Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. mars 2025 20:15 Átti flottan leik í kvöld. AP Photo/Martin Meissner Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille sem vann Montpellier 1-0 í efstu deild franska fótboltans. Sigurinn var sá þriðji í síðustu fjórum deildarleikjum hjá Lille. Hákon Arnar hefur spilað gríðarlega vel að undanförnu. Skoraði hann til að mynda eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Borussia Dortmund í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Skagamaðurinn var því í byrjunarliðinu í kvöld en tekinn af velli þegar stundarfjórðungur rúmur lifði leiks. Þrátt fyrir að koma ekki að sigurmarki Lille átti Hákon Arnar virkilega góðan leik á vinstri vængnum. Allar þrjár tilraunir hans til að leika á mótherjann heppnuðust, alls rötuðu 49 af 56 sendingum hans á samherja, hann vann sjö af átta einvígum sínum og þá sótti Hákon Arnar þrjár aukaspyrnur. Á endanum var það hinn sjóðheiti Jonathan David sem skoraði eina mark leiksins á 50. mínútu. Þessi 25 ára kanadíski framherji hefur nú skorað 22 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Þá hefur hann lagt upp 10 mörk til viðbótar. Lokatölur í Lille 1-0 og liðið nú með 44 stig í 5. sæti líkt og Monaco sem er sæti ofar. Nice er í 3. sæti með 46 stig og Marseille í 2. sæti með 49 stig – bæði lið eiga leik til góða á Lille og Monaco. Efstu þrjú sæti frönsku deildarinnar veita þátttökurétt í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu á meðan 4. sætið þarf að fara í gegnum umspil. Næsti leikur Lille er síðari leikurinn gegn Dortmund á miðvikudaginn kemur. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Hákon Arnar hefur spilað gríðarlega vel að undanförnu. Skoraði hann til að mynda eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Borussia Dortmund í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Skagamaðurinn var því í byrjunarliðinu í kvöld en tekinn af velli þegar stundarfjórðungur rúmur lifði leiks. Þrátt fyrir að koma ekki að sigurmarki Lille átti Hákon Arnar virkilega góðan leik á vinstri vængnum. Allar þrjár tilraunir hans til að leika á mótherjann heppnuðust, alls rötuðu 49 af 56 sendingum hans á samherja, hann vann sjö af átta einvígum sínum og þá sótti Hákon Arnar þrjár aukaspyrnur. Á endanum var það hinn sjóðheiti Jonathan David sem skoraði eina mark leiksins á 50. mínútu. Þessi 25 ára kanadíski framherji hefur nú skorað 22 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Þá hefur hann lagt upp 10 mörk til viðbótar. Lokatölur í Lille 1-0 og liðið nú með 44 stig í 5. sæti líkt og Monaco sem er sæti ofar. Nice er í 3. sæti með 46 stig og Marseille í 2. sæti með 49 stig – bæði lið eiga leik til góða á Lille og Monaco. Efstu þrjú sæti frönsku deildarinnar veita þátttökurétt í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu á meðan 4. sætið þarf að fara í gegnum umspil. Næsti leikur Lille er síðari leikurinn gegn Dortmund á miðvikudaginn kemur. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira