Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Árni Sæberg skrifar 7. mars 2025 17:03 Margrét Anna Einarsdóttir er stofnandi og forstjóri Justikal. Vísir/Vilhelm Forstjóri Justikal, sem býður upp á rafrænar lausnir í tengslum við dómsmál, furðar sig á niðurstöðu Hæstaréttar um að rafræn undirskrift á stefnu dugi ekki til. Nauðsynlegt sé að breyta réttarfarslögum tafarlaust. Hæstiréttur staðfesti á dögunum niðurstöðu bæði héraðsdóms og Landsréttar um að stefna hefði ekki verið birt manni réttilega, þrátt fyrir að hann hefði undirritað stefnuna með rafrænum hætti. Margrét Anna Einarsdóttir, forstjóri og stofnandi Justikal, sem á lausnina sem gerir rafrænar stefnubirtingar mögulegar, segir í samtali við Vísi að hún furði sig á niðurstöðu málsins. Hæstiréttur hafi meðal annars vísað til eldri dóma réttarins, hverra niðurstöður voru að stefnur skildu afhentar á pappír, sem féllu fyrir innleiðingu eIDAS löggjafarinnar í íslenskan rétt. Löggjöfin heimili einmitt hinar ýmsu rafrænu traustþjónustur. Lausnir Justikal hafi innleitt traustþjónustur í samræmi við eIDAS reglugerðina. Löggjöfin var innleidd hér á landi árið 2019. „Tímarnir breytast og eftir að þessi dómafordæmi koma, erum við einfaldlega komin með löggjöf sem styður tækni sem gerir þetta með mjög öruggum hætti. Þar af leiðandi hélt ég dómarar Hæstaréttar myndu ef til vill endurspegla þennan breytta veruleika sem við lifum við í dag. En þeir telja að það þurfi lagabreytingu. Við virðum að sjálfsögðu niðurstöðu réttarins og við höfum látið okkar notendur að þjónustunni vita að það er ekki hægt að nota hana til að birta stefnu með stafrænum hætti. Þá er það bara næst að fara tafarlaust í lagabreytingu og tala fyrir henni.“ Börnin þurfi ekki að sjá stefnuvott koma í heimsókn Margrét Anna segir að Justikal hafi þegar óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra með það fyrir stafni að fá réttarfarslögum breytt. Hugsa þurfi um það hvernig hægt sé að nýta tæknina til að tryggja réttaröryggi. Hægt sé að gera hlutina með betri og öruggari hætti með hjálp tækninnar heldur en áður þekktist með pappír. Farið er ítarlega yfir tæknina og dóm Hæstaréttar í pistli Margrétar Önnu á vef Justikal. „Við erum líka að gæta meira að persónuvernd hjá einstaklingum sem eru að fá birtar stefnur. Þetta eru oft mjög viðkvæm mál. Það getur verið mjög erfitt ef einhver kemur í heimsókn um kvöldmatarleytið, til dæmis í blokk, og nágrannarnir vita alveg hvert tilefnið er. Sömuleiðis með börnin á heimilinu, foreldrar reyna að verja börnin fyrir hlutum sem þau eiga ekkert að hafa áhyggjur af á þeim tíma. Með því að gera þetta með stafrænum hætti getum við tryggt persónuvernd með miklu betri hætti.“ Greiða þurfi leið lausna sem öllum líki betur Þegar hafi verið komin ágætisreynsla á birtingar stefna með stafrænum hætti, fyrir dóm Hæstaréttar, og allir hlutaðeigandi hafi verið ánægðir með lausnina. Þeir sem fá stefnur hafi verið ánægðir, af þeim ástæðum sem raktar eru að framan, og þeir sem stefna hafi verið ánægðir með aukinn hraða og skilvirkni. Þá sé stafræn birting ódýrari leið en að senda stefnuvott með stefnu á pappír. „Í rauninni ef við erum að gera þetta skilvirkara, öruggara, hraðara og þægilegra