Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. mars 2025 19:28 Þórir Jóhann lagði upp sitt annað mark í Serie A á leiktíðinni í kvöld. Andrea Martini/Getty Images Lecce missti niður 2-0 forystu gegn AC Milan í Serie A, efstu deild karla í knattspyrnu á Ítalíu. Lokatölur 2-3 og Mílanó-liðið heldur í von um Meistaradeildarsæti á meðan Lecce er í bullandi fallbaráttu. Eftir að hafa ekki fengið nein tækifæri framan af leiktíð hefur Þórir Jóhann verið að fá fleiri tækifæri undanfarið og byrjað nær alla leiki ársins. Þar var engin breyting á þegar Lecce tók á móti stóriliði AC Milan í kvöld. Hvað leik kvöldsins varðar þá var mark dæmt af gestunum frá Mílanó á fyrstu mínútu leiksins og á þeirri 7. tók Lecce forystuna. Svartfellingurinn Nikola Krstović með markið en íslenski miðjumaðurinn Þórir Jóhann Helgason með stoðsendinguna. Aftur tókst gestunum að koma boltanum í netið en aftur var markið dæmt af og staðan 1-0 í hálfleik. Krstović kom Lecce í 2-0 þegar rétt tæp klukkustund var liðin. Krstović again! It's two for Lecce! 🤯#LecceMilan 2-0 pic.twitter.com/1fk2bIEVR0— Lega Serie A (@SerieA_EN) March 8, 2025 Eftir það vöknuðu gestirnir loksins. Á 68. mínútu var staðan orðin 2-1 eftir sjálfsmark heimamanna. Aðeins fimm mínútum síðar var vítaspyrna dæmd og Christian Pulisic jafnaði metin. Skömmu síðar var Þórir Jóhann tekinn af velli og Pulisic skoraði sigurmark leiksins á 81. mínútu eftir undirbúning Rafael Leão. Ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur 2-3 á Stadio Via del Mare-vellinum. Milan come back from two down to claim victory! 🔴⚫#LecceMilan pic.twitter.com/HtQw3QKU37— Lega Serie A (@SerieA_EN) March 8, 2025 AC Milan er í 8. sæti með 44 stig , átta minna en Juventus sem situr í 4. sætinu. Lecce er með 25 stig í 16. sæti, þremur fyrir ofan fallsæti. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Eftir að hafa ekki fengið nein tækifæri framan af leiktíð hefur Þórir Jóhann verið að fá fleiri tækifæri undanfarið og byrjað nær alla leiki ársins. Þar var engin breyting á þegar Lecce tók á móti stóriliði AC Milan í kvöld. Hvað leik kvöldsins varðar þá var mark dæmt af gestunum frá Mílanó á fyrstu mínútu leiksins og á þeirri 7. tók Lecce forystuna. Svartfellingurinn Nikola Krstović með markið en íslenski miðjumaðurinn Þórir Jóhann Helgason með stoðsendinguna. Aftur tókst gestunum að koma boltanum í netið en aftur var markið dæmt af og staðan 1-0 í hálfleik. Krstović kom Lecce í 2-0 þegar rétt tæp klukkustund var liðin. Krstović again! It's two for Lecce! 🤯#LecceMilan 2-0 pic.twitter.com/1fk2bIEVR0— Lega Serie A (@SerieA_EN) March 8, 2025 Eftir það vöknuðu gestirnir loksins. Á 68. mínútu var staðan orðin 2-1 eftir sjálfsmark heimamanna. Aðeins fimm mínútum síðar var vítaspyrna dæmd og Christian Pulisic jafnaði metin. Skömmu síðar var Þórir Jóhann tekinn af velli og Pulisic skoraði sigurmark leiksins á 81. mínútu eftir undirbúning Rafael Leão. Ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur 2-3 á Stadio Via del Mare-vellinum. Milan come back from two down to claim victory! 🔴⚫#LecceMilan pic.twitter.com/HtQw3QKU37— Lega Serie A (@SerieA_EN) March 8, 2025 AC Milan er í 8. sæti með 44 stig , átta minna en Juventus sem situr í 4. sætinu. Lecce er með 25 stig í 16. sæti, þremur fyrir ofan fallsæti.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira