Son tryggði Spurs stig úr víti Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2025 15:45 Son Heung-Min fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Bournemouth í dag. Getty/Andrew Kearns Bournemouth kastaði frá sér tveggja marka forskoti og varð að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Tottenham í Lundúnum í dag, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Bournemouth er því með 44 stig í 8. sæti deildarinnar, jafnmörg stig og Newcastle sem er í 9. sæti en á leik til góða við West Ham á morgun. Tottenham er hins vegar með 34 stig í 13. sæti. Útlitið var afar gott hjá Bournemouth eftir 65 mínútna leik. Marcus Tavernier hafði komið liðinu yfir í lok fyrri hálfleiks, eftir frábæran undirbúning Milos Kerkez, og Evanilson bætti svo við marki með laglegri afgreiðslu eftir sendingu frá Justin Kluivert. En á 67. mínútu, aðeins tveimur mínútum eftir seinna mark gestanna, kom Pape Sarr Tottenham aftur inn í leikinn með spyrnu af löngu færi sem frekar virtist líkjast fyrirgjöf en endaði í fjærhorninu. Son Heung-Min, sem kom inn á sem varamaður í upphafi seinni hálfleiks, jafnaði svo metin úr vítaspyrnu á 84. mínútu eftir að Kepa hafði brotið á honum. Enski boltinn
Bournemouth kastaði frá sér tveggja marka forskoti og varð að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Tottenham í Lundúnum í dag, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Bournemouth er því með 44 stig í 8. sæti deildarinnar, jafnmörg stig og Newcastle sem er í 9. sæti en á leik til góða við West Ham á morgun. Tottenham er hins vegar með 34 stig í 13. sæti. Útlitið var afar gott hjá Bournemouth eftir 65 mínútna leik. Marcus Tavernier hafði komið liðinu yfir í lok fyrri hálfleiks, eftir frábæran undirbúning Milos Kerkez, og Evanilson bætti svo við marki með laglegri afgreiðslu eftir sendingu frá Justin Kluivert. En á 67. mínútu, aðeins tveimur mínútum eftir seinna mark gestanna, kom Pape Sarr Tottenham aftur inn í leikinn með spyrnu af löngu færi sem frekar virtist líkjast fyrirgjöf en endaði í fjærhorninu. Son Heung-Min, sem kom inn á sem varamaður í upphafi seinni hálfleiks, jafnaði svo metin úr vítaspyrnu á 84. mínútu eftir að Kepa hafði brotið á honum.