fyrir alla á markaðnum, þá eigum við náttúrulega að greiða leið fyrir svoleiðis lausnum,“ segir Margrét Anna. Tækni Upplýsingatækni Dómstólar Dómsmál Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti á dögunum niðurstöðu bæði héraðsdóms og Landsréttar um að stefna hefði ekki verið birt manni réttilega, þrátt fyrir að hann hefði undirritað stefnuna með rafrænum hætti. Margrét Anna Einarsdóttir, forstjóri og stofnandi Justikal, sem á lausnina sem gerir rafrænar stefnubirtingar mögulegar, segir í samtali við Vísi að hún furði sig á niðurstöðu málsins. Hæstiréttur hafi meðal annars vísað til eldri dóma réttarins, hverra niðurstöður voru að stefnur skildu afhentar á pappír, sem féllu fyrir innleiðingu eIDAS löggjafarinnar í íslenskan rétt. Löggjöfin heimili einmitt hinar ýmsu rafrænu traustþjónustur. Lausnir Justikal hafi innleitt traustþjónustur í samræmi við eIDAS reglugerðina. Löggjöfin var innleidd hér á landi árið 2019. „Tímarnir breytast og eftir að þessi dómafordæmi koma, erum við einfaldlega komin með löggjöf sem styður tækni sem gerir þetta með mjög öruggum hætti. Þar af leiðandi hélt ég dómarar Hæstaréttar myndu ef til vill endurspegla þennan breytta veruleika sem við lifum við í dag. En þeir telja að það þurfi lagabreytingu. Við virðum að sjálfsögðu niðurstöðu réttarins og við höfum látið okkar notendur að þjónustunni vita að það er ekki hægt að nota hana til að birta stefnu með stafrænum hætti. Þá er það bara næst að fara tafarlaust í lagabreytingu og tala fyrir henni.“ Börnin þurfi ekki að sjá stefnuvott koma í heimsókn Margrét Anna segir að Justikal hafi þegar óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra með það fyrir stafni að fá réttarfarslögum breytt. Hugsa þurfi um það hvernig hægt sé að nýta tæknina til að tryggja réttaröryggi. Hægt sé að gera hlutina með betri og öruggari hætti með hjálp tækninnar heldur en áður þekktist með pappír. Farið er ítarlega yfir tæknina og dóm Hæstaréttar í pistli Margrétar Önnu á vef Justikal. „Við erum líka að gæta meira að persónuvernd hjá einstaklingum sem eru að fá birtar stefnur. Þetta eru oft mjög viðkvæm mál. Það getur verið mjög erfitt ef einhver kemur í heimsókn um kvöldmatarleytið, til dæmis í blokk, og nágrannarnir vita alveg hvert tilefnið er. Sömuleiðis með börnin á heimilinu, foreldrar reyna að verja börnin fyrir hlutum sem þau eiga ekkert að hafa áhyggjur af á þeim tíma. Með því að gera þetta með stafrænum hætti getum við tryggt persónuvernd með miklu betri hætti.“ Greiða þurfi leið lausna sem öllum líki betur Þegar hafi verið komin ágætisreynsla á birtingar stefna með stafrænum hætti, fyrir dóm Hæstaréttar, og allir hlutaðeigandi hafi verið ánægðir með lausnina. Þeir sem fá stefnur hafi verið ánægðir, af þeim ástæðum sem raktar eru að framan, og þeir sem stefna hafi verið ánægðir með aukinn hraða og skilvirkni. Þá sé stafræn birting ódýrari leið en að senda stefnuvott með stefnu á pappír. „Í rauninni ef við erum að gera þetta skilvirkara, öruggara, hraðara og þægilegra fyrir alla á markaðnum, þá eigum við náttúrulega að greiða leið fyrir svoleiðis lausnum,“ segir Margrét Anna.
Tækni Upplýsingatækni Dómstólar Dómsmál Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira