Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2025 13:47 Leikmaður eins og Roy Keane var er akkúrat það sem Heimir Hallgrímsson vill í írska landsliðið sitt. Samsett/Getty Heimir Hallgrímsson var ekki í vafa þegar hann var spurður hvaða fyrrverandi eða núverandi fótboltamann, frá hvaða landi sem er, hann vildi helst fá í írska landsliðið sitt í fótbolta. Heimir og Carla Ward, þjálfari kvennalandslið Írlands, mættu í skemmtiþáttinn Late Late Show í írska sjónvarpinu í gær. Þáttastjórnandinn, Patrick Kielty, spurði hvaða leikmenn þau vildu helst geta sett í sitt lið. „Við þurfum klárlega að fá einn Roy Keane aftur. Ég myndi ná í hann aftur,“ sagði Heimir. Heimir valdi Keane kannski til að skora einhver stig hjá Írum með því að velja írskan leikmann en einnig því Keane var á sínum tíma nákvæmlega sú týpa sem Heimir hefur áður kallað eftir að sjá í írska landsliðinu. Heimir sagðist nefnilega, á kvöldi með stuðningsmönnum írska landsliðsins í ágúst í fyrra, vilja leikmann í írska liðið sem væri meiri „óþokki“. „Ég held að á margan hátt þá svipi Írlandi til Íslands, varðandi það að við eigum ekki marga leikmenn sem spila á hæsta stigi í Meistaradeildinni. Það eru því engar stórstjörnur. Þetta snýst um að hópurinn vinni leiki, ekki einstaklingar. Miðað við fyrstu kynni þá eru leikmennirnir mjög góðir liðsmenn, virkilega góðir karakterar, og kannski aðeins of vinalegir. Stundum þarftu að hafa óþokka (e. bastard) í liðinu þínu. Ég er að leita að honum. Kannski getum við þróað hann,“ sagði Heimir. Keane, sem var um árabil fyrirliði í sigursælu liði Manchester United, lék á sínum tíma 67 landsleiki fyrir Írland en hann var í tveggja ára útlegð eftir ósættið mikla við þjálfarann Mick McCarthy fyrir HM 2002. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Sjá meira
Heimir og Carla Ward, þjálfari kvennalandslið Írlands, mættu í skemmtiþáttinn Late Late Show í írska sjónvarpinu í gær. Þáttastjórnandinn, Patrick Kielty, spurði hvaða leikmenn þau vildu helst geta sett í sitt lið. „Við þurfum klárlega að fá einn Roy Keane aftur. Ég myndi ná í hann aftur,“ sagði Heimir. Heimir valdi Keane kannski til að skora einhver stig hjá Írum með því að velja írskan leikmann en einnig því Keane var á sínum tíma nákvæmlega sú týpa sem Heimir hefur áður kallað eftir að sjá í írska landsliðinu. Heimir sagðist nefnilega, á kvöldi með stuðningsmönnum írska landsliðsins í ágúst í fyrra, vilja leikmann í írska liðið sem væri meiri „óþokki“. „Ég held að á margan hátt þá svipi Írlandi til Íslands, varðandi það að við eigum ekki marga leikmenn sem spila á hæsta stigi í Meistaradeildinni. Það eru því engar stórstjörnur. Þetta snýst um að hópurinn vinni leiki, ekki einstaklingar. Miðað við fyrstu kynni þá eru leikmennirnir mjög góðir liðsmenn, virkilega góðir karakterar, og kannski aðeins of vinalegir. Stundum þarftu að hafa óþokka (e. bastard) í liðinu þínu. Ég er að leita að honum. Kannski getum við þróað hann,“ sagði Heimir. Keane, sem var um árabil fyrirliði í sigursælu liði Manchester United, lék á sínum tíma 67 landsleiki fyrir Írland en hann var í tveggja ára útlegð eftir ósættið mikla við þjálfarann Mick McCarthy fyrir HM 2002.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Sjá meira