Fjórir í bílunum tveimur Eftir að þessi frétt birtist sendi lögreglan á Austurlandi frá sér tilkynningu klukkan 13 að slysið hefði orðið á Hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur, skammt frá bænum Krossi, skömmu fyrir hádegi. Lögreglan á Austurlandi sendi síðan aðra tilkynningu frá sér þar sem kom fram að fjórir einstaklingar hafi verið í bílunum tveimur, tveir í hvorum bíl. Auk þyrlanna tveggja er sjúkraflugvél á leiðinni á vettvang til aðstoðar við flutninga slasaðra. Þá kom einnig fram að vegurinn milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur væri lokaður vegna slyssins og vegfarendum bent á Breiðdalsheiði og Öxi til að komast leiða sinna. Tvær þyrlur boðaðar út „Það var óskað eftir aðkomu þyrlusveitar gæslunnar vegna umferðaslyss í norðanverðum Berufirði fyrir austan. Við boðuðum út tvær þyrlur vegna slyssins,“ sagði Ásgeir við fréttastofu um hálf eitt. Hann gat ekki gefið frekari upplýsingar um slysið nema að það væri alvarlegt. Vegna þess að slysið hefði átt sér stað fyrir austan ættu þyrlurnar fyrir höndum langt flug. „Önnur þyrlan er farin af stað og hin er að undirbúa það að leggja af stað á vettvang,“ sagði Ásgeir. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr tveimur tilkynningum lögreglunnar.
Landhelgisgæslan Samgönguslys Fjarðabyggð Múlaþing Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira