Upplifir lífið eins og stofufangelsi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. mars 2025 19:38 Björk Sigurðardóttir, móðir og baráttukona. Vísir/Lýður Nýbökuð móðir segist upplifa lífið eins og stofufangelsi þar sem hún fær ekki þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Henni sé nóg boðið eftir tveggja ára bið og krefst þess að Reykjavíkurborg aðhafist eitthvað í málinu. Hin 36 ára Björk Sigurðardóttir hefur beðið eftir mikilvægri notendastýrði persónulegri aðstoð eða NPA þjónustu frá Reykjavíkurborg í um tvö ár. Samkvæmt lögum á hún rétt á þjónustunni og er viðurkennt að þörf hennar fyrir aðstoð séu 320 klukkustundir á mánuði. Eins og stendur hlýtur hún aðstoð fjórar klukkustundir í viku og er því föst heima með sjö mánaða dóttur sína nánast öllum stundum. Ástandið hafi áhrif á sambandið „Ég kemst ekki út með hana neitt út í göngutúra eða til vina og fjölskyldu eða bara á kaffihús eða hvað sem er, þá bara kemst ég ekki út nema með hjálp NPA. Ég er voða mikið að stóla á makan minn. Hefur það mikil áhrif á sambandið? „Já klárlega, þó hann sé allra vilja gerður, þá er þetta ekki boðlegt fyrir neinn maka.“ Björk ásamt maka sínum.Vísir/Aðsend Þær skýringar sem Björk fái fyrir töfum á þjónustunni sé skortur á fjármagni en annars sé fátt um svör. Hún segir það skjóta skökku við að lögfesta þjónustu sem eigi síðan ekki að veita. „Ég meina af hverju eru þeir að samþykkja allar þessar beiðnir ef þeir ætla svo ekki að setja fjármagn í þetta. Að setja fólk í þessa stöðu er bara galið. Það vill enginn vera í þessari stöðu, ég bara trúi því ekki.“ Hamlandi líkamlega og andlega Hún vonast til að eitthvað verði aðhafst sem allra fyrst. „Ég á mér ekkert líf í rauninni ef ég fæ ekki þessa þjónustu. Ég er mamma og stjúpmamma og rek heimili og hef brennandi áhuga á íþróttum og var í tveimur nefndum og alls konar en núna er ég ekki í neinu því ég get ekki mætt neins staðar.“ Ástandið hafi einnig skaðleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu og einangrast Björk mjög við það. „Ég get bara rétt svo ímyndað mér það að þetta sé eins og að vera í stofufangelsi og komast ekkert út. Ég kemst ekki í sjúkraþjálfun eins og ég ætti að gera. Þá verð ég bara miklu stífari því ég fæddist með CP hreyfihömlun,“ segir hún en hún á að mæta tvisvar í viku í sjúkraþjálfun til að viðhalda styrk. Björk segir að með drætti á þessari nauðsynlegu þjónustu sé brotið gegn mannréttindum bæði hennar og dóttur hennar. NPA er lögfest á Íslandi en Björk fær ekki NPA eins og hún á rétt á skv. lögum 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langavarandi stuðningsþarfir. Í 11. grein þeirra laga segir: „Einstaklingur á rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð hafi hann mikla og viðvarandi þörf fyrir aðstoð og þjónustu, svo sem við athafnir daglegs lífs, heimilishald og þátttöku í félagslífi, námi og atvinnulífi.“ Samvinnufélag fatlaðs fólks með notendastýrða persónulega aðstoð minnir á 9. lið stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur: „Með því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og fjármagna þann fjölda samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) sem gefin hafa verið fyrirheit um. Stofnaður verður aðgengis- og aðlögunarsjóður til að styrkja fatlað fólk til breytinga á húsnæði. Stutt verður við atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og hugað sérstaklega að stöðu þess í menntakerfinu.“: Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Hin 36 ára Björk Sigurðardóttir hefur beðið eftir mikilvægri notendastýrði persónulegri aðstoð eða NPA þjónustu frá Reykjavíkurborg í um tvö ár. Samkvæmt lögum á hún rétt á þjónustunni og er viðurkennt að þörf hennar fyrir aðstoð séu 320 klukkustundir á mánuði. Eins og stendur hlýtur hún aðstoð fjórar klukkustundir í viku og er því föst heima með sjö mánaða dóttur sína nánast öllum stundum. Ástandið hafi áhrif á sambandið „Ég kemst ekki út með hana neitt út í göngutúra eða til vina og fjölskyldu eða bara á kaffihús eða hvað sem er, þá bara kemst ég ekki út nema með hjálp NPA. Ég er voða mikið að stóla á makan minn. Hefur það mikil áhrif á sambandið? „Já klárlega, þó hann sé allra vilja gerður, þá er þetta ekki boðlegt fyrir neinn maka.“ Björk ásamt maka sínum.Vísir/Aðsend Þær skýringar sem Björk fái fyrir töfum á þjónustunni sé skortur á fjármagni en annars sé fátt um svör. Hún segir það skjóta skökku við að lögfesta þjónustu sem eigi síðan ekki að veita. „Ég meina af hverju eru þeir að samþykkja allar þessar beiðnir ef þeir ætla svo ekki að setja fjármagn í þetta. Að setja fólk í þessa stöðu er bara galið. Það vill enginn vera í þessari stöðu, ég bara trúi því ekki.“ Hamlandi líkamlega og andlega Hún vonast til að eitthvað verði aðhafst sem allra fyrst. „Ég á mér ekkert líf í rauninni ef ég fæ ekki þessa þjónustu. Ég er mamma og stjúpmamma og rek heimili og hef brennandi áhuga á íþróttum og var í tveimur nefndum og alls konar en núna er ég ekki í neinu því ég get ekki mætt neins staðar.“ Ástandið hafi einnig skaðleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu og einangrast Björk mjög við það. „Ég get bara rétt svo ímyndað mér það að þetta sé eins og að vera í stofufangelsi og komast ekkert út. Ég kemst ekki í sjúkraþjálfun eins og ég ætti að gera. Þá verð ég bara miklu stífari því ég fæddist með CP hreyfihömlun,“ segir hún en hún á að mæta tvisvar í viku í sjúkraþjálfun til að viðhalda styrk. Björk segir að með drætti á þessari nauðsynlegu þjónustu sé brotið gegn mannréttindum bæði hennar og dóttur hennar. NPA er lögfest á Íslandi en Björk fær ekki NPA eins og hún á rétt á skv. lögum 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langavarandi stuðningsþarfir. Í 11. grein þeirra laga segir: „Einstaklingur á rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð hafi hann mikla og viðvarandi þörf fyrir aðstoð og þjónustu, svo sem við athafnir daglegs lífs, heimilishald og þátttöku í félagslífi, námi og atvinnulífi.“ Samvinnufélag fatlaðs fólks með notendastýrða persónulega aðstoð minnir á 9. lið stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur: „Með því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og fjármagna þann fjölda samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) sem gefin hafa verið fyrirheit um. Stofnaður verður aðgengis- og aðlögunarsjóður til að styrkja fatlað fólk til breytinga á húsnæði. Stutt verður við atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og hugað sérstaklega að stöðu þess í menntakerfinu.“:
Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira