Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2025 10:47 Gianni Infantino sýnir Donald Trump gulllykilinn sem Bandaríkjaforseti fær að hafa í sínum fórum. Getty/Anna Moneymaker Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fengið afhentan sérstakan gulllykil sem gengur að nýstárlegum og glæsilegum verðlaunagrip HM félagsliða í fótbolta. Hann var við sama tækifæri spurður út í HM landsliða 2026 og áhrif illdeilna í tollamálum en sagði þær bara gera mótið meira spennandi. Trump fékk Gianni Infantino, forseta FIFA, í heimsókn í Hvíta húsið á föstudag þar sem Infantino svipti hulunni af nýja verðlaunagripnum sem er einmitt vandlega merktur Infantino. Sérstakur gulllykill gengur að bikarnum og er hægt að opna hann til þess að hreyfa hluta hans til, eins og Infantino sýndi og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Trump fékk svo lykilinn og verður með hann í sínum fórum, sem og verðlaunagripinn sem afhentur verður 13. júlí í sumar eftir 32 liða HM félagsliða sem hefst 14. júní og fer fram í Bandaríkjunum. Tilefni fundarins í gær var þó aðallega að greina frá því að Trump yrði formaður sérstaks starfshóps sem ætlað er að hafa umsjón með undirbúningi HM landsliða sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sumarið 2026. Löndin hafa sem kunnugt er átt í illdeilum vegna tollamála undanfarið og var Trump spurður út í áhrif þeirra á HM. „Ég held að þetta geri það bara meira spennandi. Togstreita [e. tension] er jákvæð. Ég held að hún geri þetta mun meira spennandi,“ sagði Trump. HM landsliða 2026 verður fyrsta mótið eftir stækkun og munu 48 þjóðir taka þátt. Leikið verður í 16 borgum og þar af eru 11 í Bandaríkjunum en einnig er leikið í Toronto og Vancouver í Kanada, og í Guadalajara, Mexíkóborg og Monterrey í Mexíkó. Mótið fer fram 11. júní til 19. júlí á næsta ári. Ísland byrjar undankeppni HM í september og leikur í fjögurra liða riðli með Aserbaídsjan, Úkraínu og annað hvort Króatíu eða Frakklandi (sigurliðinu úr einvígi þeirra í Þjóðadeildinni í þessum mánuði). Efsta liðið kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Sjá meira
Trump fékk Gianni Infantino, forseta FIFA, í heimsókn í Hvíta húsið á föstudag þar sem Infantino svipti hulunni af nýja verðlaunagripnum sem er einmitt vandlega merktur Infantino. Sérstakur gulllykill gengur að bikarnum og er hægt að opna hann til þess að hreyfa hluta hans til, eins og Infantino sýndi og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Trump fékk svo lykilinn og verður með hann í sínum fórum, sem og verðlaunagripinn sem afhentur verður 13. júlí í sumar eftir 32 liða HM félagsliða sem hefst 14. júní og fer fram í Bandaríkjunum. Tilefni fundarins í gær var þó aðallega að greina frá því að Trump yrði formaður sérstaks starfshóps sem ætlað er að hafa umsjón með undirbúningi HM landsliða sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sumarið 2026. Löndin hafa sem kunnugt er átt í illdeilum vegna tollamála undanfarið og var Trump spurður út í áhrif þeirra á HM. „Ég held að þetta geri það bara meira spennandi. Togstreita [e. tension] er jákvæð. Ég held að hún geri þetta mun meira spennandi,“ sagði Trump. HM landsliða 2026 verður fyrsta mótið eftir stækkun og munu 48 þjóðir taka þátt. Leikið verður í 16 borgum og þar af eru 11 í Bandaríkjunum en einnig er leikið í Toronto og Vancouver í Kanada, og í Guadalajara, Mexíkóborg og Monterrey í Mexíkó. Mótið fer fram 11. júní til 19. júlí á næsta ári. Ísland byrjar undankeppni HM í september og leikur í fjögurra liða riðli með Aserbaídsjan, Úkraínu og annað hvort Króatíu eða Frakklandi (sigurliðinu úr einvígi þeirra í Þjóðadeildinni í þessum mánuði). Efsta liðið kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Sjá meira